Tíminn - 14.10.1973, Page 8

Tíminn - 14.10.1973, Page 8
TÍMINN Sunnudagur 14. október 1973. Ilótel Húsavík. IlóteliO er til húsa í hluta af stórbyggingu, sem hýsir félagsheimili Húsvlkinga og hóteliO. MeO þvl aO sameina þessar tvær stofnanir, vannst þaO, aO ekki þurfti aO innrétta hóteleldhús fyrir veitingar I félagsheimilinu og hóteliö fær aögang aö samkomusölum i félagsheimilinu, en viö þaö opnast nýir möguleikar t.d. til ráöstefnuhaids. Eftir að hafa gist eina sumar- nótt á nýja hótelinu á Húsavik, hljótum við að undrast það, að finna svo fullkomið hótel i ekki stærri bæ. Að búnaði gefur það ekkert eftir, nema siður væri, þvi fullkomnasta, sem hér á landi er völ á. Hefur þvi ekkert verið of- sagt. A langri starfsævi hefur Sig- tryggur tekið á móti þúsundum ferðamanna á Húsavik, oft við erfiðar aðstæður og mikil þrengsli. Samt var gott að koma á gamla hótelið, og við finnum, að hann hefur flutt með sér hingað i allt finiriið, ýmsa góða húsanda, er fylgdu gamla húsinu, sem stóð á háum bakka fremst á brún, þvi þangað var til vinnandi að korna, eftir langvinn ferðalög yfir við- feðm héruð, þótt eigi væri hátt til lofts, né vitt til veggja. Það er einmitt þetta, sem við verðum að gæta, að glata ekki persónuleg- um, þjóðlegum stíl, þótt við höf- um fengið alþjóðlegt hótel i hend- ur. Jónas Guðmundsson. FÉLAGSMÁLANÁMSKEIÐ r A PATREKSFIRÐI FRAMSOKNARFÉLAG Patreks- fjarðar gekkst fyrir 6 daga félagsmálanámskeiði á Patreks- firði 5.-10. október. Námskeiðið var haldið i veitingastofunni Sól- berg og var umsjónarmaður þess Sigþór Ingólfsson og leiðbeinandi Kristinn Snæland. Farið var yfir kennslubréf bréfaskóla S.l.S. og ASt, „Fundarsköp og fundarreglur” og jafnframt voru ýmis mál rædd á námskeiðinu s.s. byggðamál, iðnskólamál, áfengismál, hrepps- mál o.fl. Varaoddviti, Svavar Jó- hannsson, var viðstaddur umræð- ur um hreppsmálin og svaraði hann fyrirspurnum. Þátttakendur voru alls 17 tals- ins, en siðasta fundinn sátu auk þess nokkrir gestir. Fyrirhugað er að halda námskeiðinu áfram i vetur, þannig að einn fundur verði á mánuði og þá rætt um ýmis fyrirfram ákveðin málefni. K.Sn./—hs— Mörg alvöruorð féllu um opnun áfengisútsölu á Patreksfiröi I umræö- unum. Ilelgi Hersveinsson, Kristinn Snæland og Erla Guöjónsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.