Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 26
Lampar í herbergi eða stofu eru tilvalin leið til að milda birtu á heimilinu. Hægt er að koma þeim fyrir hvar sem er, á borði, gólfi eða í hillu eða þar sem sérstakrar birtu er þörf. Styrk á ljósaperu skal velja eftir því hvaða hlutverki lampinn á að gegna, hvort sem hann eigi að lýsa til við lestur eða gefa mjúka birtu ásamt kertaljósi. Auk þessa eru fallegir lampar mikil prýði á hverju heimili. Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið falleg rimlarúm í úrvali fyrir börnin. RIMLARÚM Í ÚRVALI ÍBÚÐARHÚS - FRÍSTUNDAHÚS BYGGÐ ÚR NORSKUM KJÖRVIÐI - NÁTTÚRUVÆN FÚAVÖRN RC-Hús ehf. Grensásveg 22, Reykjavík - Sími 5115550 netfang r Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa Það getur verið stórskemmtilegt að innrétta barnaherbergi enda er þar tækifæri til að láta ímynd- uraflið njóta sín. Steinunn Jóns- dóttir innanhússarkitekt segir að fyrstu skrefin við að skipuleggja herbergi séu þau sömu og þegar um önnur herbergi er að ræða. Í fyrsta lagi sé það skipulagning þar sem leitast er við að nýta rým- ið sem best. Mikilvægt sé að velja húsgögn sem falla vel að rýminu og með tilliti til þess að nota þau. Rúmið má til dæmis ekki vera það fínt að ekki megi leika í því og skrifborð þarf að nýtast í fleira en bara heimalærdóminn. Í öðru lagi þarf að huga að litavali og lýs- ingu, sem skiptir miklu máli hvað varðar stemninguna í herberginu. Steinunn segir að varast skuli að hafa mikið af sterkum litasam- setningum, velja frekar milda og fallega liti án þess þó að draga úr líflegheitum herbergisins. Lýsing er gífurlega mikilvæg og er atriði sem er oft ekki nægi- lega sinnt að mati Steinunnar. Oft sé staðan sú að eitt ljós sé sett í loftið og látið nægja en sú birta nýtist ekki nægilega vel. Að sjálf- sögðu þarf að vera gott ljós í loft- inu en á náttborði og við skrifborð þarf að hafa sérstakt ljós. Ef kveikt er aðeins á lömpum og loft- ljósið slökkt getur það breytt leik- herbergi í svefnherbergi á svip- stundu. ■ „Við vildum fyrst og fremst hafa herbergið kósí,“ segir Helena Kr. Hrafnkelsdóttir hárgreiðslu- meistari um herbergi barna sinna, þeirra Hrafnkels og Agnesar. Upphaflega var herbergið inn- réttað fyrir Hrafnkel einan þannig að herbergið hefur á sér strákslegan brag sem er senni- lega sökum þess að á veggjunum er blátt veggfóður. „Veggfóðrið er svo fallegt að ekki þarf neitt meira á veggina, auk þess sem loftið kemur í boga og lítið rými fyrir veggskraut nema fyrir ofan rúmið. Og ég er alveg á móti því að setja eitthvað fyrir ofan rúmið því í jarðskjálftum getur það allt hrunið niður,“ segir Helena en veggfóðrið fékk hún í Vefnum í Garðabæ. Húsgögnin eru úr Ikea og valdi Helena sérstaklega stíl- hrein og falleg húsgögn sem geta vaxið með börnunum, og er rúm Hrafnkels stækkanlegt. „Við tókum þá ákvörðun að setja ekki fataskáp í herbergið því það hefði minnkað það svo mikið,“ segir Helena, sem er þeirrar skoð- unar að ekki megi setja of mikið inn í herbergi barnanna því þá verði það ekki nægilega notalegt. „Það er líka mjög sniðugt að vera með nokkra lokaða kassa utan um leikföngin svo ekki sé allt úti um allt,“ segir Helena. kristineva@frettabladid.is Skemmtilegir snagar lífga upp á barnaherbergið. Barnaherbergi innréttað: Nýta rýmið sem best Krítartöflumálning: Krotað á veggina Börn eru gjörn á að teikna á vegg- ina heima hjá sér við lítinn fögnuð foreldra sinna. Skemmtileg lausn á því vandamáli er að verða sér út um sérstaka krítartöflumálningu sem hægt er að blanda í öllum litum og fæst meðal annars í Húsa- smiðjunni. Hægt er að mála heilu veggina með málningunni eða hurðir svo úr verði krítartöflur á þeim stöðum sem börnin eru lík- legust til að krota á. Börnin geta verið vanin á að skrifa aðeins á þetta tiltekna svæði og getur öll fjölskyldan skemmt sér við að búa til heilu listaverkin á veggina, og þvegið þau svo auðveldlega af með rökum svampi. ■ Ratljós: Vísar veginn á nóttunni Í versluninni Glóey í Ármúlanum er hægt að fá lítil 1,5 watta ljós sem stungið er beint í innstungu. Dauf birta kemur af ljósinu sem getur veitt litlu hjarta huggun ef vaknað er um miðja nótt, auk þess sem ljósið nýtist vel sem rat- ljós ef því er komið fyrir niður við gólf eða nálægt hurð. Hægt er að koma öðru ljósi fyrir inn á baðher- bergi ef þörf er á klósettferð eða við herbergi mömmu og pabba er leiðin liggur þangað. ■ Einstaklega stílhreint og hlýlegt herbergi þar sem börnunum líður vel. Innlit: Stílhreint en hlýlegt Leikföngin eru skipulögð í lokaða kassa og staflað upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA SO N Gardínurnar eru látnar koma aðeins frá glugganum svo hann fái að njóta sín vel, auk þess sem efnis- og litaval á gardínunum dregur ekki athygli frá sjálfum glugganum. 26-27 (4-5) Allt heimili 15.9.2004 16:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.