Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 16
TtMtNN.
Sunnudagur J4, október ,1373.
16
Guttormur Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi
'r
Nokkur orð til þjóðnýtingarmanna í bæjarstjórn Kópavogs
Uppbygging miðbæjar Kópavogs
Eitt af þeim verkefnum, sem
meirihluti bæjarstjórnar Kópa-
vogs ákvað að vinna að á þessu
kjörtimabili, var
uppbygging miðbæjar f Kópa-
vogi, sem lengi hafði veriö talað
um en mlnna gert í, sém til fram-
kvæmda horfðb
Þegar farið var að ræða það,
hvernig ætti að standa að þeim
byggingaframkvæmdum, sem
hrinda átti af stað i fyrsta áfanga,
komu fram tvær hugmyndir: Að
bæjarfélagið sæi um allar fram-
kvæmdir, fjármagnaði þær af
skattfé bæjarbúa og mögulegu
lánsfé og seldi siðan eða leigði
einstaklingum ibúðir og annað
húsnæði á svæðinu, eða að bygg-
ingaverktökum væri látinn i té
byggingaréttur á svæðinu og þeir
sæju siðan um framkvæmdir á
eigin ábyrgð og kostnað.
Sfðari kosturinn var valinn, og
þrem verktakasamsteypum var
úthlutað sinu svæðinu hverri til
byggingar íbúða og verzlunar- og
skrifstofuhúsnæöis.
Pólitiskur
taugapirringur.
Þegar það kom í ljós, að það
fyrirtæki, sem ég veiti forstöðu,
✓ar þátttakandi i einni verktaka-
samteypunni, ser hafði fengið
byggingarétt á m.obæjarsvæðinu,
fór að koma i ljós talsverður
fiöringur i sumum bæjarfulltrú-
um, sem endaði með þvi, að þeir
komu af stað blaðaskrifum um
málið.
Alþýðublaðið hóf þessa umræðu
i æsifréttastil. Sala þess blaðs
hefur gengið illa, svo það virðist
hafa tekið upp lika stefnu f blaða-
mennsku og Mánudagsblaðið,
þegar það var að reyna að ná fót-
festu á islenzkum blaðamarkaði.
^Þáttur bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins,
Sigurðar Grétars.
Annar bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, Sigurður Grétar
Guðmundsson, hefur nú skrifað
heila opnu i Þjóðviljann um þess-
ar fyrirhuguðu framkvæmdir á
miðbæjarsvæðinu undir mottóinu
„braskið i Kópavogi”.
Ég hef alltaf haft vissa samúö
með Sigurði Grétar. Það er vitað
mál, að kommúnistaklikan, sem
öllu ræður i Alþýðubandalaginu
hér f Kópavogi, ætlar að sparka
honum út af listanum fyrir næstu
bæjarstjórnarkosningar — þvi er
þetta tiltæki hans nú sjáanlega
gert til þess að vinna sig i álit hjá
þessum húsbændum sinum i
flokknum. Enda sést það að
vaðallinn, buslugangurinn og
þvælan eru á svo háu stigi, að
honum tekst ekki einu sinni að
fara rétt með nöfn manna, sem
hann þó gjörþekkir. Sigurður
kemst að þeirri spaklegu niður-
stöðu, ,,að það séu áhöld um hvort
vísa ætti málinu til lækna eða lög-
fræðinga”. Ég er, aftur á móti
ekki i neinum vafa um það, að ef
sálarástand Sigurðar Grétars er i
samræmi við þessa ritsmið hans,
þá þarf hann meira á lækni en
lögfræðingi að halda.
Hluti af gremju Sigurðar stafar
svo af þvi, að sjónarmið Alþýðu-
bandalagsins um opinberan
rekstur á þessum framkvæmdum
fékk ekki meirihlutafylgi i bæjar-
stjórn. Hinsvegar hefur það legið
fyrir frá upphafi, að Bygginga-
samvinnufélag Kópavogs og
KRON hafa átt kost á aðstöðu á
miöbæjarsvæðinu, sem þessir
aðilar hafa þó ekki viljað notfæra
sér. En það væri mér fagnaðar-
efni, ef breytinga væri að vænta á
þvi. Sama er að segja um bila-
geymslurnar. Sigurður Grétar og
sumir hans skoðanabræður töldu,
aö byggjendurnir ættu að kosta
byggingu þeirra, en bærinn ætti
siöan að eiga þær og reka. Þarna
kemur fram grundvallar ágrein-
ingur um rétt einstaklinga til
fjármuna sinna, eða hvort þaö
opinbera eigi i öllu að vera forsjá
fjöldans og ráðskast meö allt og
alla. Ég tel, að meirihluti bæjar-
stjórnar hafi frá upphafi mótað
ákveðna stefnu i þessu máli og að
það þurfi að veröa mikil breyting
á afstööu núverandi bæjar-
stjórnarmeirihluta, ef sjónarmiö
Siguröar Grétars á að fá hljóm-
grunn.
Þáttur verktakans
Sigurðar Grétars.
Siguröur Grétar ræöst meö
dólgslegu orðbragði að þeim
verktökum, sem standa að Miö-
bæjarframkvæmdum s.f. Hann
ber þeim á brýn að þeir hafi „selt
lóöir, sem ekki hafa verið sam-
þykktar, — og almenn bilastæöi”.
Auk þess hafi þeir svo I hyggju
,,að losna undan þvi að greiða
opinber gjöld til bæjarfélagsins”!
Til viðbótar reynir svo Siguröur
að koma þvi að, að ég, sem for-
maöur bæjarráðs, sé svo ná-
Dyramottur úti og inni —
Bílamottur
Kokosmottur
með gúmmíundirlagi
myndskreyttar
Gúmmímottur í bakka
mjög sterkar— 10 ára ábyrgð
Fjölbreytt úrval
fyrirliggjandi
Heildsala
Smásala
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 sími 38640
Guttormur Sigurbjörnsson.
tengdur Miðbæjarframkvæmdum
s.f., að ég sé prókúruhafi þess
fyrirtækis. Með þessu er ætlað að
sverta mig persónulega með þvi,
að ég sé þarna að semja við sjálf-
an mig. Sigurður veit þó vel, að ég
hef alltaf vikið af fundum, þegar
sérmál Miöbæjarframkvæmda
s.f. hafa verið til umræðu.
Sigurður er nú sjálfur þekktur
verktaki hér i Kópavogi gegnum
mörg ár. Mér finnst það litilmót-
leg pólitik að ráðast á pólistiska
andstæðinga á þann hátt að niða
starf þeirra. Þeir sem vinna að
eigin rekstri, eiga vitanlega sama
rétt á þvi að sinna opinberri þátt-
töku i stjórnmálum og þeir, sem
vinna hjá þvi opinbera, og ekki
siöur að minu viti.
Vegna ósmekklegs málflutn-
ings Sigurðar og órökstuddra get-
saka, get ég þó ekki stillt mig um
að minna hann á, að hann hefur
um áraskeið verið einn af
stjórnarmönnum I stjórn Bygg-
ingasamvinnufélags Kópavogs og
einn af aðalverktökum þess sama
félags við allar byggingar þess á
árabili. Hann ætti að ihuga þetta
atriöi með sama hugarfari og
hann dæmir aðra verktaka.
Sigurður Grétar hefur veriö
mjög áhugasamur um að reyna
sænska nýjung hér á miðbæjar-
svæöinu um upphitun göngustiga
og innkeyrslu á Hafnarfjaröar-
veginn. Fyrirtækið, sem verið er
aö semja við um kaup og uppsetn-
ingu á þessum útbúnaöi, hefur
umboðsmann hér i Kópavogi,
sem heitir Sigurður Grétar Guð-
mundsson. En þessi sami Sigurð-
ur fjallar um þessi viðskipti i
nefndum á vegum bæjarins. Ætli
að einhverjum, sem les skrif Sig-
urðar Grétars i Þjóðviljanum
þann 21. sept. s.l. og þekkir þessa
starfsemi hans o.fl., hafi ekki orð-
ið hugsað til orðanna „vei yður
hræsnarar”.
Við munum sjá miðbæ
Kópavogs risa.
Sigurður Grétar er rogginn yfir
„forustuhlutverki” sinu i undir-
búningi að byggingu miðbæjar i
Kópavogi. Það má segja um það,
að honum lætur þá betur að koma
verkum áfram siðan hann varð i
minnihluta i bæjarstjórn, en þeg-
ar hann átti meirihlutaaðild.
Að siðustu vil ég svo segja, að
þaö eru þvi miður ekki allir
bæjarfulltrúar i Kópavogi, sem
hafa gleöi af þeim miklu fram-
kvæmdum, sem tekizt hefur að
hrinda áfram á þvi kjörtimabili,
sem nú er að enda. Þeir hinir
sömu munu þvi gráta þurrum
tárum, ef nú tækist, með óvenju-
lega ódrengilegum bolabrögum
að stöðva framkvæmdir, sem nú
eru að fara I gang á miðbæjar-
svæöinu. Ég vona samt að gæfa
Kópavogs sé svo mikil, að þeirri
árás veröi hrundið. En til aö svo
megi verða, þurfum við að leggja
öfund og smáborgarahátt til
hliðar.
ÉG held, að tilburðir Sigurðar
Grétars og sálufélaga hans i
þessu máli séu fyrirfram dæmdir
þýöingarlausir og einskis viröi.
Að lokum skaða þeir engan nema
þá sjálfa. Þeir geta ekki tafiö
verkið nema tiltölulega mjög
stutt.
Við munum sjá miöbæ Kópavogs
risa.