Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 12
12 31. október 2004 SUNNUDAGUR SÍF er rótgróið fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Framundan eru spennandi tímar þar sem fyrirtækið ætlar sér leiðandi stöðu á matvælamarkaði í Evrópu undir forystu forstjórans Jakobs Sigurðssonar. Stóru sölusamtökin SíF og SH hafa til margra ára verið þau fyrirtæki íslensk sem velt hafa mestum fjármunum. Gamalreynd flaggskip íslenskrar útrásar. Mik- ið vatn hefur runnið til sjávar frá því að þessi fyrirtæki voru ásamt Flugleiðum einu fyrirtækin sem ráku umfangsmikla erlenda starf- semi. SÍF stendur nú á tímamót- um. Umfang rekstrarins hefur verið mikið en afraksturinn vald- ið vonbrigðum. Breytt umhverfi kallar á breyttar áherslur og SÍF hefur markað sér þá stefnu undir forystu nýs forstjóra Jakobs Sig- urðssonar að verða leiðandi fyrir- tæki í Evrópu í framleiðslu kæl- dra matvæla. Jakob tók við stjórn fyrirtækisins fyrir fjórum mán- uðum. „Þessi tími hefur verið eins og fjórir dagar og fjögur ár í senn,“ segir Jakob. „Fjórir dagar í þeim skilningi að tíminn líður hratt þegar í mörgu er að snúast og eins og fjögur ár þegar maður lítur til alls þess sem hefur gerst á tímabilinu. Þetta hefur verið erf- iður en mjög skemmtilegur tími.“ Horfst í augu við vandannn Verkefnin voru ærin. Erfiðleikar voru í rekstrinum í Frakklandi. „Frumforsenda þess að geta tek- ist á við vandann er að hafa rétta mynd fyrir framan sig. Ég tel að með aðgerðum sem við gripum til í sumar hafi tekist að skilgreina vandann og fá skarpa mynd af stöðunni. Í framhaldi af því var hægt að grípa til aðgerða sem munu rétta skútuna af í framtíð- inni.“ Jakob er ófeiminn við að viðurkenna að á ýmsu hafi þurft að taka og segir farsælast að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. SÍF fékk utanaðkomandi endurskoðendur til þess að fara yfir reksturinn í Frakklandi og niðurstaðan var afskrift sem nam á annan milljarð króna. Jakob og samstarfsfólk hans tókust á við fleiri verkefni samhliða því að greina vandamál SÍF og móta nýja stefnu. Fyrir viku var gengið frá grundvallarbreytingu á fyrirtæk- inu. Tilkynnt var um sölu á Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og sölu hlutar SÍF í keppinautnum SH. „Það var ekki auðveld ákvörðun að selja Iceland Seafood; sérstaklega í ljósi þeirr- ar löngu sögu sem er á bak við fyrirtækið. Málið var einfaldlega að starfsemin þar átti lítið skylt við það sem við erum að gera og langar til að gera í Evrópu.“ Jakob segir afar gott starf hafa verið unnið í Ameríku og salan þýði ekki að SÍF sé hætt að miðla fryst- um sjávarafurðum á Bandaríkja- markað. „Við munum halda því áfram.“ Einnig seldi SÍF hlut sinn í SH og má líta svo á að þar með sé lokið í bili vangaveltum um sam- einingu þessara fyrirtækja. Stjórnendur með sömu sýn Samhliða var gengið frá kaupum á frönsku fyrirtæki, Labeyrie Group, sem er um fjórum sinnum verðmætara fyrirtæki en SÍF. Framundan er hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin. „Labeyrie var góður fjárfestingarkostur eitt og sér og var ekki keypt sem með- al á vandamálið í Frakklandi. Þó svo að við fáum góðan félaga með kaupum á Labeyrie þá ætlum við ekki að spilla þeim fókus sem er þar til staðar. Forstjóri sameinaðs félags í Frakklandi mun koma frá þeim og við væntum þess að Antwerpen 124 km Brussels 100 km Liege Lille 224 km Paris 387 km London 420 km Düsseldorf 135 km Eindhoven 128 km Dortmund 232 km Hannover Bremen Köln 123 km Bonn 123 km Frankfurt 320 km Luxembourg 142 km Strassbourg 406 km Stuttgart Rotterdam 224 km Amsterdam 250 km Eins og skot Liège -beint fraktflug 11 sinnum í viku Frá 15. október eykur Icelandair Cargo vikulegt fraktflug til og frá Liége úr 6 ferðum í 9 á viku. Við bætum svo um betur frá 1. nóvember og fljúgum 11 sinnum í viku á þessari leið. Icelandair Cargo í Liege er í innan við 400 km fjarlægð frá mörgum af stærstu borgum Evrópu. Á skyggða svæðinu hér að ofan á 75% af allri flugfrakt frá Evrópu sér uppruna. Icelandair Cargo býður þér landflutninganet hvaðan sem er í Evrópu. Nýttu þér hraðvirkasta flutningsmátann innan Evrópumarkaðar. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 57 01 09 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Mat okkar á stjórnendum Labeyrie réð miklu um þessi kaup. Fyrir- tækið er vel rekið og við fundum fljótt að sýn okkar á framtíðina og hvernig við vildum nýta okkur hana var sameiginleg.” Rótgróinn risi fetar nýja braut STEFNIR HÁTT Markmið Jakobs Sig- urðssonar, forstjóra SÍF, eru skýr. SÍF er ætlað að verða leið- andi fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu í Evrópu. Þar verður byggt á ferskleika, hollustu og háum gæðum sjávarfangs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R KUNNA SITT FAG Jakob segir stjórnendur Labeyrie deila framtíðarsýn með stjórnend- um SÍF. Þeir séu sterkir og kunni sitt fag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.