Tíminn - 14.10.1973, Síða 2

Tíminn - 14.10.1973, Síða 2
2 TÍMIMN Sunnudagur 14. október 1973. Hvað er nú það????? COOKY er óblandað úðunarefni, sem kemur í veg fyrir að kakan festist í forminu eða matur- inn á pönnunni. COOKY er ólitað með smjör- bragði. Uppþvotturinn verður léttari eftir COOKY úðun. Haldið dósinni uppréttri og úðið í hring í hér um bil 30 cm fjarlægð, tómt og kalt ílátið. Kakan mun detta úr forminu. Léttara er að losa rjómaísinn eða ísmolana eftir COOKY úðum. COOKY er lausnarorð fyrir þá, sem eru í matarkúr eða verða að halda sig frá fitu eða kolvetnaríkri fæðu. Matur lagaður með COOKY mun ekki innihalda fleiri hitaeiningar en þótt hann væri soðinn. COOKY þránar ekki og þarf þvi ekki að geyma í kæli. COOKY geymist óendanlega. Framleiðsla þessi inniheldur Lecithine, hreint jurtaefni, og Freon 11/12 til úðunar. Dósin er undir þrýstingi. Gerið þvi ekki gat á hana og látið hana ekki koma nálægt loga. Uðið ekki yfir eld eða hita yfir 50 gráður Celcius. COOKY spararog erdrjúgt í notkun, því dósin úðar 100 sinnum. Hvort sem þér ætlið að baka pönnukökur, steikja egg, fiskbollur, fiskflök, blóðmör, kótilettur eða fugla, þá úðið ílátið með COOKY. Innihald 300 grömm. Framleitt af: ENNA NEDERLANDSE AEROSOLS N.V., Holland. Heildsölubirgðir: Þ. ÞORGRIMSSON & CO. Simi 38640, Suðurlandsbraut 6, Reykjavik. ARISTO léttir námið Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. Tíminn er peningar Auglýsicí i Támanum l Gamlar myndir Þær myndir úr kortasafni Jóns Halldórssonar, sem birt- ast aö þessu sinni, eru ekki þess eðlis að leita þurfi heimilda um þær. Staðina þekkja allir, þótt að visu sé út- lit þeirra á myndunum næsta ólikt þvi sem það er nú. Fyrst sjáum við Akureyri. Ekki verður séö, hvenær sú mynd hefur verið tekin, en telja má vist, að hún gefi al- ranga mynd af Akureyri, jafn- vel á þeim tima, hvað þá nú. Á myndina vantar alveg Odd- eyrina, en þar varð snemma mikil byggð, og má þvi segja, að ekki vanti litiö, þegar hana vantar. En friðsæll er Pollurinn með bátkænum sinum og Fjörunni, og Súlurnar halda viröuleik sinum, þásemnú.- Að lokum má geta þess til gamans, að þetta kort hefur Akureyringur sent vini sinum á bórshöfn um jólin árið 1917. Næst kemur gömul mynd af Reykjavik. Enginn sést bill- inn, en aftur á móti er maður með handvagn neðan til i Bankastrætinu, þar sem áður hét Bakarabrekka. A gatna- mótum Bankastrætis-Austur- strætis-Lækjargötu er maður með hund sinn, öldungis ótruflaður af umferðinni. Talsvert eru byggingarnar ólikar þeim, sem nú ber fyrir augu, þegar horft er vestur Austurstrætið — og Melarnir enn óbyggðir. Aö lokum birtist mynd af flóðunum miklu i Olfusá i marz 1930. Ef myndin prentast vel, verður hægt aö lesa að hún er tekin 2. marz 1930. beim, sem þessar hamfarir sáu, eru þær án efa harla minnisstæðar. Hinir, sem enn eru ungir og miklu yngri en svo að þeir muni aftur til árs- ins 1930, geta séð á þessari mynd enn eitt dæmið um það, hversu ör þróunin i islenzku þjóðlifi hefur verið á siðustu áratugum. Brúin, sem þarna striðir gegn straumnum, er allt önnur en sú,sem við ökum nú, þegar við bregðum okkur austur I sveitir, og þorpið Sel- foss var þá enn ekki til. Reykjavik Reykjavik. — Næsta ólik sjón þeirri, sem nú blasir við, þegar horft er frá Bankastræti vestur um Austurstræti. Akureyri, kyrrð og friður yfir öllu. Súlur I baksýn. Flóðin miklu við ölfusá áriö 1930. Akut«syri og„Sdlur“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.