Tíminn - 14.10.1973, Page 1
fóðurvörur
ÞEKKTAR
UM
LAND
ALLT
WQTEL ÍOFTLBÐ/fí]
SUNDLAUGIN
er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiðir"
hefur til sins ágœtis og umfram önnur
hótel hérlendis. En það býður líka afnot
af gufubaðstof u auk snyrti-, hárgreiðslu-
og rakarastofu.
VíSIÐ VINUM Á HOTEL
LOFTLEIOIR.
Þeir ræðast
við á morgun
Eins og kunnugt er munu þeir Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra íslands, og Edward Heath,
forsætisráðherra Bretlands, ræðast við i
Lundúnum á morgun mánudag.
ólafur Jóhannesson heldur utan i dag. Með
honum i förinni verða þeir Hannes Jónsson,
blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar, og Hans G. And-
ersen, þjóðréttarfræðingur. Þeir eru væntanlegir
heim aftur á þriðjudaginn. — tk
mm
Kdward Ueath.
Kjaramála-
ráðstefnan
áfram
Klp—Reykjavík. — A morgun,
mánudaginn 15. október, mega
ökumenn löguin samkvæmt setja
nagladekkin aftur undir bílinn.
Eins og mönnum er eflaust i
fersku minni var sett reglugerð
s.l. vor um notkun nagladekkja.
Segir þar m.a. að bannað sé að
nota nagladekk á timabilinu 1.
mai til 15. október ár hvert. Á
morgun lykur þvi þessu timabili
og er rétt að menn fari að huga að
nagladekkjunum sinum aftur og
reyna að koma þeim undir.
Búast má við að mikið öng-
þveiti verði við öll hjólbarða-
verkstæði þegar fyrsta hálkan
kemur, þvi það er venjan hér
meðal flestra að fara ekki að
huga að dekkjabúnaði v.etrarins
fyrr en þá. Oft vill þá verða svo,
að menn gefast upp að biðaog aka
heim á rennsléttum sumardekkj-
unum með nagladekkin i skottinu
og hafa þá jafnvel lent i hörðum
árekstrum og ekkert tjón fengið
bætt, þar sem þeir hafa ekki verið
með löglegan búnað við akstur i
háku og snjó.
Til að þetta dæmi kæmi ekki
fyrir óku sumir á nagladekkjun-
um allt árið en fyrir það var loku
skotið með reglugerðinni i vor.
Einhverji létu sig samt hafa það
að aka þannig langt fram eftir
sumri, og gerðu ekkert i málun-
um fyrr en lögreglan tók þá tali
og sektaði þá. Munu nokkrir
menn hafa verið sektaðir fyrir
þetta og hart verið gengið eftir
sektargreiðslunni.
Við höfðum i gær samband við
nokkur hjólbarðaverkstæði, og
var okkur sagt þar, að þau væru
tilbúin að taka við flóðinu, sem
Framhald á bls. 12
í gær
KJARAMALARAÐSTEFNU
Alþýðusambands fslands, sem
átti að ljúka i fyrrakvöld, var
fram haldið i gær.
Ráðstefnan hófst á föstudags-
morgun kl. 10 að Hótel Loftleið-
um, og átti að reyna að ljúka
henni þá um kvöldið. Það var hins
vegar ekki hægt vegna mikilla
umræðna, og hófst hún þvi að
nýju kl. 13.30 i gær.
Á föstudaginn afgreiddi ráð-
stefnan tillögur i húsnæðismálum
og skattamálum, en önnur atriði
væntanlegra kjarasamninga voru
rædd i gær.
Nagladekkinaftur
sett undir bílinn
Rógskrif
Alþýðublaðsins
1 ALÞÝÐUBLAÐINU i gær er
þvi haldið fram, að fram-
kvæmdastjóri Timans hafi
lagt falsað bókhald fyrir blað-
stjórn Timans, og hafi blað-
stjórnin skipað sérstaka rann-
sóknanefnd til að rannsaka
bókhaldið.
Af þessu tilefni hefur Ólafur
Jóhannesson forsætisráð-
herra, formaður blaðstjórnar
Timans, beðið blaðið fyrir
eftirfarandi yfirlýsingu:
,,Að gef.nu tilefni vil ég lýsa
þvi yfir, að það er tilhæfulaust
með öllu, að „blaðstjórn Tim-
ans hafi faliö ákveðnum hópi
manna með Helga Bergs
bankastjóra i broddi fylking-
ar, að yfirfara allar fjárreiður
Timans, þar sem fram þykir
hafa komið, að rekstur blaðs-
ins hafi gengið til muna verr,
en fram kemur af reiknings-
yfirlitþsem blaðstjórninni var
afhent fyrir nokkrum vikum”,
eins og sagt er i Alþýðublaðinu
i gær.
Sérstök undirnefnd bláð-
stjórnar hefur á undanförnum
árum starfað til aðstoðar
framkvæmdastjóra. 1 nefnd-
inni voru upphaflega Helgi
Bergs, Kristinn Finnbogason
og Friðgeir Björnsson. Þegar
Kristinn Finnbogason var ráð-
inn framkvæmdastjóri i stað
Kristjáns Benediktssonar
siðla á siðasta ári, vék Krist-
inn Finnbogason úr nefndinni,
og i stað hans var kjörinn
Steingrimur Hermannsson. 1
þessum efnum hefur þvi engin
breyting á orðið siðan Kristinn
Finnbogason tók við fram-
kvæmdastjórn Timans.
Ólafur Jóhannesson.”
Yfirlýsing frá Kristni
Finnbogasyni, framkvæmda-
stjóra Tímans:
„Þrátt fyrir það, að ég hafi
ásett mcr að svara ekki nafn-
lausum rógskrifum i Alþýðu-
hlaðinu og fleiri biöðum, þá
finnst mér aðdróttun sú um
fölsun á bókhaldi Timans, er
birtist. i Alþýðublaðinu i gær,
svo alvarlcgs eðlis, að ég get
ekki annað en stefnt for-
ráöamönnum Alþýðublaðsins
til ábyrgðar. Mun ég krefjast
þess, að þessi ummæli veröi
dæmd dauð og ómerk fyrir
rétti, komi ekki við fyrsta
tækifæri tilhlýðileg afsökun og
leiðrétting á Alþýðublaðinu á
þessum tilhæfulausa áburði.
Kristinn Finnbogason.”
Ólafur Jóhannesson.
GERALD FORD
VARAFORSETI
BANDA-
RÍKJANNA
Richard Nixon, forseti
Bandarikjanna, tilnefndi i
fyrrinótt Gerald Ford,
leiötoga republikana i full-
trúadeild Bandaríkjaþings,
sem nýjan varaforseta
landsins i stað Spiro Agnews,
sem sagði af sér embættinu
vegna afbrota.
Þessi ákvörðun Nixons kom
nokkuö á óvart, en talið er
fullvist, að báðar deildir
Bandarikjaþings samþykki
útnefninguna.
Hjólbarðaverkstæðin bfða tilbúin eftir þvi að setja nagladekkin aftur
undir bílana.
Sá sem varð fyrir mestur tjóni í ofviðrinu:
Ætlar ekki að gefast upp
þó allt hafi blásið í burtu
SA maður sem varð fyrir einna
mestu tjóni i óveðrinu á dögun-
um, var Þorsteinn Sigmundsson
bóndi i Elliðahvam mi. Hann
missti þá nær allan sinn bústofn,
eða yfir 1000 hænsni, auk hænsna-
Ný framhaldssaga
HIN nýja framhaldssaga Tim-
ans nefnist „Geymt en ekki
gleymt”, og er eftir dönsku
skáldkonuna Ellen Duurloo.
Söguþráðurinn er i stuttu
máli þessi: Þegar þrælahald
er afnumið á þeim vestur-ind-
isku eyjanna, sem voru i eigu
Dana, ákveður ungur, dansk-
ur plantekrueigandi að snúa
heim til Danmerkur. Hann
hefur i hyggju að ganga að
eiga ástkonu sina, hina fögru
Bellu, og taka hana með sér til
Danmerkur, en hættir við það
á siðustu stundu, þvi að hún er
kynblendingur. Hann heldur
einn á brott, og það verður
Bellu mikið áfall. Hún er stolt
og hefnigjörn, og allt lif
hennar upp frá þessu snýst um
það að fá uppreisn æru og
hefnd fyrir sina hönd og sonar
sins. Leiöin er löng, og margir
spennandi og litrikir atburðir
gerast, áður en hún nær tak-
marki sinu. Við skulum ekki
rekja söguþráðinn frekar,
heldur láta lesendurna fylgj-
ast sjálfa með Beliu og
örlögum hennar.
hussins,fóðurs og annars,sem til
þarf á stóru hænsnabúi.
Við áttum viðtal við hann
skömmu siðar en okkur lék forvit
in á að vita hvernig honum hefur
vegnað siðan og hvort hann hafi
fengið tjónið að einhverju leyti
bætt, og höfðum þvi tal af honum i
gær.
Hann sagðist hafa farið fram á
bætur úr Bjargráðasjóði, en tjón
sitt i þessu veðri hafi verið eitt-
hvað á fjórðu milljón króna.
Þaðan hafi ekkert svar borizt
enda ekki fundur hjá sjóðnum
fyrr en um næstu helgi. Hann
sagðist vona að hann fengi ein-
hverjar bætur, enda væri útlitið
allt annað en gott hjá sér þessa
stundina.
Ekki hafi verið nokkur leið, að
hafa hænsnin áfram i þessu litla,
sem staðiðhafieftir af hænsnahús-
Framhald á bls. 12