Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 36
23FIMMTUDAGUR 16. september 2004
Er dýrt að reka strætisvagnana?
Nú styttist í að nýtt leiðakerfi
Strætó verði tekið upp. Nokkuð
hefur verið um það fjallað og hefur
m.a. komið fram að bæjarstjórar á
höfuðborgarsvæðinu séu ósáttir
við aukinn rekstrarkostnað upp á
170-180 milljónir til viðbótar við
það sem kerfið kostar nú. Bæjar-
stjórinn í Kópavogi hefur látið hafa
eftir sér að hugmyndir um aukna
nýtingu á strætisvögnunum séu ef
til vill ekki raunhæfar, enda sé
bílainnflutningur mikill og engar
vísbendingar sem bendi til þess að
almenningur sé tilbúinn til að
breyta sínum venjum. Jafnframt
hefur hann sagt að samgöngubæt-
ur sem þurfi að gera á höfuðborg-
arsvæðinu miðað við það hvernig
umferðin vaxi á næstu árum muni
kosta tugi milljarða. Þessi framtíð-
arsýn bæjarstjórans er býsna svört
og vekur upp spurningar um hvort
og þá hvernig sveitarfélögin geti
stuðlað að því að þróunin verði
önnur og hugnanlegri.
Þeim fjölgar stöðugt sem þurfa
að komast leiðar sinnar eftir götun-
um og æ oftar sitja vegfarendur
fastir í umferðarteppu því gatna-
kerfið ræður ekki við umferðina.
Umferð einkabíla á höfuðborgar-
svæðinu stefnir í óefni og við henni
þurfa ríki og sveitarfélög sífellt að
bregðast með kostnaðarsömum og
jafnvel umdeildum aðgerðum. En
hve lengi er hægt að breikka götur?
Hve mikið er hægt að stækka
gatnamót? Er skynsemi í því að búa
til gatnakerfi neðanjarðar eins og
hugmyndir eru um? Sveitarfélögin
verða að skoða vandlega alla kosti
sem mögulegir eru og efldar al-
menningssamgöngur og áhersla á
breyttar ferðavenjur almennings
hljóta að koma mjög til álita.
Ferðavenjur fólks breytast
varla af sjálfu sér. Verði ekkert að
gert mun þróunin eflaust verða
eins og bæjarstjórinn í Kópavogi
sér fyrir sér. Mörg erlend dæmi
eru um það að stjórnir bæja og
borga beiti sér af krafti fyrir
breyttum ferðavenjum fólks með
ýmiss konar takmörkunum á um-
ferð einkabíla, öflugum og ódýrum
almenningssamgöngum og greið-
um hjólreiðaleiðum svo eitthvað sé
nefnt. Hér hefur gott net göngu-
stíga átt sinn þátt í því að þeim
fjölgar sem kjósa að hjóla í vinn-
una. Sveitarfélögin geta svo sann-
arlega stýrt því með ýmsum leið-
um hvernig fólk ferðast innan höf-
uðborgarsvæðisins og það er hægt
að ýta undir breytta hegðun fólks í
þeim efnum. Mörg rök hníga að því
að afar brýnt sé að gera það. Það
dregur úr umferð og minnkar þörf
á óhemjudýrum og plássfrekum
framkvæmdum í gatnakerfinu,
mengun verður minni og þar með
gróðurhúsaáhrif, heimilin, sveitar-
félögin og ríkið spara, eignatjón í
umferðinni verða minni sem og
slys á fólki svo eitthvað sé nefnt.
Um leið og nýtt leiðakerfi er
tekið í notkun þurfa sveitarfélögin
að reka áróður fyrir almennings-
samgöngum og sýna fram á t.d.
beinharðan sparnað heimilanna
með því að nota strætó. Það þarf að
huga sérstaklega að þeim sem lík-
legastir eru til að nota strætó mest
s.s. unglingum og ungmennum í
eldri bekkjum grunnskólanna og
framhaldsskólanna. Gott leiða-
kerfi og ódýrari fargjöld munu
leiða til þess að fleiri þeirra noti
strætó og skilji kostnaðarsaman
bílinn eftir heima. Það myndi
draga verulega úr umferðarþung-
anum. Mjög ódýrt eða jafnvel
ókeypis í strætó fyrir börn og ung-
linga er kostur sem þarf að athuga
þannig að foreldrar dragi úr enda-
lausum akstri með börn sín allra
erinda sem þau þurfa að fara.
Sveitarfélögin geta stuðlað að
aukinni notkun strætó með mark-
vissri fræðslu til þessa aldurshóps
í skólunum. Að þetta sé álitlegur
kostur til þess að koma sér í skól-
ann. Takist vel til má breyta við-
horfum til almenningssamgangna,
því auðvitað skilar það sér inn á
heimilin ef börn og unglingar nota
strætó og finnst það bara gott og
fínt. Kannski fara foreldrarnir þá
að nota strætó líka til að koma sér í
og úr vinnu og fjölskyldan getur
svo notað peningana sem sparast í
annað.
Auðvitað er ekki viðunandi fyrir
sveitarfélögin að auka fjárútlát til
almenningssamgangna án þess að
notkunin aukist verulega frá því
sem nú er. En það er ekki hægt að
horfa einangrað á þá kostnaðar-
aukningu sem nýtt leiðakerfi
Strætó hefur í för með sér heldur
þarf að skoða hvað felst í þeim
kostnaði, hvort þjónustan verði
betri og notkunin meiri. Endurbætt
leiðakerfi Strætó getur verið mikil-
vægt skref í því að breyta ferða-
venjum almennings á höfuðborgar-
svæðinu og að draga úr umferð
einkabíla. Gerist það er líklegt að
ekki verði sama þörf á gatnafram-
kvæmdum og bílastæðum. Loft- og
hljóðmengun verður minni og því
minni þörf á dýrum mótvægisað-
gerðum. Sparnaður kæmi einnig
fram hjá heimilunum og ríkinu og
því má segja að ef að vel takist til
geti gott leiðakerfi Strætó verið
þjóðhagslega hagkvæmt.
Höfundur situr í bæjarstjórn
Kópavogs fyrir Samfylkinguna.
BRÉF TIL BLAÐSINS
DIPLÓMANÁM Í VERSLUNARSTJÓRNUN
Við þökkum fyr ir starfsmenntaverðlaunin 2004 fyr ir
Norðurpóllinn getur
ekki bráðnað
Þorvaldur Örn Árnason skrifar:
Í fréttaviðtali sem Óli Kristján Ármanns-
son átti við menn úr starfshópi á vegum
utanríkisráðuneytisins um nýjar siglinga-
leiðir kemur ítrekað fram alvarlegur mis-
skilningur sem vert væri að blaðið leið-
rétti. Þar er haft eftir Gunnari Pálssyni
sendiherra og formanni starfshópsins:
„Sumir vísindamenn telja að svo geti far-
ið að Norðurpóllinn sjálfur verði horfinn
á innan við 100 árum“. Nokkrum línum
neðar segir svo: „Gunnar segir að verði
af bráðnun pólsins blasi við að öllu flutn-
ingakerfi og samgöngum á sjó í heimin-
um verði gerbylt.“
Hér kemur fram misskilningur á því hvað
norðurpóllinn eða öðru nafni norður-
skautið er. Norðurpóllinn getur nefnlega
ekki bráðnað. Þó allur hafís í Norður-Ís-
hafinu bráðni verður norðurpóllinn
áfram á sínum stað. Hann er nefnilega
snúningsás jarðar og svo lengi sem jörð-
in heldur áfram að snúast um sjálfa sig
(og það verður að líkindum býsna lengi)
verður norðurpóllinn áfram á sínum
stað.
Heimskautin eru merkilegir staðir. Þar er
sólarhæð nánast sú sama allan sólar-
hringinn og segja má að þar sé dagur
hálft árið og nótt hinn helminginn. Þetta
er eitt af því sem ég reyni sem náttúru-
fræðikennari í grunnskóla að kenna
ungu kynslóðinni svo hún fari ekki með
álíka rugl í fjölmiðla þegar hún kemst til
vits og ára.
Orð í tíma töluð
Steinunn Eyjólfsdóttir rithöfundur skrifar:
Mig langar til að biðja Fréttablaðið að
koma á framfæri þakklæti til Áslaugar
Jónsdóttur bókagerðarkonu fyrir grein
hennar um íslenska þjóðbúninginn í
blaðinu á mánudaginn. Þetta voru orð í
tíma töluð.
Það er ekki hægt að
horfa einangrað á þá
kostnaðaraukningu sem nýtt
leiðakerfi Strætó hefur í för
með sér heldur þarf að
skoða hvað felst í þeim
kostnaði, hvort þjónustan
verði betri og notkunin meiri.
HAFSTEINN KARLSSON
BÆJARFULLTRÚI
UMRÆÐAN
ALMENNINGS-
SAMGÖNGUR
,,
NÝTT LEIÐAKERFI STRÆTÓ Sveitarfélögin þurfa að huga sérstaklega að þeim sem lík-
legastir eru til að nota strætó mest, s.s. unglingum og ungmennum í eldri bekkjum
grunnskólanna og framhaldsskólanna, segir greinarhöfundur.
22-35 (22-23) Umræðan 15.9.2004 16:27 Page 3