Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 40
V
1
x
L
MERKIÐ.SEM GLEÐUR
Htttumst i kmspfélagtnu
GBÐI
fyrir yóóan mat
^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Efst í huga:
Varanlegur
samastaður
fyrir listina
í landinu
ÁSMUNDUR SVEINSSON mynd-
höggvari hélt sina fyrstu einka-
sýningu hér heima vorið 1930 i
Arnarhvoli (sem þá var raunar i
smiðum), en þá hafði hann dvalið
i um 10 ár við nám erlendis. 1 dag
er hann talinn einn alfremsti
listamaður þjóðarinnar og hefur
tekið þátt i miklum fjölda sam-
sýninga, bæði innanlands og er-
lendis. Asmundur varð áttræður i
vor s.l., en hann er fæddur 20. mai
1893.
Klukkan fimm siðdegis var
opnuð i Listasafni Islands við
Suðurgötu á þessu áttugasta ævi-
a'ri Asmundar yfirlitssýning á
verkum hans, sú særsta hingað
til. A sýningunni eru 63 verk, allt
frá 1922 til ársins 1971. Sýningin
verður opin frá kl. 13:30 til 22 dag-
lega fram i miðjan næsta mánuð.
Listamaðurinn var mjög hress
að vanda, er við litum inn á
sýninguna á föstudaginn var. Efst
var honum þetta i huga: — bað
sem vakir umfram allt fyrir mér
með þessari sýningu, að ég segi
ekki eingöngu, er, að hún megi
verða til að opna augu almenn-
ings og stjórnvalda fyrir þeirri
staöreynd að brýna nauðsyn öer
til að koma hið fyrsta upp hús-
næði fyrir listina i landinu. Hér i
borg þarf að risa upp stórt og veg-
legt hús, helzt með viðsýni til
allra átta, þar sem fólk getur
daglega gengið inn og skoðað
listaverk þjóðarinnar.
— Þið sjáið, að hér vantar öll
stærstu verkin min, tröllin úr
garðinum minum, og á meðan
— fcg lét mig dreyma ýmis-
legt, þegar ég var ungur. En
filmstjarna? Það datt mér
aldrei i hug. Ég hef bara ekki
vit á þvi að leika vcl fyrir
framan myndavélina, það er
verst, segir Asmundur. t þess-
ari sériu sjáum við listamann-
inn með nokkrum af verkun-
um á sýningunni. Meðal
þeirra er „KJARNOItKA”, en
Asmundur hefur alltaf verið
næmur fyrir tækninni. — Nú
vilja allir bjarga sér meö
kjarnorkunni, en ætli þcir eigi
ekki eftir að drepa sig á henni,
segir gamli maöurinn, sem
Kanarnir vilja ólmir „losa við
drasliö” og gera að
milljóner. (Myndir: Gunnar)
vantar allan slagkraftinn á
sýninguna. En eftir þvi sem að-
stæður leyfa, er ég samt mjög
ánægður með hana og það verk ,
sem hún Selma hefur unnið hér.
En það sem ég er ekki ánægður
með er, að hér skuli hafa þurft að
rifa niður öll þau listaverk, sem
fyrir voru hér i sölunum. bað er
allsendis óviöunandi, vinir minir.
Það má ekki eiga sér stað lengur,
að við eigum ekki eins og aðrar
þjóðir safnhús, þar sem hin ýmsu
listaverk, málverk, höggmyndir
og önnur, geta staðið um ókominn
tima.
— Hvað heldur þú, að fólk fái út
úr nokkurra vikna sýningum, eins
og hér eru. Fólk þarf langan tima
til að melta þetta.
— Jú, mér hafa dottið ýmsir
staðir i hug hér i borginni fyrir
varanlegt listasafn. En nýja hug-
myndin er sú (og nú hlær karl),
að byggt verði safn uppi á öskju-
hlið (mikið pláss þarf jú til),
hringbygging um geymana, sem
bætt verði við smátt og smátt,
eftir þvi sem fleiri listaverk koma
til. Og þarna er mikið landrými
fyrir list, sem má og á að vera
undir berum himni. Þetta er nú
ein hugmyndin.
Þvi má skjóta inn i að Listasafn
Islands eignaðist fyrir nokkru
húseignina að Frikirkjuveg 7
(siðast kölluð Gaumbær) og
allstóra lóð, sem nær alveg upp að
Laufásvegi. Ef byggt yrði við
Glaumbæ, gæti fengizt þarna
allmikið húsrými, og Asmundur
er alls ekki vantrúnaður á, að á
þessum fagra stað sé fundið vé
fyrir sjónmenntina, þar sem
listaverkin megi standa um ár og
daga.
— Það þarf að efla sjónmennt-
ina i landinu segir listamaöurinn
— Þetta með Arnarhól, — það
sýnir bezt hversu embættismenn
irnir eru staurblindir á augans
list. Ég myndi miklu fremur
treysta mér að tala um það við
sveitakonur uppi i afdölum heldur
en þá.
— Útvarpið hefur verið að
kynna hiö ritaða mál, og maður
átti von á, að sjónvarpið myndi
reyna að efla sjónmennt
með þjóðinni En hvaösér maður?
— Strip og bófa. Þegar ég er úti i
garðinum minum, koma krakk-
arnir með spýtur, ota að mér og
segja: „Upp með hendurnar”. Ég
„Trúarbrögöin”, frá 1956, járn, eik og eir. — Já, hérna eru öndvegissúiurnar mfnar. Það væri gaman að
stækka þessa mynd og hafa hana úti. En súlurnar yrðu aö vera úr tré. Kannski væri hægt að endurnýja
þær við og viö, segir Asmundur. Stærð verskins er 145sm.
verðalveg hlessa. Ég vil aftur og
enn segja: Komið upp varan-
legum samastað fyrir listina, og
eflið sjónmennt með þjóðinni.
Það er mér efst i huga vinir
minir.
— Ég hef aldrei bundið mig við
neina stefnu, það er mitt aðalein-
kenni. Ég er sifellt að hoppa á
milli. Og það sem ég gerði fyrir 30
árum, það getur alveg komið
fram i verki hjá mér i dag. betta
eru þeir alltaf að segja,
útlendingarnir, sem fylla allar
gáttir hjá mér, Þeir eru annars
ágætir. Kanarnir vilja bara taka
allt draslið frá mér og gera mig
að milljónera. Þeir skilja ekki, að
ég skuli ekki vilja það. Ég er
dálitið mikið hræddur við þetta,
sjáðu til. Það er eins og listin sé
bara að verða bisniss.
— Ég á erfitt með að klifra
mikið, siðan ég datt. En ég er að
dútla við smásteina. En
nútiminn? Það er þetta stórkost
lega með nýju efnin, skal ég segja
þér. Með þeim geturðu gert allt,
sem þú villt.
— En mig langar aftur að
leggja áherzlu á þessa húsbygg
ingu... — Step