Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. októb'er 1973. TÍMINN 5 ■' - X X X Kennslutilraunir Það eru 200.000 skyldunáms- skólar i Sovétrikjunum, og þar stunda nám um það bil 50 millj- ón nemendur. 80% skólabarna, sem ljúka átta ára skyldunámi, halda áfram og ljúka tiu ára skyldunámi. Nú er verið að inn- leiða almenna tiu ára skóla- skyldu i Sovétrikjunum. Hvernig verða sovézkir skólar i framtiðinni? Hvernig er hægt að gera menntunina áhrifameiri? Sovézkir uppeldisfræðingar vinna að lausn þessara mála á visindalegum grundvelli, með stöðugum rannsóknum og til- raunum með nýjar hugmyndir. Nú stendur yfir áhugaverð tilraun i skóla nokkrum i Tbilisi, höfuðborg Georgiu. Hinar hefðbundnu kennsluað- ferðir, þ.e.a.s. kennslustundir i venjulegum skilningi orðsins hafa verið afnumdar, og i þeirra stað koma kennsluumræður, kennslurökræður, kennsluleikir og tónleikar. Kennarinn reynir að gera kennsluna skemmtil. og aðgengilegri fyrir börnin og hjálpa þeim til að beina athyglinni betur að námsefninu. Einkunnagjöf hefur verið afnumin i fyrsta og öðrum bekk, vegna þess að löngun nemend- anna til að fá góðar einkunnir verður oft takmarkið og dregur úr hinu raunverulega gildi námsins og beinir skólabörnum frá aðalmarkmiðinu, sem er að afla sér undirstöðugóðrar þekkingar. Hávaðinn i kennslustofunni er merki þess, að kennslustund i reikningi fer fram. Nemandinn, sem gripur boltann, verður að svara spurningu kennarans strax og henda til baka. ☆ Sameining fljótanna Úkrainskir sérfræðingar hafa gert áætlun að byggingu 300 metra langs skurðar, sem mun sameina Dóná, Dnéstr og Dnépr og hefur áætlunin verið viður- kennd af öllum dómum. Kerfið mun hafa i för með sér endur- nýjun á Dnépr, sem er aðalfljót Úkrainu og fullnægir vatnsþörf iðnaðarins og landbúnaðarins. Vatn úr Dnépr er lifgjafi hinna þurru héraða á Krim og það er notað i stórum járn- og stál- verksmiðjum. Auk þessa er vatnið úr Dnépr aðaluppspretta vatnsneyzlu i mörgum bæjum og borgum. Sérfræðingar hafa reiknað út, aö um árið 2000 muni Dnépr ekki lengur geta annað hinni vaxandi neyzlu. Þessi nýi skurður, sem breytir ekki vatnshlutföllunum i Dóná, mun eigi að siður aúka vatnið i Dnéstr og Dnépr og hægt verð- ur aö stækka áveitusvæðin i suðurhluta Úkrainu talsvert. Framkvæmdirnar verða kost- aðar af rikinu og áætlað er, að byrjað verði á' fyrsta áfanga skurðarins árið 1975. ☆ oa Ungur tónsnillingur Koba Mergrelisjivilij er ekki nema sex ára, og þó hefur hann samið óperu. Þótt þessi ópera hafi ennþá ekki verið flutt annars staðar en i leikskólanum hans Koba, er ekki talinn minnsti vafi á þvi, að dreng- urinn sé gæddur óvenjulega góðum tónlistargáfum. t Georgiu i Sovétrikjunum, þar sem Koba á heima, hafa margir tónlistarmenn lokið miklu lofsorði á tónsmiðina, og þeir fuilyrða, að litli snilling- urinn eigi eftir að láta mikið til sin heyra i framtiðinni. Við skulum vona, að Koba endist aldur og heilsa til að þroska hæfileika sina á tón- listarsviðinu, mönnum til yndis- auka, og sannarleg lofar byrjunin góöu. ☆ Garðarækt í fjöllum uppi Nýr atvinnuvegur er i þann veginn að haida innreið sina i Tien Shan-fjöllunum sem eru i nágrenni Alma-Ata, höfuðborg- ar sovézka lýðveldisins Kazakhstan. Þar er um að ræða garðarækt, m.a. eplaekrur, sem verða i um þaö bil 1500 metra hæð. Gert er ráð fyrir. að gróðursett verði i 30.000 hektara og það er meiningin, að stór samvinnusamtök eigi að sjá um ræktunina, sem hafa sérhæft sig i ávaxtarækt og meðferð. Þetta nýja fyrirtæki mun full- byggt gefa af sér 50% aukningu á ávaxtauppskerunni i Kazakhstan. ☆ Fæðuskortur hjó bandarískum blóðsugum Alvarlegur kjötskortur i Banda- rikjunum hefur valdið dýra- görðum um gjörvöll Banda- rikin talsverðum erfiðleikum. Verst er þó ástandið i Houston i Texas, þar sem menn berjast við að halda lifi i allstórum hópi af blóðsuguleðurblökum (vampýrum). Þessi undarlegu dýr fá þvi aðeins þrifizt að þau fái sinn daglega skammt af fersku.óstorknuðu blóði, og þar sem nær ógjörningur er að fá nautsblóð um þessar mundir, urðu forráðamenn dýragarðsins að gripa til annarra ráða. Ótrú- legt en satt, nú fá blóðsugurnar mannablóð! Til þess að lesendum ofbjóði nú ekki alveg, skal það skýrt tekið fram, að blóðið er fengið hjá blóðbönkum borgarinnar. Og það er eingöngu gamalt blóð, þ.e.a.s. blóð, sem staðið hefur of lengi til að óhætt sé að nota það f fólk, sem blessaðar skepnurnar fá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.