Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 15

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 15
15FIMMTUDAGUR 16. september 2004 www.toyota.is Hilux. Ódrepandi harðjaxl. Hilux hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum vegum og vegleysum. Gríðarlegur styrkur, frábær ending og afburða aksturseiginleikar einkenna þennan ódrepandi harðjaxl sem á sér margra ára frægðarsögu hér á landi. Komdu og reynsluaktu. www.toyota.is Hilux fæst nú með notadrjúgum aukahlutapakka á sérstöku tilboði: 31" breyting, kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Nú er tækifæri til að eignast HILUX á hörkutilboði! Notadrjúgur aukahlutapakki: 31" breyting,kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Toyota Kópavogi Sími 570 5070 Bílatangi hf. Ísafjörður Sími 456 4580 Toyotasalurinn Selfoss Sími 480 8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460 4300 Bifreiðaverkstæði Borgþórs Egilsstaðir Sími 471 1436 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421 4888 Bílaleiga Húsavíkur Húsavík Sími 464 1888 Hraun sf. Höfn Sími 580 7915 Kristján Ólafsson Vestmannaeyjar Sími 481 2323 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 84 0 0 9/ 20 04 Hörkutilboð! LANDBÚNAÐUR Yfirdýralæknisemb- ættið tekur í næsta mánuði upp nýjar aðferðir í baráttunni við sauðfjárriðu. Beitt verður nýrri aðferð við sýnatöku í sláturhúsi og sýnin send fyrst í stað til út- landa til frekari greiningar. Á næsta ári er svo vonast til að sinna megi greiningunni hér heima líka. Sigurður Sigurðarson, sér- fræðingur yfirdýralæknisemb- ættisins í sauðfjársjúkdómum, segir að með nýju aðferðinni verði hægt að grípa fyrr inn í og hindra frekara smit, því greina megi sjúkdóminn fyrr, jafnvel löngu áður en einkenni koma fram. Ekki er búið að ákveða hvert sýnin verða send, en verið er að leita tilboða í greininguna. Sigurð- ur segir erftitt að fullyrða um hvort kostnaðarauki fylgi nýju aðferðinni, en héraðsdýralæknar taka mörg þúsund sýni í slátur- húsum og þurfa að tileinka sér nýtt vinnulag sem felst í að taka bæði mænukólf og hluta af litla heila skepnanna. Nýja tæknin er sögð bæði fljótvirkari og ná- kvæmari en fyrri aðferðir. „Í Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum hafa fundist ný afbrigði riðusmitefnisins, sem virðast minna smitandi, en þetta próf tekur hvort tveggja.“ ■ SIGURÐUR SIGURÐARSON Sigurður áréttar að eftir sem áður þurfi yfirdýralæknisembættið að treysta á glögg- skyggni og samviskusemi manna, bæði eigenda og annarra sem kunna að verða varir við sjúkar skepnur. Nýjar aðferðir við greiningu sauðfjárriðu: Sjúkdómurinn greindur löngu áður en einkenni koma fram „Við teljum að þetta gæti verið áhugaverður samstarfsaðili,“ segir Magnús Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar, en evrópskt fyrirtæki hefur óskað eftir viðræðum við félagið um byggingu álþéttaverksmiðju á Akureyri. Atvinnuþróunarfélagið átti áður í viðræðum við japanskt fyrirtæki um byggingu slíkrar verksmiðju. „Við getum því farið hratt af stað í þessar viðræður,“ segir Magnús. Hann vill ekki upplýsa að svo stöddu um hvaða fyrirtæki er að ræða. Hann kveðst bjartsýnn og segir til mikils að vinna fyrir Akur- eyri. „Ég held að þetta sé iðnaður sem passar okkar svæði afar vel. Hann er frekar orkufrekur og þarf mikið af hreinu vatni. Auk þess þarf í þetta menntað og hæft starfsfólk.“ Aðspurður segir Magnús að mengun sem stafi frá álþéttiverk- smiðju sé ekki mikil. Hins vegar þyrfti að öllum líkindum að virkja sérstaklega. Ljóst er að hugmyndir um orkufrekan iðnað víða á landinu hafa fengið byr undir báða vængi undanfarið. Magnús segir norðan- menn ekki hafa gefið hugmyndir um álver fyrir norðan upp á bátinn. „Ég verð var við mikinn áhuga á því að reisa álver á Norðurlandi.“ ■ Orkufrekur iðnaður í sókn: Líkur aukast á nýrri verksmiðju á Akureyri FRÁ AKUREYRI Álþéttaverksmiðja er sögð geta orðið byggðarlaginu mikil lyftistöng. STÓRIÐJUVÆÐING ÍSLANDS: -Stækkun álversins við Grundartanga (úr 90.000 tonnum í 180.000 tonn). Í byggingu. -Álver við Reyðarfjörð (322.000 tonn). Í byggingu. -Stálpípuverksmiðja í Helguvík. Á fjármögnunarstigi. -Álþéttaverksmiðja á Akureyri. Á fjármögnunarstigi. -Rafskautaverksmiðja á Katanesi í Hvalfirði. Grænt ljós frá Skipulags- stofnun. -Álver fyrir norðan. Á hugmyndastigi. Hafnarfjörður: Eldur í sjónvarpi BRUNI Eldur kviknaði í sjónvarps- tæki í herbergi í húsi við Dals- hraun 13 í Hafnarfirði um klukk- an þrjú í fyrrinótt. Tveir einstak- lingar voru í herberginu sem eld- urinn kom upp í og gerðu þeir lög- reglu viðvart. Enginn reyndist vera í hættu vegna eldsins en níu manns leigja og búa í herbergjum í húsinu sem annars er iðnaðarhúsnæði en ekki íbúðarhús. Talsverðar skemmdir urðu í herberginu sem eldurinn kom upp í og urðu einhverjar skemmdir sökum reyks og sóts annars stað- ar í húsinu. ■ Forseti Pakistans: Svíkur loforð PAKISTAN, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, verður áfram yfir- maður hersins en hann hafði gert sam- komulag við islams- ka harðlínumenn um að láta af því starfi um áramótin. Upplýsingaráð- herra Pakistans seg- ir að vegna að- stæðna heima fyrir muni hann áfram gegna báðum stöð- unum. Óljóst er hvaða afleiðingar þessi ákvörðun Musharrafs hafi heima fyrir. Fyrr í mánuðinum gaf hann reyndar til kynna að hann léti líklega ekki af störfum sem yfirmaður hersins. „Níutíu og sex prósent af mínu fólki vilja að ég verði áfram í her- búningnum,“ sagði hann þá. ■ PERVEZ MUSHARRAF Óljóst er hvaða afleiðingar ákvörðun Mus- harrafs hafi heima fyrir. 14-15 15.9.2004 21:33 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.