Fréttablaðið - 16.09.2004, Side 22
Í umræðunni síðustu daga hafa
menn tekið dæmi úr veraldarsög-
unni og heimfært upp á vora tíma.
Dæmin eru til þess fallin að vekja
athygli og er ekki að efa að sú ætl-
an tókst. Að líkja stefnu Evrópu-
sambandsins í sjávarútvegsmál-
um við nýlendustefnu og kvóta-
kerfinu íslenska við þrælahald
fyrri tíma verður hvorutveggja til
þess að maður leggur við hlustir.
Það verður að segjast alveg eins
og er að síðarnefnda dæmið er
með þvílíkum ólíkindum að maður
veit varla hvernig maður á að taka
því. Er manninum alvara? Telur
maðurinn í alvöru að kvótakerfið
íslenska sé sambærilegt við
þrælahald fyrri tíma?
Hvernig sér Þorvaldur Gylfa-
son fyrir sér þá tíma þegar kvóta-
kerfinu var komið á? Var þá ís-
lenska þjóðin alsæl með sinn vel
stadda sjávarútveg sem vondir
menn og ribbaldar rændu og
rupluðu út úr höndunum á henni?
Var íslenska þjóðin þá sérlega vel
meðvituð um þessa „eign“ fiskinn
í sjónum? Var þessi „eign“ þá sér-
deilis mikils virði? Hvað skyldi
hafa gert hana svo verðmæta sem
raun ber vitni? Hafa ræningjarnir
ekkert haft með það að gera?
Hvaða vondu menn eru þetta sem
vitnað er til? Eru það útvegsmenn
þessa lands eins og þeir leggja
sig?
Hvernig væri nú að LÍU tæki
grein sem þessari sem áskorun og
birti yfirlit yfir alla þá sem fengu
kvóta „gefins“ í upphafi og hversu
margir þeirra eiga þennan kvóta
enn í dag. Í þessu yfirliti væri
fróðlegt að sjá hver verðmætin
voru talin vera í upphafi og hver
verðmætin eru talin vera nú. Í
framhaldinu mætti leitast við að
skilgreina orðið „ræningja“ eða
„þjóf“. Ræningi eða þjófur sem
stelur 100 krónum og tekst að
margfalda verðmæti þeirra í
10.000 krónur, hverju á hann að
skila til baka? 10.000 þúsund krón-
unum eða 100 krónunum?
Málflutningur Þorvaldar
Gylfasonar í þessari grein er þess
eðlis að ekki er hægt að taka hann
alvarlega. Vill Þorvaldur Gylfa-
son í alvöru kippa kvótakerfinu úr
sambandi si svona? Vill hann að
veiðiheimildir útvegsmanna verði
teknar af þeim bótalaust si svona
og heldur hann að slík gjörð
mundi verða íslenskri „þjóð“ til
sérstakra heilla?
Mér er gjörsamlega ómögulegt
að skilja hvernig menn eins og
Þorvaldur Gylfason hagfræðing-
ur með Morgunblaðsritstjóra í
broddi fylkingar geta barist svo
hatrammlega fyrir þjóðnýtingu
eins og raun ber vitni í kvótamál-
inu og þjóðlendumálinu. Hvernig í
ósköpunum má það vera að menn
sem annars þykjast vera sérstakir
boðberar frjálsra viðskipta láta
sér slíka hluti um munn fara eins
og hér er vitnað til – að heimta
þjóðnýtingu lands og miða eins og
þau leggja sig?!
Hvaða ástæðu höfum við lands-
menn til að treysta ríkinu til að
eiga skilgreindan eignarrétt að
landi okkar og miðum? Hvað hef-
ur ríkið til unnið að vera slíks
trausts aðnjótandi? Hvernig er
staðan á Þingvöllum? Er aðstaðan
á Þingvöllum, þar með talin í Val-
höll, til sérstakrar fyrirmyndar?
Er íslenska þjóðin sem þar hefur
stigið niður fæti síðustu misserin
sérlega stolt og ánægð með
hversu vel íslenska ríkið hefur
staðið að málum þar?
Nei og aftur nei, íslenska ríkið
á hvorki að eiga skilgreindan
eignarrétt að landi eða miðum,
helst ekki einu sinni að húsakosti.
Íslenska ríkið hefur aldrei sýnt að
það sé til þess fallið að eiga
nokkurn skapaðan hlut. Íslenska
ríkið má og á að standa undir
rekstri heilbrigðiskerfisins,
menntakerfisins, velferðarkerfis-
ins o.s.frv. en það er ekki sérstakt
hlutverk ríkisins að eiga eignir,
allra síst landið eða miðin. „Þjóð-
in“ á mun meira í almenningunum
svokölluðu en hún á þegar ríkið er
búið að leggja þá undir sig. Þar
með er ríkið orðið eigandi og
framkvæmdavaldið hefur eignar-
réttarheimildirnar. Hvar kemur
„þjóðin“ að ákvarðanatöku fram-
kvæmdavaldsins? Hafa síðustu
misserin kennt okkur það að ríkið
og handhafi þess framkvæmda-
valdið hlusti sérstaklega mikið á
það hvað „þjóðin“ vill þegar það
hefur valdið?
Notkun hugtaka af fullkomnu
ábyrgðarleysi eins og vaðið hefur
uppi í umræðunni um „Sameign
þjóðarinnar“ er óþolandi og nú er
mál að linni! Það er kominn tími til
að hægt sé að tala vitrænt um
kvótakerfið og sjávarútvegsmál í
þessu landi án þess að verið sé að
blanda „þjóðinni“ sérstaklega inn í
það mál. Þjóðin öll á ekkert annað
sameiginlegt í þessari deilu en að
þessi atvinnugrein sé sem sterkust
og skili sem mestum verðmætum í
þjóðarbúið. Deilan snýst ekki um
„þjóðina“ annars vegar og „vondu
karlana“ hins vegar. Deilan snýst
um takmarkaðar auðlindir og mis-
munandi hagsmuni tiltekinna hópa
þjóðarinnar. Semsagt um sérhags-
muni – ekki heildarhagsmuni.
Þessi rakalausi þvættingur um
„ræningja og þjófa“ er ekki mönn-
um bjóðandi. Ég sem íslenskur
þegn hef ekki verið rænd af ís-
lenskum útvegsmönnum, frekar
en öðrum athafnamönnum þessa
lands. Sterkur rekstur fyrirtækja,
hvort heldur er í sjávarútvegi eða
öðrum greinum, kemur mér sem
íslenskum þegn til góða. Þorvald-
ur Gylfason, Morgunblaðsritstjór-
ar og aðrir – þið megið rífast um
hverjir mega eiga þetta land,
gögn þess og gæði en í guðs bæn-
um hættið að láta eins og ég sem
íslenskur þjóðfélagsþegn sé miðj-
an í því máli. ■
Margt hefur breyst í starfi kennar-
ans á liðnum árum. Þegar ég byrj-
aði að kenna árið 1979 var kennsla
í kennslustundum um 75 til 80% af
starfinu. Undirbúningur kennara
nam þá um 20 til 25%. Undirbún-
ingsvinnan var eftir hendinni unn-
in í skólanum eða heima þegar
kennara þóknaðist eða það hentaði
honum. Ef kennslan var búin gat
hann látið sig hverfa úr skólanum
ef ekki var kennarafundur. Þetta er
það sem ‘68 kynslóð foreldra man
og telur að enn sé við lýði í dag. En
hlutirnir hafa mikið breyst. Segja
má að í grunninn skiptist vinnutími
kennara í 3 þætti. Kennslu, vinnu í
skólanum og undirbúning kennslu
eða úrvinnslu. Það er ekki óeðlilegt
að kennarar hafi fastan vinnutíma
á vinnustað eins og annað fólk. Nú
er tilkominn tími sem nemur 9 til
11 stundum á viku þar sem skóla-
stjóri ræður vinnu kennara. Hann
er auðvitað yfirmaður kennara allt
árið, en þennan stundafjölda getur
hann sagt kennurum að sitja og
standa að sínum geðþótta. Meðal
starfa sem kennarar sinna á þess-
um tíma má nefna kennarafundi,
foreldrasamstarf, endurmenntun,
samstarf kennara í árgöngum og
einstökum fögum, samvinna við
sérfæðinga ýmiss konar og náms-
efniskynningar.
Einnig eru skólastjórar að setja
inn hluti sem kennarar eru ekki
sáttir við og telja ekki snúast um
kennsluna svo sem margskonar
nefndarvinna eða teymisvinna, td.
vegna afmælis skólans eða ferða-
laga starfsfólks, skipulags skólalóð-
ar, brunavarna og svo framvegis.
Fyrir 20 til 30 árum voru til þeir
sem voru kallaðir tossar. Góðum
kennurum sveið alltaf að geta lítið
fyrir þá gert. Þeim var hjálpað eins
og hægt var þá. Aðallega voru þeir
taldir óþægir og umbornir í vissu
þess að þeir myndu standa sig vel
sem togarajaxlar og vera duglegir
að afla þjóðinni gjaldeyris. Svo
reyndist líka oft fara.
Hvar eru þeir í skólakerfinu í
dag? Jú, í dag erum við iðulega með
bekki þar sem allt að 30% barna eru
með greiningu frá sérfræðingum
eða bíða þess að komast að hjá slík-
um sérfræðingum. Nú eru börnin
ofvirk með athyglisbrest eða dys-
lexíu og jafnvel með fleiri en eina af
þessum fötlunum. Kennarar fagna
því að nú skuli vera ljóst hvað ami
að og hægt sé að bregðast við því
með viðeigandi meðferð. Þetta kall-
ar á mjög aukna vinnu kennara.
Skólayfirvöld hafa líka uppálagt
skólunum að viðhafa einstaklings-
miðað nám. Kennarar eiga að mæta
hverjum einstaklingi þar sem hann
er staddur. Það þýðir að kennari fer
ekki inn að kenna 26 manna hóp
heldur 10 manna hóp og 16 einstak-
lingum. Þessir 16 þurfa oft sér
kennsluáætlun, sérstakt námsmat
og þess háttar. Yfirleitt kemur lítið
af peningum til skólanna með þessu
fólki og ekki hægt að gera það sem
æskilegast væri. Þá er það einnig
stefnan að hafa sem flesta fatlaða
einstaklinga í almennum skólum
frekar en sérhæfðum stofnunum.
Allt þetta skapar gjörbreytt vinnu-
umhverfi kennara í dag. Undirbún-
ingur kennara hefur stóraukist og
orðið flóknari. Endurmenntun er
því lífsnauðsynleg í þessu starfi
enda er kennurum gert að sinna
henni sem nemur 150 stundum á ári.
Hlutur eiginlegrar gamaldags
kennslu hefur minnkað en hvers
kyns sértæk aðstoð aukist. Hin eig-
inlega kennsla er gróft tekið því
ekki nema um 50% af vinnu kenn-
ara nú í dag. Kennarar óska þess að
lesendur átti sig á þessum atriðum
og virði störf kennara. Viðurkenni
einnig að svo vandasöm störf beri
að launa að verðleikum. ■
16. september 2004 FIMMTUDAGUR22
Kennsla utan kennslustunda
Hlutur eiginlegrar
gamaldags kennslu
hefur minnkað en hvers
kyns sértæk aðstoð aukist.
Hin eiginlega kennsla er
gróft tekið því ekki nema
um 50% af vinnu kennara
nú í dag.
JÓN GRÖNDAL
KENNARI
UMRÆÐAN
KENNARASTARFIÐ
,,
Ég get ekki orða bundist eftir lest-
ur blaðs sem barst hingað inn á
heimilið með Fréttablaðinu um síð-
ustu helgina. Blaðið ber titilinn
Femin – fyrir allar konur. Þar sem
ég er kona las ég þetta blað því
samviskusamlega spjaldanna á
milli. Rauði þráðurinn í blaðinu,
sem er 48 blaðsíður, virðist vera út-
lit og megrun og ráðleggingar um
það hvernig hægt sé að líta sem
best út, þ.e. vera grönn og með ung-
lega húð.
Aðalviðtal blaðsins upp á 4 síður
er við unga konu sem hefur um
nokkurra ára skeið þjáðst af hinum
alvarlega sjúkdómi anorexia nerv-
osa. Lýsir hún á greinargóðan hátt
upplifun sinni af þessum skelfilega
sjúkdómi og baráttunni við að ná
bata. Velt er upp þeirri spurningu
hvers vegna sjúkdómur þessi sé svo
algengur sem kunnugt er í nútíman-
um. Fyrirmyndir ungra kvenna í
tískublöðum eru nefndar og leyfi ég
mér að vitna í viðtalið sjálft: „Ef að
við fáum brengluð skilaboð um hvað
sé hið rétta útlit eða hvað sé æski-
legt til að falla inn í hópinn er voðinn
vís. Erlend tískublöð flagga gjarnan
fyrirsætum sem eru svo horaðar að
manni blöskrar. Það væri hræsni að
segja eitthvað annað en að slíkar
fyrirmyndir geta haft mikil áhrif“.
Allt er þetta virðingarvert og
ágætt innlegg í þarfa umræðu. Það
sem er hins vegar svo sláandi og
rót þess að ég skrifa þessa grein
eru hin tvöföldu skilaboð sem Fem-
in sendir lesendum sínum. Á for-
síðu blaðsins er nefnilega vel tekin
svarthvít ljósmynd af fallegri
fyrirsætu, nakinni niður að mitti.
Falleg mynd af glæsilegri afar
grannri konu sem, ef vel er að gáð,
er einmitt fyrrnefndur anorexíu-
sjúklingur sem viðtal er við
nokkrum síðum síðar. Fyrirsögnin
utan á blaðinu: Minn eigin fangi –
baráttan við átröskun. Glöggt auga
þarf til að átta sig á að örgranna
fyrirsætan á forsíðunni er sjúkling-
urinn úr viðtalinu. Ekki er að sjá
annað en hún geisli af heilbrigði og
gæti sómt sér vel meðal hinna
„glæsilegu“ súpermódela tísku-
heimsins. Ekki eru myndirnar sem
fylgja viðtalinu síðri – myndir sem
hver fyrirsæta gæti verið stolt af.
Annað efni í blaðinu er einnig
þeirrar gerðar sem hvetur til megr-
unar. Einn smápistillinn hefur yfir-
skriftina: Aukakílóin. Í honum eru 8
stutt ráð um hvernig halda megi
aukakílóunum í skefjum. Meðal
annars eru konur hvattar til að
halda dagbók yfir hvað þær borða,
vigta sig reglulega og fara yfir
hversu mikil hreyfing þeirra sé í
hverri viku. Einnig eru þær hvattar
til að lesa innihaldslýsingar mat-
væla og að lokum minntar á að því
lengur sem maður nær að halda
kílóunum í skefjum, þeim mun auð-
veldara verði þetta.
Kornið sem fyllir svo algjörlega
mælinn – og jók á hneykslan undir-
ritaðrar – var svo smápistill á síð-
ustu blaðsíðunni sem ber yfirskrift-
ina: „Hafðu stjórn á hungrinu“. Þar
eru samankomin 6 lítil ráð um
hvernig komast eigi yfir hungurtil-
finningu (án þess að borða nokkurn
matarbita að sjálfsögðu)! Í mínum
huga hefði pistill þessi alveg eins
getað heitið: Leiðbeiningar fyrir
verðandi anorexíusjúklinga.
Það er sorglegt að sjá aðstand-
endur Femin falla í þá gryfju að
senda svo tvöföld skilaboð. Annars
vegar bendir blaðið á afleiðingar
hinnar sífelldu pressu sem er á
konur/stúlkur í dag og kemur m.a.
fram í fjölgandi tilfellum átröskun-
ar. Hins vegar flaggar blaðið allt of
grönnum fyrirsætum, hvetur til
megrunar og ýtir undir útlitsdýrk-
un. Á hvoru eiga lesendur að taka
mark?
Höfundur er læknir.
Misvísandi skilaboð?
Í kvöld efnir Stúdentaráð Háskóla
Íslands, undir forystu Vöku, til
mótmælastöðu fyrir framan Þjóð-
arbókhlöðuna klukkan sjö en þá
verður húsinu lokað, í stað tíu
áður. Stúdentaráð mun stilla upp
stólum og borðum fyrir framan
Þjóðarbókhlöðuna til þess að stúd-
entar geti haldið áfram að læra
eftir lokun. Tilgangurinn er að
mótmæla skertum opnunartíma
Þjóðarbókhlöðunnar en ekki
fékkst fé í ár, líkt og áður, til að
greiða þann kostnað sem til fellur
við kvöld- og helgaropnun safns-
ins. Það var hátíðleg athöfn þegar
Þjóðarbókhlaða Landsbókasafns-
ins var opnuð 1. desember 1994.
Þá var um aldarfjórðungur liðinn
frá því að undirbúningur hófst á
framkvæmdinni. Það skýtur
skökku við nú tíu árum síðar að
ekki skuli vera vilji til þess að
tryggja aðgang stúdenta að þessu
glæsilega húsi sem svo lengi var
verið að byggja.
Háskólaráð hefur tekið ákvörð-
un um að framvegis muni Háskól-
inn ekki greiða Landsbókasafninu
þær rúmlega 14 milljónir sem
kvöld- og helgaropnun kostar.
Þess í stað var ákveðið að setja
peningana í sjóð fyrir Háskóla-
torg sem Háskólinn hyggst
byggja í bráð. Stúdentum hefur
verið lofað betra aðgengi að bygg-
ingum Háskólans þar sem opnun-
artími þeirra verður lengdur og
kennslustofur boðnar stúdentum
til að lesa í á kvöldin. Það mun þó
ekki koma í staðinn fyrir Þjóðar-
bókhlöðuna þar sem t.d. tungu-
málanemar reiða sig á handbækur
sem dýrt er að kaupa.
Stúdentaráð benti strax á
möguleika í stöðunni sem gætu
tryggt stúdentum áfram aðgang
að bestu lesaðstöðu Háskólans.
Þjóðarbókhlaðan er þannig úr
garði gerð að mikinn mannafla
þarf til halda henni opinni. Lítils-
háttar breytingar á húsinu gætu
dregið úr þörfinni á mörgum
starfsmönnum. Með því að loka 4.
hæð safnsins á kvöldin væri hægt
að spara heilt stöðugildi enda eru
langflest lesborðin á 3. hæðinni.
Þessar tillögur eru neyðarúrræði,
enda markmið Stúdentaráðs að
tryggja stúdentum áframhaldandi
aðgang að safninu í núverandi
mynd.
Stúdentaráð hefur jafnframt
gagnrýnt val Háskólans að verja
20 milljónum króna í skraut-
grindur utan á Öskju í stað þess
að setja þann pening í hlut sem
nýtist stúdentum. Ráðinu hefur
verið bent á að það sé skylda að
leggja ákveðna prósentu af
byggingarkostnaði opinberra
bygginga í skraut. Ég leyfi mér
að efast um að viðurlög við slíku
broti séu hörð enda er Askja
klædd dýrindis graníti, flutt alla
leið frá Kína.
Stúdentaráð leggur það til að
Háskólaráð endurskoði ákvörðun
sína um framlag til Landsbóka-
safnsins, að menntamálaráðu-
neytið leggi sitt af mörkum til að
tryggja aðgengi stúdenta að bygg-
ingunni og að forsvarsmenn
Landsbókasafnsins taki tillögur
Stúdentaráðs til skoðunar.
Mætum í kvöld með bækurnar,
tökum okkur stöðu og tryggjum
aðgengi að bestu lesaðstöðu Há-
skólans. ■
Opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar mótmælt
JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR
FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS
UMRÆÐAN
ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
INGUNN JÓNSDÓTTIR
SKRIFAR UM MEGRUN OG LYSTARSTOL
Það er sorglegt að
sjá aðstandendur
Femin falla í þá gryfju að
senda svo tvöföld skilaboð.
Annars vegar bendir blaðið á
afleiðingar hinnar sífelldu
pressu sem er á konur/stúlk-
ur í dag og kemur m.a. fram í
fjölgandi tilfellum átröskunar.
Hins vegar flaggar blaðið allt
of grönnum fyrirsætum, hvet-
ur til megrunar og ýtir undir
útlitsdýrkun.
,,
Er þjóðnýting
okkar æðsta ósk?
SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR
ÁHUGAMAÐUR UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
UMRÆÐAN
KVÓTAKERFIÐ
22-35 (22-23) Umræðan 15.9.2004 15:20 Page 2