Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 25
FIMMTUDAGUR 16. september 2004 NÝBÝLAVEGUR 12, KÓPAVOGUR SÍMI 554 4433 Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Stakir jakkar í mörgum gerðum Föt fyrir allar konur Fáðu flott munnstykki STÁLARMBÖND OG HLEKKIR LÆKJARGATA 34C • HAFNARFIRÐI Laugarvegi - Reykjavík Dalshrauni - Hafnarfirði Skólabraut - Akranesi Hólmgarði - Reykjanesbær Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N NÝJAR PEYSUR STR.S-XXL OG 42-56 Ljósir litir og kvenlegt yfirbragð voru áberandi á tískuvikunni í New York sem lauk í gær. Helstu forkólfar tískuheimsins voru saman komnir þar til að fylgjast með því sem koma skal í tískunni næsta sumar. Skærir litir eins og gulur, bleikur og appelsínugulur voru víða sjáanlegir. Sumarlína Önna Sui var mjög í anda hippakúrekastílsins sem greini- lega heldur áfram í gegnum vet- urinn og fram á sumar þegar rómantíkinni verður blandað meira með. Tjullpils, golftreyjur, munstur og satín verður vinsælt, glamúrinn helst inni og háir hæl- ar, kjólar, hattar, klútar og djarf- ar litasamsetningar setja svip á næsta sumar. Þessar sýningar voru bara byrjunin á tískusýningum haustsins. Á sunnudaginn hefst tískuvikan í London og stendur til 23. september. Parísartískan fylgir í kjölfarið 4.-11. október. ■ Sumartískan 2005 kynnt í New York: Kvenleiki og glamúr Ný verslun með barnaföt og fatn- að fyrir barnshafandi konur hefur verið opnuð í Kirkjulundi 17 í Garðabæ. Verslunin heitir Luka og er í eigu ungu hjónanna Örvars og Hörpu. Verslunin var áður net- verslun og áfram er hægt að nálg- ast vörurnar á netinu. „Við sérhæfum okkur í fatnaði á 0-24 mánaða og erum þar að auki með afar fallegan fatnað fyrir barnshafandi konur. Við erum líka með mikið af barnavör- um eins og leikföng, baðvörur og margt fallegt til sængurgjafa. Þar má nefna Colorique-línuna sem samanstendur aðallega úr textílefnum sem eru skreytt með ýmsum aukahlutum. Vörurnar eru hollensk hönnun og fram- leiddar á Indlandi,“ segir Ívar. „Colorique notar einungis há- gæðaefni eins og silki, flauel, jacquard, hörefni og bómul í textílvörurnar og við litun á efn- unum eru bara notuð umhverfis- væn litarefni.“ Ívar segir framleiðendur var- anna hjá Luka eiga það sameigin- legt að framleiða gæðavörur sem njóta mikilla vinsælda í Evrópu og víðar. „Markmið Luka er að bjóða gæðavörur fyrir móður og barn. Við leggjum mikla áherslu á gæði vara okkar og að þjónusta við- skiptavinunum vel. Ætlun okkar er einnig að koma með ýmsar nýj- ungar á barnavörumarkaðinn á Ís- landi. Vörumerki okkar eru frá Hollandi, Belgíu, Frakklandi og síðar í haust einnig frá Svíþjóð.“ ■ Í versluninni Luka í Garðabæ er boðið upp á fallegan klæðnað fyrir þungaðar konur auk barnafatnaðar og gjafavöru. Ný verslun í Garðabæ: Fatnaður og gjafavara fyrir ung börn Rómantískt frá Önnu Sui. Hippalegur kúrekastíll frá Önnu Sui. Kvenlegt og rómantískt frá Oscar de la Renta. Sjötti áratugurinn svífur yfir vötnum í þessu dressi frá Michael Kors. Kvenlegt frá Carmen Marc Valvo. Gulur verður áberandi næsta sumar. Kjóll frá Betsey Johnson. Einfalt að hætti Marc Jacobs. Bleikar blúndur frá Betsey Johnson. Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - 24-25 (02-03) Allt tíska 15.9.2004 16:08 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.