Tíminn - 14.10.1973, Side 21

Tíminn - 14.10.1973, Side 21
Sunnudagur 14. október 1973. TÍMINN 21 ,,1 hamrinum bjó tröll,/I hólnum álfur....” segir í þekktu ljóöi. Hér sést bóndabær og fólk að störfum —og svo sannarlega er rækilega kvikt af huldum vættum i grendinni. Nærmyndir af vinnubrögöum hjónanna. Katrin og Stefán viö vinnuborðiö sitt. „Þaö hlýtur aö vera gaman aö vinna svona sjálfstætt heima hjá sér”, kann einhver að hugsa. Já, en til þess þarf dálitið meira en löngunina eina. Fólk þarf lika aö vera gætt listrænum smekk og hæfileikum, og þeir hlutir eru alls ekki öllum gefnir. sjálfum, ekki sizt þeim, sem bú- settir eru erlendis og eru orðnir svo fullorðnir, að þeir muna þá tima, þegar þjóðin lifði við þau kjör og þær aðstæður, sem þar er verið að lýsa. — Þið takið efni lagt aftan úr öldum? — Já, já, einkum þó búningana. Ég er nú einu sinni þannig gerð, að ég hef alltaf verið hrifnari af eldri búningunum okkar, heldur en þeim, sem komu fram fyrir til- verknað Sigurðar málara. — Svo að þinn smekkur er aftar itimanum en smekkur Sigurðar? — Já, það má vel orða það svo. Auðvitað neita ég þvi ekki, að Sigurður gerði mikið fyrir þjóð- búninginn okkar. Það þurfti eitt- hvað að gera fyrir Islenzkar kon- ur, svo að þær gætu haldið áfram að nota þjóðbúning. En að þvi hlaut að koma, eins og lika hefur komið á daginn, að ungar, is- lenzkar konur ganga ekki i þess- um búningi daglega. Þess vegna finnst mér, að ef við,sem nú erum ungar, ætlum að koma okkur upp þjóðbúningum, að þá þurfum við að reyna að leita svolitið aftur i þessa gömlu búninga, sérstak- lega þó með efnisvalið. Aður fyrr var vaðmál yfirleitt notað i pilsin og dagtreyjurnar og léreft eða sirs í svuntur og blússur. Þetta er mikið þjóðlegra en að notanælon- efni eða eitthvað állka, eins og al- gengt er orðið nú á dögum. — Ertu eingöngu með kvenbún- inga I huga? — Ég ætlast ekki til þess af blessuðum karlmönnunum okkar, að þeir fari að ganga i þjóðbún- ingum, enda held ég að vandgert yrði að finna íslenzkan karl-þjóð- búning. — Við skulum halda áfram með þjóðlegheitin: Hafið þið valið ykkur efni úr Islenzkum þjóðsög- um? — Nei,fram aö þessu höfum við ekki valið okkur efni úr þjóð- sögunum, þótt vissulega sé þar ærið myndaefni. Við höfum aðal- lega stuðzt við islenzka atvinnu- hætti, og þar er að visu nógu af að taka. Þegar ég var barn, var ég svo heppin að vera mikið i sveit, þar sem gömul amboð voru notuð. Ég þykist þvi hafa nokkra þekkingu á þeim málum, þótt ég sé kaup- staðarbarn. Sfðan hef ég reynt eftir beztu getu að kynna mér þessa hluti og bæta við þekkingu mina á isl. atvinnuháttum, bæði utan húss og innan. Ég á hér við heyskap, tóvinnu, eldhússtörf og margt fleira. Auðvitað þekki ég ekki þessar erfiðu aðstæður af eigin raun, eins og þær voru i gamla daga, en engu að siður held ég, að myndir minar séu trú- verðugar, enda hef ég hugsað mikið um þessi mál og gert mér Framhald á bls. 39. Fornkappar meö vopn sin og verjur. Hamingjusöm fjölskylda. Ungi pilturinn hefur yfirgefiö keltu pabba sfns til þess aö geta handleikiö öskubakka. Þaö er nauösynlegt aö hafa eitt- hvaö handa á milli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.