Tíminn - 14.10.1973, Page 19

Tíminn - 14.10.1973, Page 19
TMVÍINTÍ 19 Sunnuíagup' lí .'-oktbbei^ Ctgefandi; Framsóknarflokkurinn Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f t •- . ■* Öflug kynning Hannes Jónsson blaðafulltrúi gerði á land- helgisfundinum, sem haldinn var að Hótel Sögu siðastl. sunnudag, itarlega grein fyrir hinni margþættu kynningu á landhelgismálinu er- lendis siðan núv. rikisstjórn kom til valda. 1 fyrsta lagi hefðu ráðherrarnir, einkum þó forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanrikisráðherra, átt viðtöl við mjög mikinn fjölda fréttamanna, bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem þeir hefðu flutt margar ræður og yfirlýsingar um málið á alþjóðlegúm ráðstefn- um. í öðru lagi hefði Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra alveg sérstaklega, svo og ýmsir emb- ættismenn utanrikisþjónustunnar, talað fyrir stefnu okkar i málinu á fjölmörgum alþjóða- ráðstefnum, og yfirleitt ekkert tækifæri látið ónotað til þess að túlka stefnu okkar og skapa skilning á henni, auk þess, sem þeir hefðu rætt við mikinn fjölda erlendra fréttamanna um málið. í þriðja lagi hefðu verið gefin út þrjú prentuð kynningarrit um landhelgismálið og dreift um allan heim, bæði til fjölmiðla, stjórnarerind- reka og alþjóðastofnana þ.á.m. Nato, Sþ og Evrópuráðsins. öll þrjú kynningarritin hefðu verið gefin út á ensku I stórum upplögum, auk þess sem eitt þeirra hefði verið gefið út i þýzkri þýðingu og annað i norskri þýðingu. Félögum, firmum og einstaklingum hefði verið gefinn kostur á ókeypis upplagi af öllum þessum upp- lýsingagögnum. Notuðu margir sér tækifærið til þess að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi, þar á meðal Stúdentaráð Háskóla íslands, SÍNE, Alþýðusamband íslands, Samband is- lenzkra samvinnufélaga, Eimskipafélag ís- lands, og fjölmörg önnur félagssamtök og firmu á Islandi. í f jórða lagi hefðu verið gefnar út 7 f jölritað- ar upplýsingagreinargerðir um landhelgismál- ið á ensku til dreifingar og afnota fyrir ræðis- menn íslands erlendis, islenzku sendiráðin og aðra málssvara íslands á erlendum vettvangi. í fimmta lagi hefði verið gerð litkvikmynd um landhelgismálið, ,,The living Sea”, sem sýnd hefði verið i sjónvarpi mjög viða um heim, og hún er til bæði með ensku og þýzku tali. í sjötta lagi hefði sendiráðum íslands verið falið að dreifa i umdæmum sinum öllum ritum, sem gefin hefðu verið út um landhelgismálið á vegum rikisstjórnarinnar. Jafnframt hefði sendiherrunum verið bent á að nota slik tæki- færi til þess að efna til fréttamannafunda til kynningar á málinu, og nota þá viðkomandi gögn sem undirstöðu að kynningunni i hvert skipti. í sjöunda lagi hefðu verið farnar allmargar sérstakar ferðir einstakra manna til þess að kynna landhelgismálið erlendis. í áttunda lagi benti Hannes Jónsson á, að samkvæmt eðli embættis sins hefði hann átt viðtöl við erlenda frétta- og sjónvarpsmenn i hundraðatali, bæði heima og erlendis, til kynn- ingar á málinu, og m.a. haldið daglega frétta- mannafundi um lengri tima á meðan fjöldi er- lendra fréttamanna var mestur hér á landi. Þ.Þ. Yost skrifar um viðræður í Genf: Kröfuharka getur spillt sambúðinni Rangt að gera þjóðféiagsbreytingar að skilyrði t'harles W. Yost fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuóu þjóóunuin. HIÐ eitraða kalda strið er búið að standa i fjórðung aldar. Knörr bættrar sambúð- ar Bandarikjamanna og Sovétmanna er enn næsta veikbyggt far, sem báðum aðilum ber að varast að of- hlaða, ef þvi á ekki að hvolfa jafnskjótt og það er komið á flot. En hvert er þá markmið bættrar sambúðar? Það er vissulega ekki breyt- ing á félagsmálakerfi gagnað- ilans. Hvor aðili um sig hélt þetta um hinn meðan á kalda striðinu stóð, hvort sem sá grunur hefir verið á rök- um reistur eða ekki. Vestrænir menn héldu, að Sovétmenn væru að reyna að útbreiða kommúnismann og ætluðu að ganga af kapital- ismanum dauðum. Sovétmenn héldu hins vegar, að ..heirns- valdasinnar” væru að reyna að umkringja þá og ætluðu að kæfa kommúnismann. Ótti beggja hefir rénað um sinn, en hann lifir eigi að siður og gæti ágerzt að nýju með skjót- um hætti. HVOR aðili um sig hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að hann geti ekki gengið milli bols og höfuðs á hinum án þess að fara sjálfur sömu leiðina. Markmið bættrar sambúðar er þvi að viðhalda og treysta „friðsamlega tilveru tveggja félagsmáiakerfa hlið við hlið”, eins og Sovétmenn kojast að orði. Höfuðleiðirnar að þessu marki eru þessar: 1 fyrsta lagi að hafa hemil á vigbúnaðarkapphlaupinu og draga úr þvi. 1 öðru lagi að fjarlægja smátt og smátt setuliðin, sem búið hafa um sig i Mið- Evrópu. í þriðja lagi að koma á og efla samskipti i viðskiptum, tækni, visindum og menning- armálum, en af sjálfu leiðir, að slik samskipti efla áhuga beggja á varðveizlu þeirra og viðhaldi. t fjórða iagi eru svo tiðir fundir stjórnmálamanna á öll- um áhrifastigum, — einnig leiðtogafundir — til þess að koma i veg fyrir nýja árekstra og kanna ný samstarfssvið. ÞRÁTT fyrir þessi markmið erenn mikil freisting að reyna að hlaða sambúðarfarið skil- yrðum, sem hvorum aðila um sig þykja girnileg. Margir vestrænir menn segja til dæmis, að ef Sovétmenn þarfnist vestrænnar tækni jafn sárlega og af sé látið, hvaö sé þá á móti þvi að láta þá endur- greiða hana með þvi að slaka á sumum verstu hömlunum i samfélaginu, til dæmis að leyfa brottflutning fólks úr landi, hætta að trufla erlendar útvarpssendingar og heimila verulega aukin mannleg sam- skipti? Andrei Sakharoff hefir af miklu hugrekki varað vest- ræna menn við þvi að efla stjórnina i Sovétrikjunum fyrr en að þessar breytingar eru komnar i kring. Einnig kann að vera mikil freisting fyrir Sovétmenn að reyna að hlaða sambúðarfarið sinum skilyrðum annað hvort strax i upphafi eða siðar. Þeir kunna að segja sem svo, að ef vilji vestrænna manna til þess að draga úr spennunni sé jafn einlægur og af er látið, sé rétt að láta þá ganga á undan um minnkun vigbúnaðar i Evrópu, hætta að gera hosur sinar grænar við bandaþjóð- ir-þeirra i Austur-Evrópu, knýja tsraelsmenn til þess að auðsýna Aröbum réttlæti og vinna Kinverja inn á að semja við Sovétmenn. Verði þessi sjónarmið rikj- andi hjá rikistjórnum aðila koma til heilar raðir nýrra ágreiningsefna, draga hlýtur ört úr sambúðarbatanum og sennilega skemmur kalda strið ið á aftur. TAKMORKUNUM sambúð- arbata er ætlað að stefna i allt aðra átt. Ætlunin er að leggja um sinn aöaláherzluna á þau mál, þar sem hvor aðilinn um sig er fyrir sitt leyti reiðubú- inn að slá nokkuð af fyrri kröfum til samkomulags, svo sem takmörkun vigbúnaðar, öryggi Evrópu og aukin við- skipti, sem báðum eru til hagsbóta. Ætlunin er að forð- ast þau mál eða að minnsta kosti að fresta þeim málum, sem hvorugur er reiðubúinn að breyta og allra sizt eftir skipunum frá öðrum. Ber þarna hæst gerð og venjur félagsmálakerfanna tveggja. Hinu er ekki að leyna, að takmarkaöur sambúðarbati hlýtur með timanum að hafa allviðtækar afleiðingar. Þess meira, sem úr spennunni dregur, þess meiri skipti sem fram fara á vörum og mönn- um, þess fleiri sem sameigin- legir hagsmunir Austurveld- anna og Vesturveldanna verða, þess meiri likur eru á, að þær þrúganir, sem vest- rænum mönnum þykja grimmilegastar og bera mest- an fornaldarblæ, fái einnig þann blæ i augum Sovétmanna sjálfra og verði þér smátt og smátt breytt. SOVETMÖNNUM kann að skiljast, að ástæðan til þess, hve samíélag þeirra er langt á cftir öðrum samfélögum i þeim málefum, sem að borg- urunum sjálfum snúa, jafn langt og þeir hafa náð i tækni á hernaðarsvíinu, er einmitt það járntjald, sem rikisstjórnin helir komið fyrir i öryggis- skyni milli þessara tveggja sviða. Hin miklu afrek i vis- indum hafa þvi tiltölulega litið áhrif haft á almenna tækni eða þjóðfélagiö yfirleitt. Leiðtogar Sovétmanna verða ennfremur að gera sér þess grein i alvöru, að ofsóknir þeirra á hendur andlegum af burðamönnum eru liklegar til að vekja það mikla andúð meðal vestrænna manna, að það setji sambúðarbatanum ákveðnar skorður, hvers svo sem stjórnir vestrænna rikja kunna að óska. Andmæli vis- indaakademiu Bandarikjanna gegn meðferðinni á Sakharoff er táknrænt dæmi um aukna hættu i þessu efni. VESTRÆNIR menn verða einnig að varast að reyna að ná of miklum árangri of skjótt. Ef reyna ætti með þrýstingi að utan að hlaða sambúðarfarið þegar i stað öllum fjórum höfuðafbrigðum frelsisins, hlyti það ekki að- eins að mistakast, heldur yrði það sennilega til þess að sökkva þvi. Þarna er efalaust skynsamlegast að flýta sér hægt, eins og tiðast á við i alþjóðamálum. Við megum ekki verða von- sviknir, þó að hið ihaldssama skrifstofuvald Sovétrfkjanna óttist þróunina, sem við mæl- um með, og hefði þvi fremur tök sinenlosi i svip. En þegar timar liða er sólin liklegri til þess en vindurinn að fá ferða- manninn til þess að fara úr kápu sinni, einsog segir i dæmisögu Esóps.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.