Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 14. október 1973.
Dinh Stolz:
Umhverfisvernd—
metsölubækur á
bókamarkaðinum
Fagurlegar og raunhæfar
upplýsingar um ógnvekjandi
hættu, sem að umhverfinu steðjar
„Ragnarök i áföngum” —
„Hinn mikli dauði” —
„Framtiðin biður ekki.” Þetta
eru heiti bóka, sem keppa um
heiðurstitilinn : metsölubók
ársins á þýzka bókamarkaðinum.
Hér er þó ekki um æsilega glæpa
reyfara þekktra rithöfunda að
ræða, heldur um nýja tegund sór-
fræðibókmennta — bolla-
leggingai um umhverfisvernd.
Þegar þýðingar erlendra bóka
um þessi efni fóru að seljast með
methraða, tóku þýzkir rit-
höfundar óg visindamenn til
hendinni. f nýjustu bókaskrám
má finna um 160 titla um þessi
efni frá siðustu þrem árum.
„Aðvörun til samtiðarmann-
annaV
Ein nýjasta bókin er „Der
Dreck, in dem wir leben” (Ó-
þverrinn sem vér lifum i) eftir
Wilfried Scharnagl, þar sem lögð
ér áherzla á tölur og staðreyndir,
hruni heimsmenningarinnar spáð
og hrópuð aðvörunarorð til
samtiðarm anna . Wilfried
Scharnagl hefur frá mörgu að
segja. Hann hefur dregið saman
mikinn fróðleik innanlands og
utan og leitað álits margra
stjórnmálamanna i sambands-
iýðveldinu og m.a spurt þá, hvað
þeir hugsi sér að gera i vanda-
málinu.
Hann sniður sér ekki þröngan
stakk, hvorki i þjóðlegu né
hugmyndafræðilegu tilliti, og
úttekt hans á vandamálinu er allt
annað en glæsileg. Hann skir-
skotar til ábyrgðar stjórnmála-
mannanna að finna leiðir til að
leysa vandann, og kemst að þeirri
niðurstöðu, áð engin rikari stjórn-
málaleg skylda hvili á þeirra
herðum, en að berjast við mengað
andrúmsloft, ærandi hávaða,
daunilla sorphauga og eitruð
matvæli og, siðast en ekki sizt,
mengun úthafanna. Hann berst
fyrir þvi, að tæmandi
upplýsingum verði safnað, svo
hægt verði að gera viðeigandi
ráðstafanir til að endurheimta
heilnæmt umhverfi.
llin náttúrulegu lifsskilyrði.
Þetta er siðasta tækifærið,
segir hann. „Þá skoðun verður að
viöurkenna, að náttúruleg lifs-
skilyrði, sem manninum voru
sköpuð og hann á allt sitt undir að
spillist ekki, eru ekki ótakmörkuð
og að á þeim má ekki niðast
óátalið. Þetta verður hverjum
einstaklingi aö vera ljóst — öllum
• á öllum sviðum, i stjórnmálum,
i viðskiptalifinu, i visindum og i
uppeldi sérhvers einstaklings. Sé
þessa gætt, er von um að fresta
megi að senda út neyöarkallið
enn um stund, en hve lengi — það
er undir hverjum einstökum
komið”.
„Framtlðin biður ekki’’
t sama streng tekur Hans G.
Schneider i bók sinni „Die
Zukunft wartet nicht” (Framtiðin
biður ekki), og leggur áherzlu á
sinnuieysið um hina ógnandi
hættu af eyðileggingu
umhverfisinsi Schneider bendir
á, að aðeins raunsætt mat á
ástandinu geti bjargað þvi, sem
bjargað verður. Hann bendir á
staðreyndir, eins og fjölgun
mannkynsins, „misvægið milli
norðurs og suðurs”, gegndar-
lausa eyðslu samfara sárustu
fátækt, mistnoktun visindanna,
skipbrot, skynsem i nnar,
upplýsingaöngþveitið og
syrjaldarhættuna. Hann litur svo
á, að umhverfisvernd og rann-
sóknir á framtiðarhorfum séu
óaðskiljanleg vandamál, „ekki
tæknilegs, heldur stjórnmálalegs
eðlis”.
Schneidér ásakar ráðamenn,
bæði i austri og vestri, fyrir
vanmátt þeirra við að leysa
aðkallandi vandamál og að skella
skollaeyrunum við þeim. 1
ásökunartóni hrópar hann og
krefst breyttra samfélagshátta
með „róttækri lýðræðisvæðingu”.
Hann lýsir lika „tillögudráttum
til undirbúnings herferðarinnar
til lifsins” og leggur drög að nýrri
mannréttindaskrá.
Eitt verður manni ljóst, þegar
litið er yfir nýjustu rit um
umhverfisvernd: Þótt útlitið sé
svart og ógnvekjandi og að-
varanirnar réttmætar, ef látið er
reka á reiðanum, þá virðast
margar leiðir færar til að beina
þróuninni i rétta átt og mæta
vandanum.
En það ér ekki nóg að visa
veginn — það verður að ganga
hann til enda, allt að markinu.
H Hænsni
inu og því hafi hann flutt þær lið-
lega 500 hænur, sem hefðu lifað af
rokið i gamla fjósið á Vlfils-
stöðum, en þar hafi hann fengið
inni fyrir þær.
Siðan hafi hann farið i það að
rifa niður það sem eftir hafi
staðið f húsinu og reynt að tina
upp það timbur, sem hefði fokið
út um nágrenniö. Þetta væri hann
nú að naglhreinsa og koma fyrir
og einnig að hugsa um þessar
hænur, sem eftir væru.
Hann ætlaöi sér ekki að gefast
upp heldur að reyna að koma hús-
inu upp aftur og siðan að kaupa
fleiri hænsni og reyna að koma
öllu i gott lag aftur, þetta yrði þó
ekki gert nema að hann fengi ein-
hverjar bætur og nú biði hann
bara eftir að vita hverjar þær
yrðu, ef þær yrðu þá einhverjar.
—klp—
Þorsteinn Sigmundsson I rústum hænsnahússins á Elliðahvammi með
dauðar hænur I hundraða tali við fætur sér.
Birta í
Galleríinu
LOUIS Armstrong blasir viö i
mikílli litadýrð. Og siðan með
.veggjum Sharon Tate, Villta
vestrið, Skvisa, Gcneral Giap,
Pari, Napalmaðurinn, Blóma-
rós, 5 min. yfir 11, Sólhlif, og
svo áfram. Annars er synd að
segja, að sólhlif sé yfir
verkum Tryggva ólafssonar i
Galléri Súm. Þar er einmitt
sólskinið sem sprettur fram úr
hverri mynd i geysilegri lita-
dýrð, svo stingur I augaö. —
Giap hershöföini er mikill
maður, þvi fyrir honum biðu
Bandarikjamenn ósigur I Viet
Nam, sinn fyrsta i sögunni,
segir Norðfirðingurinn.
— Það er verst, að fólk er
alltaf að fást við smekk. Hann
er hættulegur. Þú færð ekki
betri list, þótt „smekkurinn”
sé hetri.
— Hefurðu alltaf málað i
þessum stil, Tryggvi?
— Nei, ég málaði fyrst
afstgakt, cftir að ég fór til
Danmcrkur 1961. Svo fór ég til
Madrid 1968 og sá myndir eftir
Goya og ýmsa spænska nieist-
ara, og þá var mér ölium lokið
og vílcli ekki sjá aö mála ab-
strakt. Annars hangir ein fall-
egasta mynd, sem til er I
heiminum að minum dómi og
merkilegasta, I National Gall-
eri i London. Hún er eftir
Pierro della Franccsko. Mér
endist ekki ævin til að skoða
hana.
— Hefurðu unnið óslitið að
málaraiistinni þessi ár þin I
Danmörk?
— Nei, alls ckki. Ég hef
orðiö aö vinna annað, hitt og
þetta. Þaðer fyrst siðastliðið 1
og hálft ár, sem ég hef getaö
einbcitt mér að listinni. Mig
hefur alltaf vantað frið, en
vona að ég hafi vaxið eftir
þetta síðasta, friðsama skeið.
— Mig hcfur aldrei vantað
hugmyndir. Ég hef þær hundr-
uðum saman i kollinum, en hef
átt i vandræðum með að koma
þeim á léreftið af timaskorti.
— Ertu áhangandi einhverr-
ar sérstakrar stcfnu.TryggvR
— Eiginlega ekki. En ég hef
þó orðið fyrir miklum áhrif-
um af ýmsu frá barok-timan-
um. Annars meiri og minni
áhrif frá öllu. Ég hef alltaf
breytzt hægt. Ég er svo klof-
inn. Það hefur aldrei elzt af
inér að vcra strákur og nátt-
úruskoðari. A hinn bóginn er
maður alltaf að verða svart
sýnni og svartsýnni. Maður
litur á, hvernig maðurinn
hefur skapaö heiminn I sinni
mynd. Ég er ekki móralisti, en
þó ekki ásáttur.
— Mestur málari? A þessari
öld myndi ég nefna Matisse.
Picasso er auðvitað hinn óum-
deilanlegi snillingur. Hann er
óumræðilcga snjall hefur eöa
hafði alla tæknina I hendi sér.
En einhvern veginn er hann
ekki alltaf jafn einlægur, hlýr.
Hann getur verið helviti
napur.
— Hvar velurðu þér helzt
mótíf eöa hvernig?
Tryggvi með meistara Armstrong. (Timamynd: Gunnar)
— Hvar sem er. Meir að
segja af sjónvarpinu og teikni-
sérium. (þessi hérna t.d.).
Það góða við sjónvarpiö er að
þú færð Víet Nam-strlöið inn á
stofugólfið hjá þér. Það er
ekki lengur hægt að vera
hetja. Þegar Lord Byron aftur
á móti fór að berjast með
Grikkjum móti Tyrkjum 1894,
var hann hetja i heiminum. Og
50 árum siðar segja mér fróðir
menn, að islenzkt kvenfólkhafi
orðið máttlaust I hnjáliðunum,
þegar það heyrði á hann
minnzt.
— Þú ferð aftur til
Danmerkur?
— Já, ég fer út i nóvember.
Kem e.t.v. aftur heim, en
Kaupmannahöfn á geysisterk
tök i mér. En tslendingur verð
ég altaf og kem heim, ef efni
og aðstæður leyfa. Það spilar
bara svo margt inn I.
Tryggvi ætlar að helga sig
alveg listinni á næstunni og
stefnir að sýningu I K.höfn i
vor. Mynd eftir hann hangir i
ráðhúsinu i Arósum. — Step
JEPPI Á FLEYGIFERÐ INNI í VERZLUN
JEPPA var ekið á miklum hraða
gegnum aðaldyr og glugga verzl-
Q Nagladekk
búist er við að hefjist strax á
morgun. Sum verkstæðin höfðu
bætt við sig mönnum og öll höfðu
þau safnað að se'r nagladekkjum,
nöglum og verkfærum.
— Við vonum að menn hafi vit á
þvi að koma timanlega og láta
gera allt i stand hjá sér fyrir
veturinn. Það er ekki að vita
hvenær fyrsta hálkan kemur hér
hjá okkur og það er bezt fyrir alla
aðila, að þetta gangi hægt og
rólega fyrir sig svo ekki verði allt
vitlaust fyrsta hálkudaginn, eins
og undanfarin ár.
unarhúss kaupfélagsins á Nes-
kaupstað aðfaranótt laugardags.
t bilnum voru ungur maður og
stúlka,sem slösuðust bæði en
ekki alvarlega.
Svo mikil ferð var á jeppanum,
að hann fór gegnum dyr og
glugga og einnig járnrimladyr
sem þarna voru á milli. Billinn
stöðvaðist ekki fyrr en inni á gafli
og ruddust hillur og borð i verzl-
AFRÝ JUNARDÓMSTÓLL i
Bandarikjunum
hefur staöfest þann dóm undir-
réttar, að Richard Nixon, forseti
Bandarikjanna, eigi að afhenda
segulbandsspólur þær, sem hafa
uninni um koll, og eru skemmdir
miklar á varningi og öðru þvi,
sem i verzluninni var.
Þegar að var komiö var piltur-
inn kominn útúr bilnum, en stúlk-
an var klemmd inni i honum og
gat sig ekki hrært. Varð að nota
verkfæri til að ná bilflakinu utan
af stúlkunni. Voru þaubæði flutt á
spitalann en reyndust minna
meidd en óttast var i fyrstu.
að geyma samtöl forsetans i
Hvita húsinu, m.a. um Water-
gate-málið.
Þessumáli verður áfrýjað alla
leið til Hæstaréttar Bandarikj-
anna, sem hefur siðasta orðið.
Nixon afhendi segulbandsspólurnar