Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 21

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 21
Deila má um hvort lög um akstur utan vega séu nægilega skýr og erfitt reynist að framfylgja refsilöggjöfinni. Akstur utan vega er vaxandi vandamál Akstur utan vega er vaxandi og viðvarandi vandamál á Íslandi. Þann vanda má m.a. rekja til fjölgunar farartækja hér á landi sem komast um hálendið, lélegrar merkingar á vegum og landakort- um og fjölgunar erlendra ferða- manna. Einnig virðast erlendir ferðamenn stundum fá rangar hugmyndir um hvað megi í gegn- um auglýsingar ferðaþjónustu- aðila og halda að hér á landi sé paradís fyrir utanvegaakstur. Aðalorsökin er þó að öllum lík- indum hugsunarleysi ferðalanga. Settur hefur verið á fót starfs- hópur sem vinnur nú skipulega að því að finna leiðir til þess að stemma stigu við akstri utan vega. Landmælingar Íslands, í sam- vinnu við Vegagerðina, hófu fyrir nokkru síðan kortlagningu allra vega og vegslóða sem hægt er að finna á landinu og hefur nú lokið því verki. Eitt af hlutverkum starfshópsins verður að koma með tillögu um hvaða vegum og veg- slóðum eigi að halda opnum. Deila má um hvort lög um akst- ur utan vega séu nægilega skýr og erfitt reynist að framfylgja refsi- löggjöfinni. Einnig eru eldri reglu- gerðir ekki í samræmi við núgild- andi lög. Starfshópurinn mun því einnig í samstarfi við aðila og félög sem koma að málinu setja fram til- lögur að samræmingu á vega-, um- ferðar- og náttúruverndarlögum og öðrum lögum ef þurfa þykir. Að mörgu er að huga og mikil- vægt að sem flestir sem málið snertir leggi sitt af mörkum. Skortur á viðvarandi fræðslu til þeirra sem hlut eiga að máli virð- ist vera eitt höfuðvandamálið. Ís- lenskir og erlendir ferðlangar þurfa að vita hvers vegna akstur utan vega er bannaður og hvar má fara og hvar má ekki fara. Það er nauðsynlegt að fá fólk á öllum aldri til að hugsa um og gera sér grein fyrir okkar við- kvæmu náttúru og þeim spjöll- um sem akstur utan vega getur valdið. Hugsanleg leið er að leyfa ein- ungis umferð um þá slóða og vegi sem merktir eru sérstaklega en annars staðar verði umferð bönnuð. Einnig skiptir máli hvers konar farartæki slóðinn er ætlað- ur fyrir. Ef keyrt er á stórum jeppa um slóða sem ætlaður er fyrir vélhjól eru afleiðingarnar augljósar. Önnur leið getur verið fólgin í að stika alla slóða sem má keyra og eins að setja upp ein- falda vegvísa á sem flestum stöð- um sem farið er um. Starfshópur um akstur utan vega mun fara yfir allar hugsan- legar leiðir næstu vikur og mán- uði og í samvinnu við félagasam- tök og aðra aðila sem málið snert- ir og finna viðunandi lausn til ár- angurs. Höfundur er fræðslu- og upp- lýsingastjóri Umhverfisstofnunar. 21FIMMTUDAGUR 16. september 2004 Undarleg brúarhljóð Í sumar hafa miklar vegaframkvæmdir verið víða hér á höfuðborgarsvæðinu og ráðamenn duglegir við borðaklippingar, þar sem ég hef mætt sem þingmaður Reykjavíkur í samgöngunefnd. Eitt all- merkilegt kom fram við eina vígsluna, nánar tiltekið vígslu brúarinnar yfir Stekkjabakka milli Kópavogs og Breið- holts. Brúin hafði tekið upp á þeim ósköpum að hafa sjálfstæðan vilja og hvína með slíkum óhljóðum að ná- grönnum varð ekki svefnsamt við óm þessarar nýju vindhörpu. Verkfræðingar Línuhönnunar sem voru höfundar verksins komu af fjöllum við þetta uppátæki mannvirkisins og hafa nú fengið viðbótarverkefni hjá Vegagerð- inni við að þagga niður í sköpunarverki sínu. Þeir hafa eflaust náð einhverjum árangri því lítið hefur heyrst af kvörtun- um vegna þessa undanfarið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á alt- hingi.is/arh Miðstýrðir kennarasamningar Það er ekki að undra þótt erfiðlega gangi að semja þegar málum er mið- stýrt á þennan hátt. Menn geta ímyndað sér hvað gerðist ef bakarar höguðu mál- um á sama veg og kennarar. Þeir semdu ekki við kúnnann um verðið á brauðinu heldur færi félag bakarameistara með „kröfugerð“ til samninganefndar sveitar- stjórna. Samninganefndir tækjust svo á um brauðverðið hjá sérstökum sátta- semjara á vegum ríkisins. Í samninga- viðræðum yrði einnig tekist á um hve mikið af brauði íbúar sveitarfélaga ættu að torga. Það er hætt við að úrvalið í bakaríum yrði ekki aðeins fábreyttara heldur má gera ráð fyrir að menn þyrftu að vera án heilhveitihorna og kanil- snúða nokkra daga eða vikur á ári þar sem ekki náðist samkomulag milli kjaranefndar bakara og launanefndar sveitarfélaga í tæka tíð fyrir verkfall. Svo væru bakarar með „starfsdag“ og þá væri heldur ekkert bakað. Líklega yrðu þó „samkeppnisyfirvöld“ fljót að skipta sér af „samráði“ bakara ef þeir færu þessa leið en ekkert hefur heyrst af af- skiptum yfirvaldanna af því víðtæka og nauðuga verðsamráði sem verkalýðs- félög eins og kennarasamtökin standa fyrir. Vefþjóðviljinn á andriki.is Ekki rétt fyrir sér Gamli jafnaðarmannaforinginn í Svíþjóð hafði ekki rétt fyrir sér. Það sem er gott fyrir Volvo er ekki endilega gott fyrir Sví- þjóð. Úti um allan heim er fólk sem hefur misst atvinnu sína og byggðarlög sem eru að leggjast í auðn af því að fyrir- tækið sem var helsti vinnuveitandinn á svæðinu uppgötvaði að einhvers staðar væri hægt að fá ódýrara vinnuafl eða borga lægri skatta eða komast af með minni mengunarvarnir. T.d. tilkynnti General Motors 2. sept. sl. að frá 2008 skuli framleiðsla Saab 9-3 í Trollhättan í Svíþjóð og Opel Vectra í Rüsselheim í Þýskalandi sameinuð á einum stað, en ekki hefur verið tilkynnt hvar. Verklýðs- félög í Svíþjóð og Þýskalandi hafa mót- mælt þessum áformum harðlega. Frjálshyggjumennirnir leggja áherslu á að einkareksturinn sé svo hagkvæmur af því að eigendurnir krefjast arðs og því hljóti fyrirtækinu að vera vel stjórnað. Ef það borgar sig að flytja starfsemina, þá skal það gert. Ef það borgar sig að breyta framleiðslufyrirtæki í fjárfestinga- fyrirtæki, þá skal það gert. Einar Ólafsson á vg.is/postur HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR UMRÆÐAN AKSTUR UTAN VEGA ,, AF NETINU 20-21 Leiðari 15.9.2004 15:37 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.