Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 55

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 55
42 16. september 2004 FIMMTUDAGUR Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur verður tekinn af dagskrá Popptíví þann 20. desember en þá verður eitt þúsundasti þátturinn sýndur. Það þýðir að einungis 68 þættir eru eft- ir af þessum vinsælasta sjónvarps- þætti ungu kynslóðarinnar. „Það var sameiginleg ákvörðun að hætta með þáttinn. Við höfum verið með mikla endurnýjun og strákarnir vildu reyna fyrir sér annars staðar. Þetta hefur gerst áður, samanber Simma og Jóa í Idol- inu,“ sagði Steinn Kári Ragnarsson, dagskrárgerðarstjóri Popptíví, í samtali við Fréttablaðið í gær. 70 mínútur hafa verið langvin- sælasti dagskrárliður Popptíví en samkvæmt síðustu Gallup-könnun var 8,8% uppsafnað áhorf á þátt- inn. Næsti dagskrárliður á eftir var The Joe Schmo Show, með 4,4% uppsafnað áhorf. „Við gerðum samning út árið og hann er að renna út þannig að við vildum skoða okkar mögu- leika,“ sagði Auðunn Blöndal, einn þremenninganna. Hann vildi þó ekki gefa upp hvað þeir félagar hyggjast gera þegar 70 mínútur renna sitt skeið. Þremenningarnir stefna þó að því að reyna að vinna saman þegar þar að kemur. „Þátt- urinn er búinn að vera í loftinu í fjögur ár samfleytt. Okkur og stjórnendum Popptívi fannst kominn tími á breytingar. Það er engin fýla í gangi eða neitt svo- leiðis,“ sagði Auðunn. Strákarnir í 70 mínútum hafa ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Auk þess að stýra sjón- varpsþættinum léku þeir í nýrri Svínasúpu og hafa tekið upp lag í samvinnu við hljómsveitina Quar- ashi. Innan skamms munu þeir svo gera myndband við lagið, sem ber nafnið Crazy Bastard, en Sam- úel Bjarki Pétursson mun leik- stýra því. Handritið er í vinnslu en lagið verður ekki frumflutt fyrr en myndbandið er tilbúið. ■ Fáðu flott munnstykki í dag Einar Oddur Vill niðurskurð í nýja ráðuneyti Davíðs Svanhildi úthýst úr Kastljósi og fryst við skrifborð Natalía tekin á náttfötunum með bíllyklana Nýr íslenskur gamanþáttur, Hafnar- fjarðarlöggan, verður frumsýndur á Stöð 2 föstudaginn 24. september. Leikstjóri er Hallur Helgason og með aðalhlutverk fara Steinn Ár- mann Magnússon, Björk Jakobsdótt- ir, Jón Páll Þorbergsson, Bergþór Pálsson og Nanna Gunnarsdóttir. Að sögn Halls Helgasonar er um prufuþátt að ræða sem var tekinn upp á síðasta ári og því óvíst hvort fleiri slíkir verði framleiddir. Fer það aðallega eftir viðbrögðum al- mennings. „Steinn Ármann leikur Einar, aðalvarðstjórann í Hafnar- firði, sem á í basli með sitt einkalíf,“ segir Hallur. Hann segir að verk- efnið hafi verið hugsað sem gaman- þáttaröð í „sitcom“-stíl en ekki svokölluðum „sketsastíl“ þar sem hvert atriði segi eina sögu. „Grínið í þættinum sprettur meira upp úr að- stæðum heldur en stökum bröndur- um,“ bætir Hallur við. „Það hefði verið skemmtilegra að framleiða fleiri þætti og gefa áhorfendum tækifæri til að kynnast persónunum betur. En það verður bara að koma í ljós hvort af því verður.“ ■ Það hefur orðið að föstum lið hjáhluta þjóðarinnar að stilla á Rás 1 á laugardagsmorgnum til að hlusta á út- varpsþáttinn Í vikulokin. Nú í sumar hefur Hildur Helga Sigurðardóttir verið umsjónarmaður hans og fengið til sín ýmsa áhugaverða gesti. Nú á laugardag- inn mun þó verða breyting á. Þorfinnur Ómarsson er hættur störfum hjá Stöð 2 og tekur því aftur við stjórnartaumnum á þessum vikulega þætti, líkt og hann gerði áður en Hildur Helga tók við nú í sumar. Egill Helgason mun svo birtast áskjánum í hádeginu á sunnudag á Stöð 2 með sinn gamalkunna þátt Silf- ur Egils. Ekki er vitað um margar breyt- ingar sem verða á þættinum en heyrst hefur þó hvíslað að eitthvað sé verið að fikta í settinu og Egill muni því birtast í nýju umhverfi. Hans þáttur verður því kominn eitthvað á veg áður en Sunnudags- þátturinn á Skjá ein- um hefst en líklegt verður að teljast að þar verði barist um áhorfendurna með því að sýna þættina á sama tíma. UPPÁTÆKI Strákarnir í 70 mínútum hafa reynt ýmis uppátæki. Þar á meðal lét einn þeirra handboltalandsliðið rassskella sig. HAFNARFJARÐARLÖGGUR Löggurnar í Hafnarfirði lenda í hinum ýmsu ævintýrum í gamanþættinum Hafnarfjarðarlöggan. SJÓNVARP GAMANÞÁTTURINN HAFNARFJARÐARLÖGGAN ■ Frumsýndur á Stöð 2 á næstunni. Hafnarfjarðarlöggan á skjáinn 70 MÍNÚTUR Þremenningarnir í 70 mínútum ætla að segja skilið við Popptíví og reyna fyrir sér annars staðar. SJÓNVARP 70 MÍNÚTUR HÆTTA ■ Aðeins 68 þættir eftir. FRÉTTIR AF FÓLKI AÐ MÍNU SKAPI BERGLIND JÓNA HLYNSDÓTTIR, MYNDLISTARNEMI Í LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS TÓNLISTIN Það áhugaverðasta sem ég hef heyrt upp á síðkastið er verk sem við höfum fengið að heyra í kúrs um rafræna tónlist í skólanum. Þar má nefna lög sem John Cage samdi fyrir balletta hjá sambýlismanni sínum Merce Cunningham og með „prepared piano“. Hann festi skeiðar og alls kyns glingur á strengi píanósins þannig að það hjómar eins og undarleg slagverksveit. BÓKIN Ég er að lesa bók sem nefnist „Rock the Boat“. Hún leitast við að endurskilgreina hugmyndina um hið staðbundna á gagn- rýninn og uppbyggilegan hátt hvað varðar siðfræði og nútíma myndlist. BÍÓMYNDIN Sá nokkrar góðar myndir á indie-kvik- myndahátíðinni; þar á meðal „Super Size Me“ og „Saved“. Sá einnig „Goodbye Lenin“ og varð glöð. BORGIN Í augnablikinu er það London vegna þess að í höfði mínu lifir minning um frábæra ferð fyrr á árinu þar sem við fórum nokkrir skólafélagar í myndlistarmaraþon. Sögðum við vegabréfsskoðun: „We are looking for myndlist and hoping to find some nice people in London that could point us to it.“ Þá var okkur sagt að ekkert næs fólk byggi í London. Annars dreymir mig um New York, Sao Paulo og Berlín. BÚÐIN Mér finnst allt of lítil fjölbreytni á íslenskum fatamarkaði. Vil sjá meira af fötum eftir unga íslenska hönnuði og minna af fjölda- framleiddu persónulausu drasli. Lakkrís- búðin er að gera góða hluti, eins Spútnik, Glamúr, Kron og 38 þrep. Held að uppá- haldsbúðin mín hér á landi sé samt Fríða Frænka. VERKEFNIÐ Er núna að binda enda á verkefni sem heit- ir „Speglun samfélagsins í sjónmenningu“ ásamt Bjarka Bragasyni og Maríu Kristínu Jónsdóttur. Við fengum styrk frá Nýsköpun- arsjóði námsmanna til þess að vinna verk- efnið. Reynum að bregða ljósi á möguleika sjónmenningar sem tjáningarform. Dreymir um New York og Sao Paulo ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Óvenjumargir féllu á inntöku- prófum. Jón Sveinsson. Hann fékk höfuðhögg. 70 mínútur hætta á Popptíví 54-55 (42-43) Fólk 15.9.2004 20:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.