Tíminn - 14.10.1973, Page 7
Sunnudagur 14. október 1973.
TÍMINN
Húsvíkingar reisa
nýtízku ferða-
mannahótel sem
ekkert gefur eftir
nýjustu ferða-
mannahótelum
í Reykjavík
Herbergi i hótelinu á Húsavik. Því miður gcfur þessi mynd mjög takmarkaóa lýsingu af gestaherbergj-
um hótelsins, sem búin eru öllum þægindum, þar á meöal sér baði (flestöli),sima, hijómtækjum og sjón-
varpi.
I tengslum við hóteliö verður
300 manna veitingasalur, sem
ætti að gefa aukna möguleika til
dæmis til ráðstefnuhalda og al-
mennra funda, og hafa verið
pantaðar hér ráðstefnur þegar i
haust.
Þessi glæsilega hótelbygging
hefur verið reist af heimamönn-
um einvörðungu, en hér eru ágæt
iðnfyrirtæki með færa iðnaðar-
menn i sinni þjónustu. Arkitekt
var Jósef Reynis, en teiknistofa
Gisla Halldórssonar sá um hönn-
unmannvirkis þessa. Innbú hefur
þó verið keypt að, þar eð fyrirtæki
hér á staðnum treystu sér ekki til
að framleiða húsbúnaðinn vegna
anna um þetta leyti.
Stjórn hótelsins skipa þessir
menn:
Jón Armann Arnason bygginga-
meistari,
Haukur Harðarson bæjarstjóri,
Arnviður Ævar Björnsson pipu-
lagningameistari,
Grimur Leifsson rafvirkja-
meistari,
Finnur Kristjánsson kaupfélags-
stjóri og
Jóhann Hermannsson skattstjóri.
Fastir starfsmenn við hótelið
verða 25 manns á sumrin, en 8
mannsyfir vetrarmánuðina, þeg-
ar minnst er að gera. Þó er svo
um samið við fólk, að unnt er að
kalla saman nægan vinnukraft
með stuttum fyrirvara, þannig að
hótelið geti starfað með fullum
afköstum allt árið, ef þess gerist
þörf. Þetta er mjög nauðsynlegt,
þar eð hótelið getur þá fyrirvara-
litið tekið á móti stórum hópum,
utan við aðal ferðamannatimann.
Hingað hefur verið ráðinn þekkt-
ur hótelmatsveinn, Kristinn
Haraldsson, en hann er þekktur
matreiðslumaður, fær i starfi og
með mikla reynslu, og er mikill
fengur að komu hans hingað til
starfa.
Til Húsavikur liggur gifurlegur
ferðamannastraumur yfir
sumarmánuðina. Hafa þegar bor-
izt pantanir fyrir næsta ár (1974).
Hingað hafa komið ferðamála-
menn, sem atvinnu hafa af mót-
töku og fyrirgreiðslu við feröa-
fólk,og ljúka þeir miklu lofsorði á
hótelið. Hafa einstaka menn jafn-
vel reynt að fá allt hótelið á leigu
yfir sumarmánuðina, fyrir sina
menn.
Samgöngur við Húsavík eru þó
nokkur fjötur um fót. Hér getur
verið snjóþungt á vetrum. Agæt
flugbraut er i Aðaldalshrauni, og
er flogið hingað aðeins þrisvar i
viku, sem við teljum vera alltof
litið. Það hljóta að verða hingað
daglegar ferðir — allt árið með
flugvélum.
Til þess að svo megi verða,
verður að reisa flugstöðvarbygg-
ingu og nauðsynlega aðstöðu fyrir
flugvélar og farþega á flugvellin-
um. Það er höfuð atriði.
— Eftir hverju sækjast ferða-
menn hingað sérstaklega?
— Útlendir og innlendir ferða-
menn koma hingað til að sjá
ýmsa þekkta og merkilega ferða-
mannastaði, náttúru landsins og
stofnanir. Hér eru i næsta ná-
grenni margir slikir staðir, sem
nefna má, t.d. Tjörneslögin, þar
sem fundizt hafa merkilegir
steingervingar og fornskeljar i
lögum. Vestan og norðan á nesinu
eru lög þessi 400-500 metra þykk
og talin einhver merkustu jarðlög
frá tertier-tima og isöld á tslandi.
1 syðri og elztu lögunum hafa
fundizt skeljar, sem nú lifa aðeins
I hlýjum sjó við strendur Vestur
Evrópu. A þessum slóðum er
einnig mikill steinn, sem komið
hefur með hafis frá Grænlandi.
Þá má nefna Hljóðakletta, As-
byrgi, Hólmatungur, Dettifoss og
Mývatn, en nú er hraðbraut til
Mývatns um svonefndan Kisil-
gúr-veg, sem er einhver bezti
malarvegur þessa lands, upp-
hækkaður og þráðbeinn.
Hér á Húsavik er Húsavikur-
fjall, með miklu útsýni yfir land-
iö. Fara má i sjóferðir til Lund-
eyjar og Flateyjar á Skjálfanda
og útreiðatúra áhestum.
Þá er verið að ljúka við
myndarlegt byggðasafn, og frægt
byggðasafn er á Grenjaöarstað.
Aðstaða til sportveiða er góð.
Hér er rjúpa, silungur, lax og
gæs, svartfugl og selur og sjó-
stangaveiði. Sundlaug er á Húsa-
vik, golfvöllur og skiðaland. Það
skortir þvi ekkert til að laða hing-
að ferðamenn, segir Sigtryggur
Albertsson, hótelstjóri á Húsavik,
aö lokum.
Gestamóttakan á nýja hótelinu minnir á þann alþjóðlega svip, sem yfir feröamanna hótelunum er aö verða hér á landi. Frá anddyri er lyfta upp á fbúðarhæðirnar.