Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 43
FÓTBOLTI Stjörnuprýtt lið Real
Madrid fékk skell í heimsókn
sinni til Leverkusen í gær þegar
Bayer Leverkusen vann sann-
færandi 3–0 sigur á spænska stór-
liðinu í fyrsta leik liðanna í
riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu. Þrátt fyrir þennan óvæn-
ta stórsigur voru það fréttirnir
frá höfuðborg Ítalíu sem fengu
mestu athyglina, fréttir af leik
þar sem seinni hálfleikur fór
aldrei af stað.
Það var bara spilaður fyrri
hálfleikur í Róm þegar Dynamo
Kiev kom í heimsókn. Dynamo
Kiev var bæði marki og manni
yfir þegar sænski dómarinn
Anders Frisk flautaði til hálfleiks
en á leiðinni í búningsklefa var
hent í hann aðskotahlut úr stúkun-
ni og í framhaldinu ákvað hann
alblóðugur að halda leik ekki
áfram. Frisk hafði nokkrum
sekúndum áður rekið varnarmann
Roma, Philippe Mexes, útaf með
rautt spjald. Ítalska liðið mun
eflaust lenda í miklum van-
dræðum í kjölfar þessa.
„Dómarinn ákvað að hætta
leiknum ekki bara vegna þess að
hann var alvarlega meiddur held-
ur einnig af því að hann óttaðist
um öryggi sitt og starfsfélaga
sinna,“ sagði fulltrúi UEFA.
Real Madrid-menn voru yfir-
spilaðir af þýska liðinu og það
bættist síðan við slæman dag að
Zinedine Zidane fór úr axlarlið og
verður frá í það minnsta 3 vikur.
Djibril Cissé og Milan Baros
sem kom inn á fyrir Cissé skoruðu
mörk Liverpool í 2–0 sigri liðsins
á silfurliði Meistaradeildarinnar
síðan í fyrravetur, franska liðinu
Mónakó.
„Við hefðum átt að skora fleiri
mörk en þetta var góður leikur
hjá okkur,“ sagði Rafael Benitez,
stjóri Liverpool eftir leik. „Það
var gott fyrir liðið að sóknarmen-
nirnri skoruðu en betra að liðið
hélt hreinu í leiknum.“
Ruud Van Nistelrooy skoraði
tvö mörk fyrir Manchester
United á fimm mínútna kafla í
upphafi seinni hálfleiks sem tryg-
gðu liðinu jafntefli á útivelli gegn
franska liðinu Lyon sem komst 2-0
yfir fyrir hlé. Van Nistelrooy
hefur nú skorað 30 Evrópumörk
fyrir Mancester United. United
var heppið að sleppa með stig og
Paul Scholes varði sem dæmi á
marklínu í báðum hálfleikjum.
Alex Ferguson þakkaði hollen-
ska markaskorara sínum. „Mörk
breyta leikjum og Nistelrooy
breytti leiknum frir okkur. Hann
er frábær og það er ekki hægt að
hrósa honum nógu mikið fyrir það
sem hann gerði fyrir okkur í
kvöld ekki síst vegna þess að
þetta er aðeins annar leikur hans í
fjóra mánuði,“ sagði Sir Alex.
Þeir Pavel Nedved (Juventus),
Pierre van Hooijdonk
(Fernerbahce) og Roy Makaay
(Bayern München) hafa oft gert
útslagið í leik sinna liða og þeir
skoruðu allir sigurmörk sinna liða
í 1–0 sigri í gær.
ooj@frettabladid.is
30 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
Við mælum með ...
... að íslenskir knattspyrnuáhugamenn mæti í kvöld í Laugardalinn og styðji við bak FH-
inga sem eru stutt frá því að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu og komast inn í
riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn sem er klukkan 20.30 í kvöld er fyrsti
Evrópuleikurinn á Íslandi í september í heil þrjú ár og FH-liðið á svo sannarlega skilið að
fá góðan stuðning en liðið kemur til með að spila eintóma úrslitaleiki á næstu vikum.
„Þetta var fullkomin frammistaða. Mér
fannst hver einasti leikmaður standa sig
stórkostlega í þessum leik.“
Jose Mourinho, stjóri Chelsea , eftir 3–0 sigur liðsins á franska
liðinu PSG í fyrsta leik liðsins í Meistaradeildinni í vetursport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
13 14 15 16 17 18 19
Fimmtudagur
SEPTEMBER
FRISK ALBLÓÐUGUR Leik Roma og Dynamo Kiev var hætt í gær í kjölfar þess að
stuðningsmenn ítalska liðsins hentu aðskotahlut í sænska dómarann á leið í búnings-
klefa. Frisk hafði skömmu áður rekið einn leikmanna Roma útaf með rautt spjald.
LITHÁINN SKEINUHÆTTUR Litháinn Tomas Eitutis
reynir hér skot í 27-25 sigri HK-liðsins á heimavelli
Íslandsmeistaranna í gær. Fréttablaðið/Stefán
Leverkusen lék sér að Real
Spænska stórliðið tapaði 3–0 í Þýskalandi, Manchester United náði bara stigi í Frakklandi en á
Ítalíu var leik hætt í hálfleik í Róm eftir að áhorfandi henti hlut í enni dómara leiksins.
■ ■ LEIKIR
19.00 Keflavík og Haukar mætast
í Njarðvík á Reykjanesmóti karla í
körfubolta.
19.15 KR og Ármann/Þróttur
mætast í DHL-Höllinni á
Reykjavíkurmóti karla í körfubolta.
20.30 FH og Alemannia Aachen
mætast í Evróukeppni félagsliða á
Laugardalsvelli.
21.00 Njarðvík og Grindavík
mætast í Njarðvík á
Reykjanesmóti karla í körfubolta.
21.00 Valur og Fjölnir mætast á
Hlíðarenda á Reykjavíkurmóti
karla í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.40 Meistaramörk á Sýn.
19.00 Inside the US PGA TOUR á
Sýn. Vikulegur fréttaþáttur þar
sem fjallað er um bandarísku
mótaröðina í golfi.
19.30 European PGA Tour á Sýn.
20.20 Evrópukeppni félagsliða á
Sýn. Bein útsending frá fyrri leik
FH og TSV Alemannia Aachen í 1.
umferð.
22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.45 Boltinn með Guðna Bergs
á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum
hliðum.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Kanadamenn unnuFinna í gærkvöld í
úrslitum Heimsbik-
arsins í ísknattleik.
Kanadíska liðið vann
alla 6 leiki sína á
mótinu. Það er alltaf
gaman að vinna titla,“ sagði Mario
Lemieux, fyrirliði Kanadamanna.
„Stanley-bikarinn er það sem við
keppumst um að vinna á ári hverju
og þegar við ólumst upp þá dreymdi
okkur alltaf um að lyfta honum. En
að vinna Heimsbikarinn er frábært
afrek, ekki bara hjá leikmönnum
heldur líka þjálfurunum“.
Mark Hughes var ígær ráðinn
framkvæmdast jór i
enska úrvalsdeildar-
liðsins Blackburn
Rovers en hann tekur
við starfi Graeme Souness sem sagði
því lausu þegar honum bauðst starf
framkvæmdastjóra Newcastle. Fyrsti
leikur Mark Hughes verður gegn
Portsmouth en hann verður einnig
áfram landsliðsþjálfari Wales.
Straumur erlendra leikmanna í kvennakörfuna:
KR-konur með Kana
KÖRFUBOLTI Katie Wolfe
mun snúa aftur og leika
áfram með kvennaliði
KR í körfubolta en
þetta kemur fram á
heimasíðu körfuknatt-
leiksdeildar KR. Það er
því ljóst að bæðu sterk-
ustu lið síðustu ára,
Keflavík og KR, munu
tefla fram bandarísk-
um atvinnumanni frá
fyrsta leik en þessi fé-
lög hafa unnið sjö síð-
ustu Íslandsmeist-
aratitla.
Katie lék eins og
áður sagði einnig með
KR á síðasta ári og var
þá valin besti erlendi leikmaður-
inn í 1. deild kvenna á lokahófi
KKÍ í vor. Fyrrverandi landsliðs-
konurnar Hanna Kjartansdóttir,
Helga Þorvaldsdóttir og þjálfari
meistaraflokks kvenna,
Gréta María Grétarsdóttir,
hafa tekið fram skónna á
nýjan leik en auk þeirra
hafa tveir leikmenn geng-
ið til liðs við KR frá ÍR, en
það eru þær Hrefna Dögg
Gunnarsdóttir og Eva
María Grétarsdóttir, systir
Grétu sem áður hefur leik-
ið með KR.
Fjórir leikmenn sem
léku á síðasta tímabili
verða ekki með liðinu í
vetur. Eins og áður hafði
verið greint frá mun besti
leikmaður tveggja síð-
ustu tímabila, Hildur Sig-
urðardóttir, leika í Sví-
þjóð. Þrjár stúlkur verða hins
vegar frá vegna barneignarleyfa,
Anna Svandís Gísladóttir, Guðrún
Arna Sigurðardóttir og Tinna
Björk Sigmundsdóttir. ■
Efsta deild karla í handbolta í gærkvöldi:
HK vann Hauka á Ásvöllum
HANDBOLTI HK-liðið í handbolta
sýndi að spá fyrirliða, forráða-
manna og þjálfara var ekki út í
bláinn með því að vinna góðan
sigur á Íslandsmeisturum Hauka
á þeirra eigin heimavelli. HK
vann leikinn 27-25 eftir að hafa
haft 3 mörk yfir í hálfleik, 14–11.
HK-menn komust sjö mörkum
yfir um miðjan seinni hálfleik,
24–17, og eftir það var á brattann
að sækja fyrir Haukaliðið.
Elías Már Halldórsson var
atkvæðamestur í Kópavogsliðinu
í leiknum með níu mörk, Valdimar
Þórsson skoraði 6 mörk í sínum
fyrsta leik og Jón Heiðar
Gunnarsson skoraði 4.
Bjögvin Páll Gústavsson átti þó
bestan leik í HK-liðinu en hann
varði alls sautján skot, mörg
þeirra í upphafi seinni hálfleiks
þegar HK-menn lögðu grunninn
að sigri sínum.
Andri Stefan skoraði mest
fyrir Hauka eða níu mörk og
Vignir Savarsson bætti við fimm
mörkum. Andri var illviðráðan-
legur í fyrri hálfleik en skoraði
aðeins 2 mörk í seinni hálfleik.
Haukarnir náðu að minnka
muninn í eitt mark undir lokin
en HK-ingar héldu haus og
kláruðu leikinn. Haukarnir hafa
verið á mikilli siglingu að
undanförnu en þeir komust
væntanlega niður á jörðina með
þessu tapi og þjálfarinn Páll
Ólafsson var ekki sáttur með
gang mála í leikslok. ■
KOMIN AFTUR Katie
Wolfe mun spila með
KR líkt og hún gerði svo
vel í fyrravetur.
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
MEISTARADEILD EVRÓPU
A-RIÐILL
Liverpool–Mónakó 2–0
1–0 Cissé (22.), 2–0 Baros (84.).
Deportivo–Olympiakos 0–0
B-RIÐILL
Roma–Dynamo Kiev (0–1)
0–1 Gavrancic (29.). Leik hætt í hálfleik.
Bayer Leverkusen–Real Madrid 3–0
1–0 Kryznówek (39.), 2–0 Franca (50.),
3–0 Berbatov (55.)
C-RIÐILL
Ajax–Juventus 0–1
0–1 Nedved (42.)
Maccabi Tel Aviv–Bayern München 0–1
0–1 Makaay (64., víti)
D-RIÐILL
Lyon–Manchester United 2–2
1–0 Cris (35.), 2–0 Frau (45.), 2–1 Van
Nistelrooy (56.), 2–2 Van Nistelrooy (61.)
Fenerbahce–Sparta Prag 1–0
1–0 Van Hooijdonk (16.)
42-43 (30-31) Sport 15.9.2004 22:15 Page 2