Tíminn - 14.10.1973, Side 15
Sunnudagur 14. október 1973.
TíMÍNN
frystihúsiö, sem var oröiö gamalt
og úr sér gengiB, hefur öll þessi ár
veriB rekiB viB mjög erfiöar aö-
stæöur. Nú á þessu ári hefur veriö
variö stórfé i endurbætur og
stækkun á þvi meö þeim árangri,
aö nú fullnægir þaö þeim kröfum,
s'em nú eru geröar til slikra húsa.
Nefna má og, að kaupfélagið
keypti fyrir nokkrum árum
myndarlegt hús, sem sildar-
söltunarstöð reisti hér og notaði á
meðan sildin var og hét, en var nú
algerlega verkefnalaust eftir að
sildin „stakk af”, enda hugðust
eigendur þess eðlilega flytja það
héðan og nota það viö atvinnu-
rekstur sinn i öðrum landsfjórð-
ungi. Þetta hús hefur kaupfélagið
siðan notað til fiskmóttöku, verk-
að þar i salt þann fisk, sem frysti-
húsið hefur ekki annað móttöku á
af þeim fiski, sem hér hefur borizt
á land.
Tilvera þessa húss hér hefur
þegar bjargað milljónaverðmæt-
um fyrir Borgfirðinga. Þá er
kaupfélagið nú eigandi að all-
stórri byggingu hér, sildarverk-
smiðju frá sildarárunum sælu,
sem varð auðvitað óvirk og óarð-
bær með öllu, þegar sildin brást,
enda búið að flytja allmikið úr
henni af vélum og fleira, þegar
kaupfélagið keypti hana, og hún
orðin óvirk til sinna upphaflegu
nota. En þrátt fyrir það hefur
þessi bygging þjónað verulegu
hlutverki i atvinnulifi Borg-
firðinga nú siðustu árin. Þar
starfrækir kaupfélagið nú beina-
mjölsverksmiðju. Þar hefur
einkaaðili fengið aðstöðu til
skipasm. og i þessari byggingu fá
bátaeigendur geymslupláss fyrir
báta sina að vetrinum, sem er
hreint ekki litils virði. Og fleira
mætti telja. Þetta stóra hús er þvi
þegar i notkun til uppbyggingar i
plássinu, þótt meö nokkuð öðrum
hætti sé, en upphaflega var hug-
myndin. Og tilvist þess hér vekur
bjartsýni og vonir. Það skapar
hugsanlega möguleika i framtið-
inni, að hægt sé að gripa tækifæri,
er kunna að gefast til meira
bjargræðis. Og slikt er ekki
einskis virði”.
Allir unnendur samvinnustefn-
unnar og þeir, sem láta sig hag
almennings nokkru varða, hljóta
að fagna þeim sigrum, sem unnir
hafa verið á Borgarfirði eystra
undanfarin ár, þar sem nýjum,
gildum stoðum hefur verið skotið
undir fámennt, en dýrmætt sam-
félag.
Þetta er einn af sigrunum, sem
þeir vinna, er telja sig þurfa að
vinna gegn eyðingu sveitanna og
segja, að allt landið þurfi að vera
i byggð, ef allt eigi að blessast.
Og þar eiga kaupfélögin von-
andi eftir að vinna marga sigra
og stóra.
Jónas Guömundsson.
Hraðfrystihús kaupfélagsins og kaupfélagsmannvirkin séð frá bryggjunni. Þegar stormar geisa, verð-
ur að renna bátunum á land I fjöruna fyrir neðan húsin, þar eð þeir njóta ekki varnar i brimi innan við
hafnargarðinn.
Höfn i Borgarfirði eystra. Dyrfjöll i baksýn.
Vinningur
i merkjahappdrætti Berklavarnadags 1973
kom upp á númer
25165
Vinningsins ber að vitja i skrifstofu
S.Í.B.S., Suðurgötu 10.
S.Í.B.S.
Byggingarfélag verkamanna,
Reykjavik.
Aðalfundur
félagsins verður haldinn i Tjarnarbúð
(Oddfellowhúsinu) fimmtudaginn 18.
október 1973, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Félagsstjórnin.
Tíminn er peningar