Fréttablaðið - 30.11.2004, Side 12

Fréttablaðið - 30.11.2004, Side 12
12 SVONA ERUM VIÐ? „Ég held að það sé bara mjög gott að bankarnir séu að bjóða upp á þessi íbúðalán,“ Pálmi Steingrímsson, við- skiptastjóri hjá Tæknivali. „Þetta á ör- ugglega eftir að hjálpa mörgum en getur líka komið einhverjum í koll ef þeir fara ekki varlega því þeir sem taka þessi lán eru náttúrlega að veð- setja eignir sína ansi hátt.“ Pálmi segist sjálfur eiga íbúð. „Ég er með lán hjá Íbúðalánasjóði en ætla að skipta yfir til bankanna. Ég ætla fyrst og fremst að gera það til að endufjármagna óhagstæð lán sem ég er með og lækka greiðslubyrðina. Ég heyri það á fólki sem ég umgengst að það eru margir að velta þessu fyrir sér.“ Pálmi segist telja að fasteignaverð eigi eftir að hækka enn meira en það hafi gert vegna hundrað prósenta lána bankanna. Fleiri geti keypt íbúðir og því verði eftirspurnin mikil á mark- aðnum. Hann segist sjálfur ekki hafa neinn áhuga á að taka slíkt lán næst þegar hann kaupi íbúð. „Ég held það sé bara ekki skyn- samlegt. Mér finnst nauðsynlegt að eiga eitthvað sjálfur í íbúðinni í stað þess að vera með hana veðsetta upp í topp.“ Pálmi segist telja að Íbúðalána- sjóður eigi að vera í samkeppni við bankana en ekki bara að sinna félags- legum úrræðum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Bankarnir hafa gott af samkeppn- inni.“ PÁLMI STEINGRÍMSSON Varasamt að veð- setja upp í topp ÍBÚÐARLÁN SJÓNARHÓLL Jón Þór Jóhannesson, sex ára ein- hverfur drengur, glímir enn við eftir- hreytur kennaraverkfallsins þótt hann sé byrjaður í skólanum á nýjan leik eftir það. „Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann,“ sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. „Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglu- bundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því.“ Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá hon- um. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mán- uði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamra- skóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir ein- hverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. „Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land,“ sagði Pálína. „Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vanda- mál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á.“ ■ Eimir eftir af áráttuhegðun EFTIRMÁL: PÁLÍNA E. ÞÓRÐARDÓTTIR 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Metaðsókn í meindýraeyðingu Færri komust að en vildu á námskeið í eyðingu meindýra sem haldið var í síðustu viku. Veður- blíðan síðastliðin sumur er meginástæðan fyrir auknum áhuga enda hefur meindýrum fjölgað. NÁMSKEIÐ Gífurleg þátttaka var á námskeiði í eyðingu meindýra sem haldið var í síðustu viku í Reykjavík. Góð tíð undanfarin sumur er helsta ástæðan fyrir þessum stóraukna áhuga á eyð- ingu meindýra. Það voru Umhverfisstofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Vinnueftirlit ríkisins sem gengust fyrir námskeiðinu fyrir verðandi meindýraeyða og þá sem þegar starfa við fagið og vilja bæta við þekkingu sína. Alls sóttu 32 námskeiðið og komu þátttak- endur alls staðar að af landinu, þar af fimm konur. Flestir voru á vegum sveitarfélaga og stofnana en einhverja einyrkja var þó að finna í hópnum. Að sögn Elínar G. Guðmunds- dóttur, fagstjóra hjá Umhverfis- stofnun, hefur áhugi á eyðingu meindýra snaraukist undanfarin misseri. „Við höfum venjulega reynt að halda námskeið á tveggja ára fresti og oftast hafa þátttak- endur verið á bilinu 15-20. Síðan fengum við holskeflu í fyrrahaust en aðalástæðan fyrir henni var mjög svo hlýtt sumar, sérstaklega úti á landi, og sumarið í sumar var alveg sérstaklega gott,“ segir Elín en augljóslega batnar hagur kvik- indanna með betra veðri. Hún segir að til tals hafi komið að bíða til vorsins með námskeiðshald því ný reglugerð um meindýravarnir er í farvatninu. „Svo var bara kominn það langur listi að við sáum okkur ekki annað fært en að halda námskeið,“ bætir hún við. Áhuginn var slíkur að hætta varð skráningu áður en umsóknar- frestur rann út. Ýmislegt var í boði á mein- dýraeyðingarnámskeiðinu. Fyrst fengu þátttakendur örstutta starfsþjálfun hjá Meindýra- vörnum Reykjavíkurborgar og fylgdust með framleiðslu á varn- arefnum, eða eitri, svo voru skólp- hreinsistöðvar skoðaðar og starfs- vettvangurinn þannig kannaður. Í kjölfarið fylgdi tveggja daga fyrirlestralota þar sem sérfræð- ingar á sviði meindýra og mein- dýravarna létu gamminn geysa, til dæmis skordýrafræðingar, dýrafræðingar, eiturefnafræðing- ar auk annarra fagmanna. Sjálf hélt Elín erindi um gildandi lög og reglugerðir um meindýravarnir. Námskeiðsgjaldið var 30.000 krónur og voru kaffiveitingar innifaldar. Aðspurð segir Elín að rottur og mýs, skordýr og aðrir hryggleys- ingjar sem valda umtalsverðu tjóni í húsum og híbýlum falli undir lagaskilgreiningar á mein- dýrum en viðurkennir þó að tjóns- hugtakið sé álíka loðið og sum þessara kvikinda. „Sá sem biður um þjónustuna verður að meta það sjálfur.“ Elín, sem er efnafræðingur að mennt, segist sjálf sjaldan eyða dýrum. „Ég er frekar köld fyrir þessu. Ég sé einstaka sinnum silf- urskottur heima hjá mér eins og flestir sem búa á svæðum þar sem eru hitaveitur en ég er nú ekkert að kippa mér upp við það.“ sveinng@frettabladid.is SMS LEIKUR Þitt VERÐ 199 kr Frægasti, latasti og feitasti köttur í heimi er kominn á DVD 11. hver vinnur Sendu SMS skeytið BTL GKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Í VINNING ER: Grettir á DVD & VHS. Aðrar DVD myndir. Og margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. KAUPHÖLLIN ÞRIFIN Þegar tíðin er rysjótt óhreinkast gluggar húsa sem standa við fjölfarnar umferðargötur. Því voru rúðurnar á Kauphöll Íslands, Laugavegi 182, þvegnar í fyrradag. Í VERKFALLINU Jón Þór ásamt foreldrum sínum meðan kennaraverkfallið stóð enn. 1.108.000 MANNS HEIMSÆKJA ÍSLENSK SÖFN ÁRLEGA 122 söfn fyrirfinnast á Íslandi. Árið 2002 voru rúmlega milljón heimsóknir skráðar á þau. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. MEINDÝR Á FÖRNUM VEGI Góðviðrið síðustu sumur hefur valdið mik- illi fjölgun meindýra og þar með mein- dýraeyða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ELÍN G. GUÐMUNDSDÓTTIR Elín kippir sér lítið upp við silfurskottur, þá sjaldan hún sér þær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.