Tíminn - 14.10.1973, Síða 37
Sunnudagur 14. október 1973.
'TiMWN
„Elsku mamma! Ég er i höndum
ræningja. Ekki iáta þá drepa mig og
ekki tala við lögregluna! Viltu vera
svo góð að borga lausnargjaldið.
Þetta er ekki gabb! ” Paul Getty III,
hinn 17 ára gamli sonarsonur auð-
ugasta manns heims, hefur verið
týndur siðan i júli. Hann hefur lifað
eirðarlausu lifi meðal hippa i Róm
og lögreglan trúði ekki að honum
hefði verið rænt. En síðan komu i
ljós hlutir, sem bentu til að eitthvað
hefði komið fyrir drenginn......
þvi að hagnýta sér atriði i erfða-
skrá föðurins, hefur hann útvegað
sér talsvert af auðæfunum. Hann
var óbreyttur skrifstofumaður i
fyrirtæki föður sins i London, en
er nú forstjóri Getty-oliufélagsins
á ttaliu.
Skömmu siðar, árið 1966, yfir-
gaf hann konu sina, Gail og
kvæntistThalitu Pal, leikkonu frá
Bali, en hollenskrar ættar. Hún
lézt i Róm fyrir tveimur árum af
morfineitrun. Paul Getty yngri er
nú auðugur ekkill og býr i Róm
með syni sinum af siðara hjóna-
bandi. Sá heitir þvi óvenjulega
nafni Tara Grammophone!
Paul Getty III. sem er fæddur i
fyrra hjónabandi föður sins, hefur
búið i Róm hjá móður sinni, siðan
foreldrarnir skildu. Hann hefði
ekki þolinmæði til að biða lengur
eftir frelsinu og hóf uppreisnina
snemma á táningaaldri. En þó
hann ætti sitt eigið kvistherbergi
úti i borginni, bjó hann iðulega
heima hjá móður sinni. Hins veg-
ar vildi hann ekki taka við
peningum af neinum. Samt sem
áður var hann tiður gestur á dýr-
um veitingahúsum.
Á skömmum tima var hann
framleiðandi margra kvik-
mynda, sem ekki urðu þó allar
fullgerðar og heldur ekki mjög
góðar sumar. Daginn áður en
hann hvarf, var hann eins og
venjulega á fullri ferð við eitt og
annað. Aðfaranótt 8. júli svaf
hann i ibúð Martine Zacher, 24
ára þýzkrar stúlku , sem vann að
gerð heimildarkvikmyndar i
Róm. Martine, sem bjó þarna
með tviburasystur sinni, sagði
lögreglunni: — Mér fannst gam-
an, þegar hann kom i heimsókn.
Hann var alltaf i leit að mann-
legri hlýju, bókstaflega eins og
hvolpur.
Hvarf með dansmey
Paul fór út i kvikmyndaverið til
aðhorfa á reynsluupptöku, ásamt
Martine og Bob nokkrum Free-
man, bandariskum kvikmynda-
framleiðanda. Siðdegis heimsótti
han svo Mario Crisi til að spyrja
hvernig honum litist á nýja vin-
konu sina, Danielle Devred. Hún
er dóttir belgisks starfsmanns
Sameinuðu þjóðanna i Róm og
hafði strokið að heiman nokkrum
mánuðum áður. Nú var hún dans-
mær á næturklúbbnum „Scar-
bocchio”.
Um kvöldið ætlaði Paul að hitta
Danielle, en fann hana ekki og fór
þvi með bandarisku smástirni,
Susan Johnson á diskótek. Um-
hverfið þar er heldur æðislegt á
að lita, en þetta er einn vinsælasti
unglingastaðurinn i borginni.
Þarna var þá Danielle'og Paul
stakk Susan af og hvarf með
hinni.
Vinirnir sáu, að Paul og Dani-
elle voru að rifast er þau fóru, en
svo veit enginn meira. Paul Getty
III er horfinn og samtimis yfirgaf
Danielle Róm ög fór i dularfuilt
ferðalag.
Sfðasti dagurinn litur út fyrir að
hafa verið ósköp venjulegur dag-
ur i lifi Pauls. Dagur eins og allir
aðrir, sem hann hafði lifað sið-
asta árið, i eilifri leit að sjálfum
sér og uppreisn gegn umhverfinu
og þvi fólki, sem hann hafði alizt
upp hjá.
Móðir hans tók hvarf hans ekki
alvarlega i fyrstu, en svo var tvis-
var hringt til hennar. Alvaran að
baki kröfunnar um lausnargjald
var greinileg, þegar maðurinn i
simanum hótaði að senda henni
fingur sonarins sem sönnunar-
gagn. Paul Getty I var einnig
krafinn um lausnargjald, nokkur
Afinn, Paul Gctty I. auðugusti maður heims, haröneitaöi aö greiöa
iausnargjaid fyrir sonarson sinn.
hundruð milljónir.
Nú tóku málin nýja stefnu. Lög-
reglan fór á stúfana, en ekkert
hefur fundizt, sem bent gæti til
þess, hvar Paul Getty III er að
finna. lifs eða liðinn.
Neitaði að greiða
Gagnrýnisraddir, sem i fyrstu
héldu þvi fram, að pilturinn hefði
sett þetta á svið til að verða sér
úti um peninga, eru þagnaðar. En
afinn hefur hátiðlega lýst þvi yfir
að hann muni ekki greiða einn
eyri I iausnargjald fyrir sonarson
sinn. Þó að þeir hafi ekki haft
mikil samskipti um dagana. er
sagt, að gamla manninum hafi
alltaf þótt mjög vænt um dreng-
inn. En Paul Getty I fylgir fast
eftir reglum sinum og ein þeirra
er sú, að láta aldrei að kröfum
fjárkúgara.
Enginn veit, hvar Paul ungi er,
eða hver endirinn á málinu verð-
ur fyrir milljónaerfingjann, sem
allt of ungur kastaði sér út i lifið
að baki framhliðar samfélagsins.
önnur ungmenni, sem gert hafa
hið sama, hafa smátt og smátt
snúið heim aftur og lifa nú
borgaralegu lifi. Hafi hippalifið
haft óæskileg áhrif, eru til ágætis
hæli i Sviss, foreldrarnir borga
vistina.
En það eru ekki allir, sem
fæddir eru sólarmegin i lifinu og
eiga einhvern að, sem kaupir þá
út úr vandræðum. Oftast endar
það með að slikt fólk hafnar hjá
lækni, sem aðeins getur yppt öxl-
um og sagt, að þvi miður sé það
allt of seint, eða þá hjá lögregl-
unni.
En þrátt fyrir milljónir foreldra
að baki er ekki auðvelt að komast
áfram upp á eigin spýtur i sól-
skininu i Róm — og hvað hefur
orðið af Paul Getty III?
(ÞýttSB)
Gail Getty, móöir Pauls, hefur búiö í Róm siöan hún skildi viö Paul
Getty II.
t)r einni af kvikmyndum Pauls III. Atriöiö er aö sýna hina heilögu kvöldmáitiö. Paul er annar frá
vinstri.
«