Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 50
FIMMTUDAGUR 16. september 2004 Listamenn: Andrea Gylfa Margrét Eir Linda Ásgeirs Valur Freyr Jónsi Hjálmar Hjálmars auk hljómsveitar Stjórnandi: Valgeir Guðjónsson söngkabarett Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Miðasalan opin alla daga til kl. 18:oo Nánari upplýsingar í síma 533-1100 og á www.broadway.is ÁRA SÖN GAF MÆ LI50 RAGGI BJARNA verða afmælistónleikar í tilefni af 70 ára afmæli Ragga Bjarna og 50 ára söngafmæli. Glæsilegt kvöld, þar sem gleði og fjörug skemmtun í anda Ragga Bjarna ræður ríkjum. Glæsilegur þriggja rétta matseðill. Aðgangseyrir á söngskemmtun 2.500 en kr. 5.900 með mat. LAUGARDAGINN 25.SEPTEMBER Gestir Ragnars eru m.a. Guðrún Gunnarsdóttir Kristjana Stefánsdóttir Bogomil Font Borgardætur Félagar úr fóstbræðrum Bjarni Arason Páll Óskar Hjálmtýsson Borgardætur Silja Ragnarsdóttir Milljónamæringarnir Hljómsveit undir stjórn Þóris Baldurssonar Hljómsveit undir stjórn Árna Scheving Sumargleðin Þorgeir Ástvaldsson Hermann Gunnarsson Ómar Ragnarsson Magnús Ólafsson Tríó Björns Thoroddsen Haukur Heiðar LAUGARDAGINN 2 5 . SEPTEMBER St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n / 5 05 5 ■ HANDVERKSSÝNING ■ ■ LEIKLIST  Hinn útvaldi, nýtt íslenskt barnaleik- rit eftir Gunnar Helgason, verður frumsýnt í Loftkastalanum. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 Örvar Árdal opnar sýningu á verkum sínum í Vesturporti. ■ ■ SKEMMTANIR  DJ Áki Pain á Pravda. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Johannes de Jong flytur op- inn fyrirlestur um kristilegan grundvöll stjórnmálaflokka í Nor- ræna húsinu.  20.00 ITC samtökin standa fyrir fræðslukvöldi á Hótel Örk í Hvera- gerði fyrir þá er starfa í stjórnum og nefndum félaga. Fyrirlestrar verða m.a. um störf formanns fé- laga, varaformanns, ritara, gjald- kera og einnig um nefndarstörf. hvar@frettabladid.is „Í allri þessari hnattvæðingu þarf að geta skírskotað í sjálfan sig. Menn leitast meira eftir því að að- greina sig núna heldur en þeir gerðu áður, og þar er handverkið orðið sá þáttur sem margir horfa til,“ segir Reynir Adolfsson, skipuleggjandi Vestnorrænu handverkssýningarinnar sem opnuð verður í Laugardalshöllinni í dag. „Vestnorden Arts and Crafts“ nefnist handverkssýningin, sem er sú stærsta og viðamesta sem haldin hefur verið hér á landi. Þátttakendur eru hátt á annað hundrað og koma frá Íslandi, Fær- eyjum, Grænlandi, Norðurlöndun- um, Kanada og baltnesku löndun- um. „Þessi sýning hefur sprottið upp í kringum samstarf við Græn- lendinga og Færeyinga,“ segir Reynir, sem hefur borið hitann og þungann af að setja sýninguna upp hér á landi. „Við byrjuðum á því fyrir nokkrum árum að kanna samstarf á menningarsvæðinu. Í framhaldi af því fórum við að setja upp handverksýningar. Árið 2002 tók- um við síðan skref í að fá til sam- starfs við okkur hinar Norður- landaþjóðirnar og Balkanlöndin núna. Þetta er í annað skiptið núna sem alþjóðleg sýning er haldin hér.“ Flestir þátttakendurnir eru frá Íslandi, samtals 38. Héðan kemur hefðbundinn útskurður, prjóna- vörur, vefnaður og þjóðbúningar ásamt textílvörum, fatnaði, gler- munum og skartgripum. Handverk inúíta kemur frá Grænlandi og norðurhluta Kanada, þar á meðal ýmsar vörur úr loðskinnum og selskinni, föt úr moskusull, skartgripir úr silfri, kopar, gulli, hreindýrshorni og ná- hvalstönn, útskornir munir úr steini og tré, keramik, skreyting- ar úr elgshári, trommur og þrykk. Samar sýna skó og fatnað úr hreindýraskinni, útsaumaðar körfur og hanska, hirslur úr birki og hreindýrshornum og töskur úr skinni, viði og horni. Frá Suðureyjum eru fulltrúar frá Orkneyjum og Hjaltlandseyj- um, og er þá aðeins fátt eitt talið af því sem sjá má á þessari fjöl- breyttu og viðamiklu sýningu. Sýningin verður opin kl. 16.00 - 19.00 fimmtudag fyrir almenning og frá kl. 10.00 - 18.00 föstudag, laugardag og sunnudag. ■ Hreindýrshorn og náhvalstönn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L SÝNA HANDVERK FRÁ NORÐURSLÓÐUM Reynir Adolfsson ásamt tveimur grænlenskum þátttakendum í handverkssýningunni sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Sir John Bourn, ríkisendurskoðandi Bretlands og gestaprófessor við London School of Economics, mun flytja fyrirlestur um opinbera stjórn- un og stjórnsýsluumbætur í Bret- landi á Grand Hótel. Húsið opnar klukkan 8.00 en dagskráin hefst hálf- tíma síðar. Mörg nýmæli hafa verið þróuð í opinberri stjórnsýslu Bret- lands og mun Sir Bourn fjalla um og meta þá reynslu sem Bretar hafa. Hann mun meðal annars fjalla um hvað vönduð opinber stjórnun merk- ir, hvaða aðferðum breskar stofnanir beita í stefnumótum, markmiðssetn- ingu og mati á árangri og hvernig ábyrgð stofnana og stjórnenda í Bretlandi er tryggð. Loks mun Sir Bourn fjalla um þau umbótamál sem eru efst á baugi í Bretlandi um þess- ar mundir, einkum í heilbrigðis- og menntakerfi landsins. Að loknum fyrirlestri mun gefast tími til fyrir- spurna og umræðna. Að málþinginu standa Félag for- stöðumanna ríkisstofnanna, Ríkis- endurskoðun og Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við Háskóla Ís- lands. Málþingið fer fram á ensku, er opið öllu áhugafólki um stjórnsýslu meðan rými leyfir og er aðgangur ókeypis. Málþingsstjóri verður Páll Skúlason háskólarektor. ■ Stjórnun og stjórnsýslu- umbætur ■ FYRIRLESTUR 48-49 (36-37) Slanga 15.9.2004 21:15 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.