Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 42
                                             !   "  !  #     $ %  &'        ( "      )*    )  )       (  #$ % & '  FIMMTUDAGUR 16. september 2004 ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra opnaði í dag nýtt og notendavænna vefsvæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, á slóðinni www.mulalundur.is. Múlalundur er elsta og stærs- ta öryrkjavinnustofa landsins og sérhæfir sig í framleiðslu plast- og pappavara fyrir skrif- stofur, ásamt fylgihlutum. Á nýja vefsvæðinu er endurbætt viðmót vefverslunar Múlalund- ar sem mun auðvelda samskipti við viðskiptavini. KARL V. MATTHÍASSON Finnur mikla hlýju og samkennd á æðruleysismessunum og segir þær hollt og gott, andlegt veganesti inn í nýja viku en þær verða haldnar eitt sunnu- dagskvöld í mánuði fram á vor. Guð gefi mér æðruleysi… ÆÐRULEYSISBÆNIN Guð, gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Fyrsta æðruleysismessan á þessu haustmisseri verður í Dómkirkj- unni klukkan 20 að kvöldi sunnu- dags en messurnar verða síðan framvegis einu sinni í mánuði, næstsíðasta sunnudag hvers mán- aðar fram í maí á næsta ári. „Þetta eru jákvæðar messur eins og messur eru yfirleitt og eiga að vera,“ segir Karl V. Matth- íasson, prestur áfengis- og fíkni- efnamála, um æðruleysismess- urnar. „Það kemur fram mikið þakklæti í þessum messum en þær eru mikið sóttar af fólki sem hefur sætt ýmsu andstreymi í líf- inu og gengið vel að takast á við það. Það ríkir því mikill samhugur og gleði í messunum.“ Prestarnir Anna Sigríður Páls- dóttir, Jakob Ágúst Hjálmarsson verða við messuna ásamt Karli og Bryndísi Valbjarnardóttur guð- fræðingi. Þá munu séra Hjálmar Jónsson og Jóna Hrönn Bolladótt- ir koma að messunum í vetur. Bræðrabandið annast tónlistar- flutning í messunni ásamt Ruth Reginalds en Bræðrabandið er skipað þeim Herði Bragasyni og Birgi Bragasyni sem njóta krafta Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. „Það hefur verið boðið upp á þessar messur í ein sex ár,“ segir Karl, „og þær hafa yfirleitt verið mjög vel sóttar. Það skapar líka ákveðna stemningu að þetta er á kvöldin og fólk gengur oft út í kvöldkyrrðina að messu lokinni. Það er að byrja nýja viku og geng- ur andlega mett til hvílu sinnar.“ Karl segir að fólk úr AA-sam- tökunum eða Al-anon sé fengið til að deila reynslu sinni með messu- gestum og vitaskuld hafi margir messugesta glímt við áfengis- vandann, ýmist sem neytendur eða aðstandendur. „Það eru allir velkomnir á æðruleysismessurn- ar og ég hef orðið var við að fólk sem mætir á ættingja eða vini sem eru að glíma við ýmiskonar veikindi.“ Æðruleysisbænin er eitt hels- ta haldreipi alkóhólista í bata en hún á þó ekki síður vel við í öllu öðru daglegu amstri. „Þú getur ímyndað þér mann sem á krabba- meinsveikt barn. Hvað getur hann annað gert en að fara með æðruleysisbænina. Hún kemur svo mikið inn á að við séum ekki að reyna að stjórna öllum heimin- um. Við biðjum Guð að gefa okk- ur æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt og kjark til að breyta því sem við getum breytt.“ ■ 40-41 (28-29) Tímamót 15.9.2004 20:45 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.