Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 22
4 ATVINNA Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar- innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Þróunarfulltrúar Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar þjónar og hefur eftirlit með þeim menntastofnunum sem reknar eru af Hafnarfjarðarbæ og þar starfa sérhæfðir starfsmenn sem leitast við að veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Markmið Skólaskrifstofunnar er að efla menntun í Hafnarfirði og styrkja gott skólastarf. Eftirtaldar stöður eru nýjar á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og lausar til umsóknar. ÞRÓUNARFULLTRÚI LEIKSKÓLA Meginverkefni • Umsjón og eftirlit með faglegu starfi í leikskólum og ráðgjöf varðandi ýmsa rekstrarþætti. • Ráðgjöf vegna sérverkefna, þróunarverkefna og nýbreytni starfa og miðlun þekkingar og nýjunga á sviði leikskóla mála. • Gerð stefnumarkandi tillagna um nýjungar í leikskólastarfi til rekstraraðila. • Veita fræðslu og stuðla að samstarfi og upplýsingamiðlun til leikskóla og á milli leikskóla. • Annað samkvæmt starfslýsingu. Hæfniskröfur • Þróunarfulltrúi leikskóla skal vera leikskólakennari með framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og/eða kennslufræði. • Reynsla af stjórnun leikskóla. • Jákvæðni gagnvart breytingum/nýjungum í leikskólastarfi, jafnt innara starfi sem og rekstrarformi. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á hugbúnaði fyrir rannsóknir og greiningu, t.d. SPSS, Excel o.fl. svo og þekk- ingu á líkönum til áætlunargerðar í leikskólum m.a. fjárhagsá- ætlunum. ÞRÓUNARFULLTRÚI GRUNNSKÓLA Meginverkefni • Umsjón og eftirlit með faglegu starfi í grunnskólum og ráð gjöf varðandi ýmsa rekstrarþætti. • Ráðgjöf vegna sérverkefna, þróunarverkefna og nýbreytni starfa og miðlun þekkingar og nýjunga á sviði skólamála. • Gerð stefnumarkandi tillagna um nýjungar í skólastarfi til rekstraraðila. • Veita fræðslu og stuðla að samstarfi og upplýsingamiðlun til grunnskóla og á milli þeirra. • Annað samkvæmt starfslýsingu. Hæfniskröfur • Þróunarfulltrúi grunnskóla skal vera grunnskólakennari með framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og/eða kennslufræði. • Reynsla af stjórnun grunnskóla • Jákvæðni gagnvart breytingum/nýjungum í skólastarfi, jafnt innra starfi sem og rekstrarformi. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á hugbúnaði fyrir rannsóknir og greiningu, t.d. SPSS, Excel o.fl. svo og þekk- ingu á líkönum til áætlunargerðar í grunnskólum, m.a. fjár- hagsáætlunum. Þróunarfulltrúi leikskóla og þróunarfulltrúi grunnskóla vinna í nánu samstarfi við ráðgjafar- og þróunarfulltrúa innan skólaþjónustu Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar en rík áhersla er lögð á heildstæða þjónustu við leik- og grunn- skóla og aðrar stofnanir á fræðslusviði. Næsti yfirmaður þróunarfulltrúanna er sviðsstjóri fræðslusviðs. Nánari upplýsingar um störfin veitir sviðsstjóri fræðslu- sviðs/fræðslustjóri, Magnús Baldursson, í síma 585 5800, netfang magnusb@hafnarfjordur.is Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu og skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 12. nóvember 2004. Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996 Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is REYÐARFJÖRÐUR Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða starfsmann við starfsstöð sína á Reyðarfirði. Viðkomandi þarf að hafa meirapróf. Æskilegt er að viðkomandi sé með ADR-réttindi, en það er ekki skilyrði. Starfið stendur báðum kynjum jafnt til boða. Starfssvið: Afgreiðsla og dreifing á fljótandi eldsneyti og öðrum vörum. Allar nánari upplýsingar veitir Auðunn Birgisson í síma 550-9900. Kennsla við Hafralækjaskóla í Aðaldal Vegna forfalla er laust starf heimiliskennara við meðferðarheimilið Árbót. Í starfinu felst stuðn- ingur við fjarnám nemenda á framhaldsskóla- stigi auk unglingakennslu. Mjög ódýrt húsnæði í boði, góður grunnskóli og barnvænt umhverfi. Ráðið verður í starfið við fyrsta tækifæri. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 464 3580 á dag- vinnutíma og skólastjóri heima í síma 464 3584. Vegna endurskipu- lagningar á útburði vantar okkur duglegt fólk í vinnu við að dreifa Fréttablaðinu, DV og fleiru á Álftanesi. Skilyrði er að viðkomandi sé fæddur fyrir 1986 og hafi bíl til umráða. Um er að ræða ca 2ja tíma vinnu fyrir kl 7 á morgnanna. Góð laun eru í boði. Ef að þú hefur áhuga á að kynna þér þetta nánar hafðu þá endilega samband. Dreifing Fréttablaðsins dreifing@frettabladid.is • sími 515-7520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.