Tíminn - 29.09.1973, Side 11
Laugardagur '29. september 1973
TÍMINN
11
Prentgallarnir:
Von,
að úr
rætist
Að undanförnu hafa orðið veruleg
mistök við prentun Timans i
Hlaðaprenti, og talsverður hluti
upplagsins verið stórgallaður,
svo sem á fimmtudaginn var.
Kiður Tíminn kaupendur af-
sökunar á þessum hvimleiðu
prentgöllum.
Blaðið gcrir sér á hin bóginn
von um, að bót verði ráðin á
þessu fljótlega, þar sem Blaða-
prent fékk i gær crlendan sér-
fræðing til þess að rannsaka, af
liverju prentgallarnir stafa.
Steinunn
gamla
komin
í slipp
Klp-Reykjavik. Menn frá Björgun
h/f og skipverjar af Goðanum
náðu vélbátnum Steinunni á flot i
fyrrinótt, en eins og menn ef-
laust muna,sökk Steinunn gamla
við bryggjuna i Sandgerði i
óveðrinu á dögunum.
Skipið mun ekki hafa verið
mikiö brotið, og tókst sæmilega
greiðlega að koma þvi á flot, en
siðan dró Goðinn það til Kefla-
víkur, þar semþað var tekið i
slipp.
Ljósaperudagur
í Hafnarfirði
i DAG,29. scptember, ætla félag-
ar úr Lions-klúbbi Hafnarfjarðar
að ganga um bæinn og selja ljósa-
perur til fjáröflunar. Fé þvi, sem
safnast, verður varið til liknar-
mála.
Verkefni siðasta starfsárs voru
meðal annars kaup á sjúkralyft-
ara, er Sólvangi var afhentur, og
kvenlækningatæki, er St. Jósefs-
spitala verður afhent á næstu
dögum. Mun kostnaður þessara
tækja án tolla og söluskatts vera
um 340 þús.
Flóamark-
aðurinn er
afstaðinn
t miðvikudagsblaðinu urðu þau
leiðu mistök, að þar var birt frétt
um Flóamarkað, sem halda ætti á
sunnudaginn. Þessi Flóamarkað-
ur var haldinn siðasta sunnudag
og var þvi fréttin heldur seint á
ferðinni. Eru hlutaðeigendur
beðnir velfiröingar á þessu, svo
og þeir, sem höfðu hugsað sér að
fara á stufana á morgun.
Norðmenn
selja ól
til Brasilíu
Norska álverksmiðjan Nordisk
Aluminiumindursti samdi nýlega
um sölu á álþynnum til fiskniður-
suðuverksmiðju i Sao Paulo i
Brasiliu fyrir upphæð, sem
svarar um 270 milljónum is-
lenzkra króna. Hér er um 2500
tonn að ræða. Sama niðursuðu -
verksmiðja keypti 1000 tonn af
álþynnum frá Noregi í fyrra. Þá
hefur Nordisk Aluminumindustri
samið um sölu á álþynnum til
Júgóslaviu fyrir rösklega 180
milljónir islenzkra króna.
Frá vinstri: Kristmann Magnússon framkvæmdastjóri, llalldór Pálsson rafvirkjaineistari og Magmis
Þorgeirsson stjórnarformaður.
Ný viðgerðamiðstöð Candy-þvottavéla
Pfaff hf. opnar viðgerðamiöstöð
fyrir Candy þvottavélar, einnig
fyrir uppþvottavélar og kælitæki,
að Bergstaðastræti 7. Pfaff
prjónavéla- og saumavélaverk-
stæðið veröur áfram að Skóla-
vörðustig 1-3, einnig almenn sölu-
starfsemi.
Fyrirtækiö hóf aö flytja inn
Candy þvottavélar árið 1967, og
hefur sala þeirra aukizt dag frá
degi siðan, svo nú er sala Candy
þvottavéla um 44% af markaðn-
um. Deildarstjóri i nýju viðgerða-
miðstöðinni er Halldór Pálsson
rafvirkjameistari, sem hefur
starfað við viðgerðir og sölu á
Candy þvottavélum siðan byrjað
var að flytja þær til landsins.
Framkvæmdastjóri er Krist-
mann Magnússon, en Magnús
Þorgeirsson er stjórnarformaður.
Pfaff fyrirtækið hefur starfað
siðan 1929. gbk.
Tannlos í sauðfé í rénun
Kýlapestin ekki vandamál, ef penisillínið er notað í tíma,
segir Guðbjörn á Kárastöðum.
— EFTIIl þvi sem ég
bezt veit, er þessi sjúk-
dómur enn alveg óút-
skýrður, sagði Guðbjörn
Einarsson bóndi á Kára-
stöðum i Þingvallasveit,
er við spurðum hann um
tannlosið, sem hrjáð
hefur fé bænda á þessum
slóðum ein sex undan-
farin ár.
— Maður veit það ekki ennþá,
hvort sýkin hefur ágerzt, — sjá-
um það ekki, fyrr en við förum að
skoða féð betur seint i haust, um
leið og við gefum þvi ormalyfið.
Við munum þá skoða upp i hverja
kind, en það var ekki timi til
þessa I öllu réttaarkinu. En ein-
hvern veginn finnst mér, að held-
ur sé að draga úr tannlosinu,
sagði Guðbjörn. Maður hefur að
minnsta kosti góða von.
Eins og menn muna, bar sér-
staklega mikið á þessari sýki i
sauðfénu i fyrra. Bændur hafa
engin lyf fengið gegn henni, en
hennar gætir á öllum bæjum i
Þingvallasveit, flestum eða öllum
bæjum i Grafningi, eitthvað i
Grimsnesinu og jafnvel niðri i
ölfusi. Tannlosið hefur breiðzt
smátt og smátt út meðal fjárins
þessi sex ár. Hafi kind fengið
sjúkdóminn, missir hún að lokum
allar framtennurnar. Af 200 kind-
um Guðbjörns hefur u.þ.b. 1/5
sýkina, og mun hlutfallið eitthvað
svipað hjá þeim bændum öðrum,
þar sem verst er.
Að sögn Guðbjörns er ástandið
afleitt meðan tennurnar eru að
fara og fyrst á eftir. En það er
eins og kindurnar fái smátt og
smátt sigg á góminn, og geta þær,
er frá liður, bjargað sér all vel.
Nauðsynlegt er þó að gefa þeim
alveg fram á loðinn haga á vorin,
og taka þær siðan strax inn. er
gerir snjóföl.
— Með þvi að fara þannig mjög
varlega með þær, virðast þær
geta haldið ágætum holdum og
skilað góðum lömbum. Sjálfum
leizt mér svo illa á þetta, er það
kom upp. að ég felldi mikið af þvi
fé, sem sýkt var, — iiklega full
mikið. En það þarf sem sagt sér-
staka umhirðu, eigi þessar kindur
að komast vel af, sagði Guðbjörn.
Guðbjörn kvað kýlapestina
ekkert vandamál vera i sjálfu
sér, þar eð alveg væri hægt að
lækna hana með pensilini, ef i
tima væritekið. Hjá honum hefðu
sýkzt tvær kindur á liðnum vetri,
en pensilinið helði læknað þær
báðar.
—Stp
Háspennulínan:
Ekki enn endan-
leg ákvörðun
ENN hefur ekki verið tekin
endanleg ákvöröun um það, hvar
tengilinan milli orkuveitusvæð-
anna á Norður- og Suöurlandi
verður lögð. Cokaniðurstöður frá
Orkustofnun liggja ekki fyrir enn-
þá, en ýmsar upplýsingar liafa
verið scndar iðnaðarráðuneytinu,
og sagði Jakob Björnsson orku-
málastjóri, að cf til vill yrði
ákvörðun tekin á grundvelli
þéirra upplýsinga.
Um fjóra möguleika er að ræða
við lagningu linunnar, þ.e. um
Kjöl, Eyjafjörð, Bárðardal og svo
um Borgarfjörð og yfir Holta-
vörðuheiði. Ef siðasta leiðin verð-
ur valin, sem allmiklar likur eru
taldar á, verður háspennulinan i
byggð þvi sem næst alla leiðina,
og myndi það auðvelda allar við-
gerðir og viðhald mjög mikið.
Ennfremur er ekki eins stór-
viðrasamt á þeirri leið. Ef leiðin
um Borgaríjörð verður fyrir val-
inu, verður linan talsvert lengri
en ella, og að sögn Jakobs, er það
raunar hið eina, sem mælir i móti
þvi að leggja linuna þessa leið.
Talsvert aðrar styrkleikakröfur
yrðu gerðar, og þó að linan yrði
dýrari i upphali, gæti það borgað
sig i minna og auðveldara við-
haldi.
Eins og áður sagði, eru endan-
legar tölur ekki komnar frá Orku-
stofnun, en við þeim má búast i
siðasta lagi i nóvember. Þegar
haft er i huga hrun háspennulin-
anna á undanlörnum misserum,
er margt sem bendir til þess, að
vesturleiðin verði valin, jafnvel
þótt stolnkostnaður verði meiri.
—hs—
Hver á að stjórna
lífeyrissjóðunum?
Nokkur verkalýðsfélög halda fund um
málið á þriðjudag
EJ—Reykjavik. — Nokkur verka-
lýösfélög munu gangast fyrir
fræðslu- og umræðufundi um llf-
eyrissjóöi verkalýðsfélaganna og
stjórn þeirra eftir helgina. Segir I
fréttatilkynningu, sem blaðinu
barst i gær, aö þessi fundur hefj-
ist á Hótel Borg kl. 20.30 á þriðju-
daginn. Hafi þrjú verkalýösfélög
þegar tekið fullnaöarákvörðun
um aöild að fundinum, en þau eru
Starfsstúlknafélagiö Sókn,
Verkalýðsfélag Raufarhafnar og
Verkalýðsfélagið Vaka á Sigiu-
firöi.
1 fréttatilkynningunni segir
m.a., að það sé mjög mikilvægt,
,,að verkalýður, hvar sem er á
landinu, sameinist i baráttu gegn
stonstofnun landssambands
lifeyrissjóða með aðild atvinnu-
rekenda, og fyrir þvi að krafan
um, að atvinnurekendur viki úr
sjóðsstjórnum, nái fram að ganga
i kjarasamningunum i haust”.
Hjúkrunar
nám við
Háskólann
t gær hófst innritun stúdenta i
nýja námsbraut við Háskóla ts-
iands, námsbraut i hjúkrunar-
fræðum. Ekki mun endanlega
ákveðið, hver staða hinnar nýju
námsbrautar verður, en liklegra
er talið, að hér verði um sjálf-
stæða námsbraut að ræða, en að
námsbrautin verði höfð innan
læknadeildar.
Snyrtisérfræði
ekki enn
iðngrein
EJ—Reykjavlk. — Iðnþing Is-
lendinga, sem staðið hefur yfir
undanfarna daga i Hafnarfiröi,
hefur f jallað um erindi Félags is-
lenzkra snyrtisérfræðinga um
löggildingu snyrtisérfræði sem
iðngreinar. Iðnþingið ályktaði i
gær, að ekki væri timabært að
gera samþykkt i þessu efni á
þessu þingi.
Ein sprengjan
enn í London
NTB—Eondon. — Tvær
manneskjur, annað lögreglumað-
ur, slösuðust i gær, er sprengja
sprakk i flugstöðvarbyggingu i
London. Slökkviliðsmenn segja,
aö önnur sprengja hafi fundizt
ósprungin i byggingunni.
Um það bil 25 minútum áöur en
sprengjan sprakk, hringdi mað-
ur, sem talaði meö irskum
hreimi, til fréttastofu og kvaðst
vera með aðvörun um sprengj-
una. Mörg þúsund manns voru i
byggingunni, en fólkinu var kom-
ið á brott.
Sprengjufaraldurinn i London
og fleiri brezkum borgum hófst
hinn 18. ágúst. Sprengingin i gær
er hin fyrsta f London siðan 20.
september, en þá slösuðust fimm
hermenn við sprengingu i her-
mannabúðum.
Útflutningsverð'
mæti fisks í
Noregi jókst
um 19,3%
Utflutningur Norðmanna á fiski
og fiskvörum jókst að verðmæti
um 19,3% eða 1476 milljónir
norskra króna.sem svara til 22-23
milljarða islenzkra króna, miðað
viö fyrstu sex mánuöi fyrra árs.
Mest varð aukningin á út-
flutningsverðmæti fiskimjöls,
sem færði Norðmönnum iiátt i sex
milljarði, ef reiknaö er i islenzk-
um krónum. Verðmætisaukningin
frá þvi i fyrra er 77.8% þótt út-
flutningsmagnið hafi ekki aukizt
um nema 181 þús. tonn eða 7,3%.
Fyrir lýsisútflutning fengu Norð-
menn um 900 milljónir króna og
fyrir hert fituefni úr fiskiðnaðin-
um hátt i 1200 milljónir islenzkra
kr'óna.
Erfitt að fá fólk
til starfa í
norskum
fiskiðnaði
Samkvæmt upplýsingum frá
norska fiskiðnaðarfyrirtækinu
Frionorhafa Norðmenn tapað 30-
40milljónum islenzkra króna i út-
flutningsverðmæi/ á þessu ári, af
þvi að ekki hefur tngizt nóg fólk
til starfa i fiskiðjuverunum, sér-
staklega i Norður-Noregi.
Verðlag á fiski á heims-
markaðnum er hagstætt um
þessar mundir, og fiskafli hefur
einnig verið góður, að sögn for-
stjóra fyrirtækisins.
Hann telur að mönnum finnist
störf I fiskiðnaðinum ekki jafn
fýsileg og verið hefur og þvi verði
að vélvæða fiskiðjuverin enn
meira en gert hefur veriö.