Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 46
31. október 2004 SUNNUDAGUR
■ PONDUS
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Frode Överli
Samkvæmt gömlu
slumpaðferðinni sem
ég lærði í grunnskóla
eyða foreldar um
tveimur tímum á dag
með börnum sínum.
Þetta á við um virka
daga og þann tíma dags-
ins sem ekkert annað
skyggir á.
Fjölskyldan vaknar vissulega
saman á morgnana en það er ekki
hægt að segja að um alvöru stund sé
að ræða því þá eru allir að hafa sig til
fyrir daginn með tilheyrandi stressi.
Foreldrarnir sjá síðan börnin ekki
aftur fyrr en seint um kvöld. Oftast
þegar komið er fram að kvöldmat. Þá
fer mest allur tíminn í að hafa til
matinn, hlusta á fréttir og koma
börnunum í háttinn. Samkvæmt
þessari slumpaðferð eiga foreldrar
því aðeins tíu tíma með börnum
sínum á virkum dögum. En þá eru
helgarnar eftir.
Um helgar eru flestir foreldrar
að jafna sig eftir hina erfiðu vinnu-
viku, sem stundum telur hátt í
fimmtíu tíma. Laugardagurinn fer
að mestu leyti í hvíld svo sunnudag-
urinn er einn eftir. Þá er reynt að
bæta upp fyrir alla aðra daga vik-
unnar með uppákomum og herleg-
heitum – allt til að gleðja börnin og
friða samviskuna. Þó þurfa allir að
hvílast á milli enda erfið vinnuvika
framundan.
Með áðurnefndri slumpaðferð má
gera ráð fyrir að foreldrar og börn
eigi um fimmtán tíma saman um
helgar. Fimmtán tímar um helgar
plús tíu tímar á virkum dögum. Það
gerir um 25 tíma á viku.
Flest íslensk börn eru í sex tíma í
skólanum á dag. Stærstum hluta
eyða þau með umsjónarkennara en
svo hitta þau einnig fyrir aðra kenn-
ara. Það má því slumpa á að börnin
eyði þrjátíu tímum hið minnsta með
kennurum í hverri viku. Þá eru
ótaldir þeir tímar sem fara í tóm-
stundir; jafnvel nokkrir klukkutímar
í hverri viku.
Með títt nefndri slumpaðferð er
ljóst að kennarar eiga mun meiri
tíma með börnunum en foreldrarnir
sjálfir. Það má því með slumpaðferð-
inni segja að kennarar séu foreldrar
þessa lands og þeir hljóta að eiga fá
laun eftir því. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
KRISTJÁN HJÁLMARSSON SLUMPAR Á KENNARA
Foreldrar þessa lands
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Á FIMMTUDÖGUM
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
Hann mun örugglega
hætta með henni....Það
kemur sem reiðarslag
fyrir hana.....
Það er komið
að kveðju-
stund Sally!
Nei.
Danni!
Nei!
Nú brestur
hún í grát... Það verður
skelfilegt...
Ertu grátandi
Sally! Hvað
kom fyrir!
Og nú
kemur að
því að hún
opnar sig...
Og
étur ís
með...
Hvorutveggja!
Ohh, hikst.k..
Affhveeerrrju
Afffhverrjju?
Ég er
að fá
nóg!
Er hann
byrjaður
með
annarri
konu?
Hvað sagði é....
Gasp!
HARRH
!
Nei...hann
hitti annan
MANN!
Skósalann
Boris....
oooohhhhh
Guð minn góður!
Vanillu eða
krókant?
Danni! Hann
hefur yfirgefið
mig... gníst...
grátur...
Gaurinn var
ábyggilega
hommi! Það
segir sig nú
eiginlega
sjálft, þetta
er fyrirséð!