Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 116 stk. Keypt & selt 37 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 12 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 30 stk. Tilkynningar 4 stk. Græna aldan heldur áfram BLS. 2 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 16. september, 260. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.54 13.22 19.49 Akureyri 6.37 13.07 19.36 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Stærsta vandamálið sem ég hef rekist á er litaval á herbergið, vegna þess að þau eru af sitthvoru kyninu,“ segir Linda Þorvaldsdótt- ir, textílhönnuður og dagmamma, um her- bergi barna sinna, Þorvaldar 4 ára og Unu 2 ára, sem þau deila. Linda segist hafa farið í gegnum miklar vangaveltur hvort hún ætti að mála einn vegg bleikan og annan bláan en hafi svo endað á því að mála herbergið í hlut- lausum lit. „Ég var mikið búin að pæla í þessu, en sennilega verð ég bara að salta þetta þar til þau eru í sitthvoru herberginu,“ segir Linda hlæjandi. Annars segir hún mik- ilvægast að börnin hafi nægilegt rými fyrir leik og því setji hún bara það allra nauðsyn- legasta inn í herbergið. Hins vegar segir hún það litlu skipta hversu stórt herbergið sé því leikföngin rati alltaf út. „Þau eru að fara í ferðalög og búðarferð- ir um alla íbúð,“segir Linda og brosir. Við skipulagningu á leikföngunum setti hún hillu úr IKEA á einn vegginn og segir hana vera algera snilld þar sem hægt er að raða körfum í hana. „Hillan virðist taka enda- laust við og þessar körfur eru frábærar og góð leið til að láta allt líta vel út,“ segir Linda. Sambúð barnanna segir hún ganga ágæt- lega og þau deili herberginu í blíðu og stríðu í orðsins fyllstu merkingu. Eins og önnur systkini rífist þau allan daginn en sakni hvors annars mjög mikið þegar þau eru ekki saman þó herbergið hafi sennilega lítið með það að gera. „Ég er hins vegar á þeirri skoð- un að betra sé fyrir börn að vera af sama kyni ef þau deila, og það hefur svo sem ekk- ert með litavalið að gera,“ segir Linda og brosir. kristineva@frettabladid.is Sjá síðu 5 Tvö saman í herbergi: Ferðalög og búðar- ferðir um alla íbúð ferdir@frettabladid.is Réttastemningin er í algleymi um land allt og dagana 18. og 19. september verður mikið fjör í Aust- ur-Húnavatnssýslu, þar sem fer fram stóðsmölun í Laxárdal og réttir í Skrapatungu- rétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönn- um í eyðidaln- um Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta. Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungu- rétt er í um 15 mínútna akstursfjar- lægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín. Laugardagskvöldið verður haldið til grillveislu í reiðhöllinni við Blönduós og partístemningin nær svo hámarki á dansleik síðar um kvöldið. Á sunnudagsmorgun hefj- ast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 10. Upplýsingar og bókanir í stóðsmölun, í síma 891 7863 eða í netfangi haukur@anv.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu flugi þann 6. október frá Íslandi til Rómar. Flogið er heim 10. október. Íslenskir farastjórar eru Ólafur Gíslason, Halldóra Frið- jónsdóttir og Arnbjörg María Danielsen og munu þau leiða ferðalanga um árþúsundamen- ningu og andrúmsloft sem er ein- stakt í heiminum. Skoðunarferðir verða á Péturstorgið, í Péturs- kirkjuna og Vatíkanið og meistara- verk endurreisnartímans, barokk- kirkjur og stórkostleg meistaraverk Michelangelos skoðuð. Gengið verður um torgin í Róm og fylgst með litríku mannlífinu á Piazza Novona og við hinn fræga Trevi- brunn. Hægt er að velja um þriggja og fjögurra stjörnu hótel í mið- borginni. Þorvaldur og Una deila saman herbergi í blíðu og stríðu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, hefur þú nokkuð eignast barn? Kolaport í heimahúsi Vegna flutnings eru til sölu ýmsir hlut- ir t.d. eitt par ítalskir drottningarstólar, snyrtiborð, litlar og stórar styttur, antikmunir og fl. Uppl. í s. 846 4878. Til sölu mjög góð Hotpoint þvottavél 1200 snúninga ca. 4 ára. Uppl. í s. 699 5165. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 23 (01) Allt forsíða 15.9.2004 16:15 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.