Fréttablaðið - 16.09.2004, Side 41
Í dag verður rokkarinn ástsæli
Pétur W. Kristjánsson lagður til
hinstu hvílu en hann lést langt
fyrir aldur fram, 52 ára að aldri,
3. september. Banamein þessa sí-
unga rokkara sem setti áberandi
svip á íslenskt tónlistarlíf á átt-
unda áratug síðustu aldar var al-
varlegt hjartaáfall en hann lá
meðvitundarlaus milli heims og
helju í rúma viku áður en hann
lést.
Íslenska rokkið holdi klætt
Pétur kom víða við á löngum og
litskrúðugum ferli. Hann starfaði
með mörgum nafntoguðustu
hljómsveitum blómatíma stór-
hljómsveitarokksins en hann hóf
ferilinn með Pops árið 1966 og
varð að „öðrum ólöstuðum tákn
íslenska rokksins á 8. áratugn-
um“, eins og Gunnar Hjálmars-
son orðar það í bók sinni Eru ekki
allir í stuði.
Björgvin Gíslason starfaði
lengi með Pétri meðal annars í
Pops, Náttúru og Pelikan. „Þegar
maður hugsar til baka þá furðar
maður sig á dugnaðinum í Pétri.
Hann var ofboðslega duglegur og
rak þessi bönd meira og minna og
var alltaf á þönum að auglýsa
þau, fór endalaust á blöðin og tók
allan þennan pakka. Hann var
mikill orkubolti. Kannski full
bjartsýnn á köflum en maður fer
nú langt á bjartsýninni.
Björgvin spilaði um skeið með
Pops á hinum margrómuðu nýárs-
böllum sveitarinnar sem voru
stíluð inn á 68-kynslóðina. „Það
var ekki mikið mál að ná upp
stuði því um leið og þetta lið heyr-
ir gömlu lögin fer allt í gang.“
Pétur er þekktur fyrir að hafa
alla tíð átt í basli með að muna
textana en Björgvin segir að hann
hafi aldrei verið í vandræðum
með að snúa sig út úr því. „Hann
var alltaf með textablöðin með
sér og rýndi í þau og hefur sjálf-
sagt bullað eitthvað á köflum.
Hann var kominn með lesgler-
augu undir það síðasta. Kominn
smá stíll á hann en hann var þó
ekki mikið fyrir að nota þau.“
Björvin segir þó að aldurinn
og gleraugun hafi ekki dregið nið-
ur í rokkaranum í Pétri sem var
trúr tónlistinni og stílnum þar til
yfir lauk. „Hann var líka fyrst og
fremst trúr sjálfum sér og breytt-
ist bara ekki neitt öll þessi ár.
Hann var bara Pétur Wigelund og
það var bara fínt.“
Stælóttir unglingar á miðjum aldri
„Við vorum miklir og góðir vinir
og unnum mjög náið saman síð-
ustu 10 árin,“ segir Jón Ólafsson
bassaleikari sem hefur brallað
ýmislegt með Pétri í gegnum tíð-
ina, en hann hefur spilað manna
lengst með Pétri. Þegar Pétur og
Jón voru unglingar voru þeir báð-
ir bassaleikarar og söngvarar.
„Ég var í Sonet og Pétur í Pops en
við byrjuðum að vinna saman í
Pelikan eftir að hann lagði bass-
ann til hliðar. Ég fékk svo inn-
göngu í Pops þegar ég var fertug-
ur.“
Jón segir að það hafi alltaf ver-
ið sérstök tilfinning að koma sam-
an einu sinni á ári á nýársböllum
Pops. „Það var alltaf rosaleg til-
hlökkun að hittast, allir félagarn-
ir. Þá breyttust menn í unglinga
með tilheyrandi stælum og
húmor. Mikið hlegið og rosalega
gaman.“
Jón segir að Pétur hafi verið
með allra skemmtilegustu mönn-
um og það hafi aldrei verið logn-
molla í kringum hann. „Hann var
mikill húmoristi og var nánast
með sitt eigið tungumál á köflum,
með alls konar orðaleiki og hljóð
sem fáir kunnu. Ég var búinn að
læra þetta allt hjá honum. Var
toppnemandi og hann sagði að ég
væri búinn að ná þessu svo vel að
ég gæti jafnvel gert þetta betur
en hann.“
Pétur var kvæntur Önnu Lind
Skúladóttur og áttu þau tvö börn,
Írisi Wigelund og Kristján Karl,
sem bæði eru liðlega tvítug. Þá
var kjörsonur Péturs og Önnu,
Gunnar Eggert Gunnarsson sem
er 15 ára.
Foreldrar Péturs eru tónlistar-
maðurinn Kristján Kristjánsson,
sem gerði garðinn frægan með
KK-sextettinum, og Erla Wig-
elund, en saman reka þau hjónin
Verðlistann við Laugalæk. Pétur
átti tvær systur, Þorbjörgu og
Sigrúnu Júlíu.
Pétur verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju í dag klukkan 15.
28 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
LAUREN BACALL 1924
Þessi eðalleikkona og ekkja töffarans
Humphreys Bogart er 80 ára í dag.
ANDLÁT
Inga Eyfjörð Sigurðardóttir, Ægisgötu
38, Vogum, lést 8. september.
Gunnar H. Sigurðsson, Hjallalandi 7,
lést 13. september.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir (Stella), Álf-
hólsvegi 129, lést 11. september.
JARÐARFARIR
13.30 Þórarinn Þórarinsson, Mánabraut
9, Kópavogi, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.30 Haukur Smári Guðmundsson,
Móasíðu 7e, Akureyri, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju.
13.30 Laufey Ólafsdóttir, Skriðustekk 1,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
14.00 Jóna Guðmunda Jónsdóttir, Blika-
hólum 4, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
15.00 Pétur W. Kristjánsson tónlistar-
maður verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju.
15.00 Guðni Frímann Ingimundarson,
Hólmgarði 64, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju.
AFMÆLI
Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður er 64
ára.
Arthur Björgvin Bollason heimspeking-
ur er 54 ára.
Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður
er 54 ára.
Hrannar Björn Arnarsson, markaðs-
stjóri Eddu, er 37 ára.
Atli Rafn Sigurðarson leikari er 32 ára.
Lífið gekk sinn vanagang í Wall Street
fjármálahverfinu í New York á þess-
um degi árið 1920 þar til laust fyrir
hádegi þegar hestvagn hlaðinn
sprengiefnum sprakk á förnum vegi
þar sem fólk hafði safnast saman itl
að borða hádegismat. Eldtungur
flæddu um fjármálahverfið og þegar
upp var staðið kom í ljós að 300
manns höfðu týnt lífi í sprengingunni.
Rúður í nærliggjandi húsum
splundruðust og brak þeyttist langar
leiðir og varð vegfarendum að fjör-
tjóni. Aðeins einn frægur peninga-
maður særðist í ósköpunum en það
var Junius Spencer, barnabarn sjálfs
J.P. Morgan. Spencer slapp þó með
skrekkinn og skurð á annarri hend-
inni.
Þar sem kröftug mótmæli og bar-
smíðar voru móðins á þessum árum
beindist strax grunur að kommúnist-
um, anarkistum og vinstrisinnum sem
gætu verið líklegir til þess að freist-
ast til þess að mótmæla kapítalisman-
um með þessum hætti. Aðrir töldu lík-
legra að vagninn hefði einfaldlega
verið að flytja sprengiefni og hafi
verið kominn af réttri leið þegar hann
sprakk.
Rannsóknin á atvikinu sem fylgdi í
kjölfarið skilaði engum árangri og
þrátt fyrir allar kenningarnar hefur
aldrei verið upplýst hvað bjó að baki
sprengingunni. ■
ÞETTA GERÐIST
SPRENGJA SPRAKK Í FJÁRMÁLAHVERFINU WALL STREET
16. september 1920
Sprenging í fjármálahverfi
Trúr sjálfum sér og rokkinu
PÉTUR W. KRISTJÁNSSON: ROKKARINN ÁSTSÆLI LAGÐUR TIL HINSTU HVÍLU
„Kona er ekki fullkomnuð án karlmanns.
En hvar finnur maður mann – alvöru
karlmann – nú á dögum?“
– Afmælisbarn dagsins man tímana tvenna í ástarmálum og veit því
ósköp vel að sannir karlmenn eru í útrýmingarhættu
PÉTUR W. KRISTJÁNSSON Varð goð-
sögn í lifanda lífi í íslensku tónlistarlífi
enda litríkur persónuleiki og alltaf í stuði.
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, tengdadóttir og amma,
Halldóra Ingibjörg
Ingólfsdóttir (Inga)
Lyngbrekku 1, Kópavogi
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi mánudagsins
13. september. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Kr. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær
Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Jónína
Salný Stefánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Garðar Ásbjörnsson, Ragnar
Runólfsson, Gertrud Jóhansen og barnabörn.
MERKISATBURÐIR
[ 16. september ]
1998 Leikkonan Meryl Streep fékk
stjörnu á Hollywood Walk of
Fame gangstéttinni.
1991 Alríkisdómari í Washington felldi
niður ákærur á hendur Oliver
North vegna Íran-Kontra málsins.
1987 Fulltrúar 24 þjóðríkja skrifuðu
undir Montreal samkomulagið
sem fól í sér átak til bjargar óson-
laginu umhverfis jörðina með því
að draga úr notkun skaðlegra
efna árið 2000.
1953 Spennumyndin The Robe, eftir Al-
fred Hitchcock, var frumsýnd í
Roxy kvikmyndahúsinu í New
York.
1908 General Motors bílaverksmiðjurn-
ar voru stofnaðar. Fyrirtækið varð
til við samruna Buick- og
Oldsmobile-verksmiðjanna.
WALL STREET
40-41 (28-29) Tímamót 15.9.2004 20:44 Page 2