Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 10
10 16. september 2004 FIMMTUDAGUR MAGNAÐ VÉLMENNI Japanska fyrirtækið Fujitsu kynnti í gær nýtt vélmenni. Vélmennið getur hjálpað til við ýmis störf. Það getur meðal annars tekið á móti gestum, fylgt þeim að lyftum, stjórnað lyftum og séð um öryggisgæslu að nóttu til. Eldur í fjárhúsi í Skagafirði: Eldsupptök talin vera í reykstæði LÖGREGLA Eldur kviknaði í fjár- húsi á Ögmundarstöðum, sem eru rétt sunnan við Sauðárkrók, á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Eldtungur stóðu út úr austur- gafli fjárhússins þegar lögregla kom á vettvang. Ekki var annað en reiðtygi og timbur í húsinu sem er ónýtt eftir brunann. Slökkvistarfi lauk rétt fyrir klukkan fjögur um nóttina en rífa þurfti þak hússins af með krana þar sem það var mikið brunnið og ekki þótti hægt að senda menn upp á þakið. Ein- angrun þaksins var þurrkaður mór og þurfti að tryggja að ekki yrði glóð eftir í þakinu. Eldurinn komst ekki í hlöðu sem er áföst fjárhúsinu en útveggir hennar eru steyptir. Ekki er nákvæmlega vitað hver eldsupptök voru en at- hyglin beinist að reykstæði í fjárhúsinu sem bóndinn hefur notað til fjölda ára við að reyk- ja fisk og kjöt. Ljóst er að elds- upptök voru í námunda við reykstæðið. ■ Sláturhúsin í bóndabeygju Deilt um greiðslur sláturhúsa fyrir lambakjöt. Bændur telja sig ekki njóta hagræðingar. 245 milljóna greiðsla Bændasamtakanna til sláturhúsa ófrágengin vegna þessa. LANDBÚNAÐARMÁL Sauðfjárbænd- ur eru mjög ósáttir við það verð sem sláturhús hafa ákveðið að greiða fyrir lambakjöt nú í haust. Þeir telja ýmis rök fyrir því að tekjulækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði eigi nú að ganga til baka. Þeir benda á að aðstæður hafi gjörbreyst á kjötmarkaðinum, sala á dilkakjöti hafi aukist um tæp tíu prósent á síðustu tólf mánuðum og verðið hafi hækk- að um þrettán prósent. Þá telja þeir að hagræðing í rekstri slát- urhúsa með fækkun þeirra und- anfarið eiga að skila sér í hærra verði til bænda. Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bænd- ur hafi samþykkt fækkun slát- urhúsa á sínum tíma vegna þess að hún hafi átt að skila sér til bænda með hærri greiðslum fyrir kjötið. Reyndin er önnur að sögn Özurar. ,,Það hefur ekki króna skilað sér til bænda. Greiðslur til þeirra lækkuðu um tólf til fjórtán prósent vegna undirboða og verðhruns á kjöt- vörum. Eftir að útflutningsverð varð hærra en nokkru sinni og eftir söluaukningu á innanlands- markaði á þessu ári bjuggust menn við því að lækkunin til bænda gengi til baka. En þeir fengu ekkert og það er þungt hljóð í sauðfjárbændum yfir þessu.“ Özur segir að í vor hafi sauð- fjárbændur óskað eftir því við sláturleyfishafa að fá að koma að ákvörðun um verð til bænda en ekkert hafi orðið úr því. ,,Við vorum boðaðir á einn fund í sumar þar sem menn náðu ekki saman. Þá var ákveðið að hittast aftur en síðan heyrðum við ekk- ert frá þeim. Við fengum bara sent fréttabréf með verðtöflum sláturhúsanna sem þau höfðu ákveðið einhliða.“ Özur segir sauðfjárbændur vera með fá vopn uppi í erminni í átökum við sláturhúsin. Nú sé sláturtíð í fullum gangi og menn verði að slátra. Bændur geti ekki farið í verkfall. Hann segir samning um svo- nefnt vaxta- og geymslugjald ófrágenginn vegna þessa máls. Bændasamtökin útdeila gjald- inu sem er í kringum 245 millj- ónir króna og kemur úr ríkis- sjóði. Undanfarin ár hafa samn- ingar um hvernig gjaldinu skuli deilt verið lokið á þessum árs- tíma. ,,Það er algjört frost í sam- skiptum bænda og sláturhús- anna í þessum málum. Auk þess tökum við sameiginlegar ákvarðanir um útflutnings- og markaðsmál en viðræður um þau liggja niðri vegna óánægju sauðfjárbænda með verðlistana. Þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Özur. Sigurður Jóhannesson, for- maður Landssamtaka slátur- leyfishafa, segir að verið sé að skoða lögfræðilega stöðu slátur- húsanna. ,,Við viljum vita hvort sauðfjárbændur geti ráðstafað þessum peningum án samráðs við okkur. Annars er nægur tími til að finna farsæla lausn á þessu máli enda verður ekki greitt eftir samningi um vaxta- og geymslugjald fyrr en í nóv- ember.“ Sigurður segir að verð á kjöti hafi lækkað um tuttugu prósent á föstu verðlagi frá byrjun árs 2002 þar til í apríl á þessu ári. Hins vegar hafi greiðslur til bænda ekki lækkað nema um átta prósent og sláturfélögin hafi nýtt hagræðinguna af fækkun sláturhúsa til að taka á sig þennan mismun. ,,Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri ef greiðslur til bænda hefðu lækkað um tuttugu pró- sent.“ Sigurður segir að greiðsl- urnar hafi hækkað um fjögur til sex prósent í haust og að það sé fyrsta hækkunin í þrjú ár og greiðsla fyrir útflutning á lambakjöti, sem sé þriðjungur af framleiðslunni, muni hækka um allt að tíu til tólf prósent. Það sé þó mismunandi á milli sláturfélaga. ghg@frettabladid.is Verkfall í París: Eiffelturninn lokaður FRAKKLAND, AP Eiffelturninn í París er lokaður vegna verkfalls starfs- manna. Ferðamenn í París hafa ekki getað farið upp í Eiffel-turninn vegna verkfalls starfsmanna við turninn. Starfsmennirnir hafa áhyggjur af framtíð sinni þar sem samningur núverandi rekstrarað- ila turnsins við borgaryfirvöld rennur út á næsta ári. Í gær var ekki ljóst hvort tekist hefði að semja við starfsmennina. Á hverju ári fara um sex millj- ónir ferðamanna upp í turninn, sem er einn af vinsælustu ferða- mannastöðum veraldar. ■ Vatnsendakrikar: Vopnahlé gildir enn SVEITARSTJÓRN „Ætli það sé ekki rétt að orða það svo að vopnahlé ríki,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, um deiluna sem reis við Reykjavík þegar borgarráð meinaði Kópavogi að leggja kaldavatns- leiðslu frá borholum í Vatnsenda- krikum yfir land borgarinnar í Heiðmörk. Sigurður segist hafa fundað með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra fyrir skömmu og gerir ráð fyrir að bær- inn muni tilnefna einhverja tvo menn til áframhaldandi viðræðna við borgina. Í áliti borgarlögmanns í sumar kemur fram að borgin líti svo á að Vatnsendakrikar hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bæt- ur greiddar fyrir. ■ SIGURÐUR GEIRDAL Bæjarstjórinn í Kópavogi segir viðræður halda áfram við borgina um fyrirhugaða vatnslögn úr Vatnsendakrikum. FJÁRHÚSIÐ Á ÖGMUNDARSTÖÐUM Mikill eldur var í fjárhúsinu þegar slökkvilið kom á vettvang. Fyrir miðri myndinni stendur Guðrún Hildur Magnúsdóttir, eina konan í slökkviliðinu í Skagafirði. SLÁTURHÚS Bændur eru ósáttir við verðlista sláturhúsanna og telja sig eiga betra skilið eftir nokkur mögur ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 10-11 15.9.2004 20:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.