Tíminn - 20.11.1973, Side 5
Þriðjudagur 20. nóvember 1973.
TÍMINN
5
þeytingi
Kenwood þeytarann er
hægt aö nota hvar sem er í
eldhúsinu, inni í stofu eöa í útilegu,
því aö hann gengur fyrir rafhlööum.
Alltaf til reióu þegar þeyta þarf
rjóma eöa hræra sósur,
kalda búóinga, eggja- og
ábætisrétti, svo nokkuð sé
nefnt. Knár þótt hann
sé smár, enda
af Kenwood-ættinni
Kostar ekki
nema 800 kr.
/{enwood
Prentiðnaðurinn
og kjaramálin
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri
i Prentsmiðjunni Eddu h.f. gaf
Timanum, hafa atvinnurekendur
i prentiðnaðinum sent sveina-
félögunum i prentiðnaðinum
bráðab. gagntilboð við kröfum og
óskum s veinafélaganna um
breytta kjarasamninga. Gagntil-
boðið er í ellefu liðum, og er það
þannig:
1. Kjarasamningar allra sveina-
félaganna þriggja i
prentiðnaðinum verði sam-
ræmdir i heildar grunnsamn-
ing. Mismunur launa eftir fag-
greinum verði ákveðinn
hundraðshluti, i þeim tilfell-
um að mismun er að ræða.
2. Samið verði samtimis við öll
sveinafélögin þrjú i prentiðn-
aðinum, svo ekki komi til
vinnustöðvunar einstakra
félaga.
3. Báðir samningsaðilar hafi fá-
anlega samvinnu við samn-
ingsaðila i hliðstæðum iðn-
greinum, til að draga úr vixl-
hækkunum kaups vegna
ósamræmis og vixlhækkunum
verðlags og kaupgjalds.
4. Launaflokkum verði fækkað
og þeir miðaðir við almennt
fengna reynslu i framkvæmd.
Almennt launaskrið, eða hlut-
fall þess, sem lengi hefir verið
óbreytt, verði athugað i þessu
sambandi.
5. Alag á kaup við Monotype-vél-
ar verði lækkað um 1/3. Hið
sama gildi um álag á kaup
eins manns við tvær litlar vél-
ar. Alag á kaup i prentvinnu
við dagblöð verði lækkað um
1/3. Alag á vaktavinnu verði
bundið við unnar vaktir utan
dagvinnutima.
6. Breytt verði um vaktafyrir-
komulag við dagblaðavinnu,
miðað við það að dagblöðin
geti sinnt hlutverki sinu sem
fjölmiðlar á íslandi. Höfð
verði hliðsjón af vaktafyrir-
komulagi (þar meðtöldum
skiptivöktum) hjá öðrum fjöl-
miðlum.
7. Kaffitimar verði annað hvort
i óbreyttu formi og hinir sömu
i öllum fyrirtækjum innan
prentiðnaðarins. Hið sama
gildi um matartima.
8. Nemakaup, orlofsfriðindi,
sjúkrafriðindi, tryggingar-
mál, fæðingarstyrkir, sjóða-
tillög, uppsagnarfrestur og
yfirráð lifeyrissjóða verði i
sem nánustu saræmið við það,
sem er eða umsemst i hlið-
stæðum iðngreinum.
9. Samið verði um verðlagsupp-
bætur á laun i sama formi og á
sama visitölugrunni og aðilar
i hliðstæðum iðngreinum
semja um i væntanlegum
samningum.
10. Þar sem Alþýðusamband Is-
lands virðist biða svars rikis-
stjórnarinnar um viss lög-
gjafaratriði tilheyrandi kjara-
málunum, eru samningsaðilar
sammála um að halda opnum
samningaviðræðum á eðlileg-
an hátt, svo lengi sem vér og
aðrir hliðstæðir samningsaðil-
ar teljum það nauðsynlegt.
11. Samningstimi verði miðaður
við sama tima og aðrir aðilar
vinnumarkaðarins semja al-
mennt um i væntanlegum
samningum. Hið sama gildir
um uppsagnarfrest og fram-
lengingu samninga, sé þeim
ekki sagt upp.
Athugasemd: „Hliðstæðar iðn-
greinar” prentiðnaðinum tel-
ur F.l.P. vera iðnaðar- og
þjónustustarfsemi, sem aðal-
lega byggist á útseldri vinnu
iðnlærðra manna og þeirra
véla, sem iðnlærðir menn
stjórna, enda sé formið á
launagreiðslum fyrirtækjanna
miðað við unnar klukkustund-
ir, en ekki mælingataxta.
Samkvæmt þessari skilgrein-
ingu telur F.l.P. prentiðnað-
inn og t.d. járniðnaðinn hlið-
stæðar iðngreinar.
Stefán segir, að gagntilboð
þetta hafi enn litið verið rætt af
Enn af sundlauga-
málum í
Mývatnssveit
JI, Mývatnssveit, 16/11— Opinn
hreppsnefndarfundur um sund-
laugarbyggingu var haldinn i
Skjólbrekku 1. nóv. s.l. Aheyrend-
ur voru allmargir, enda nýlunda
hér, að almenningur eigi þess
kost að hlýða á hreppsnefndar-
fundi og einnig er áhugi almenn-
ings mikill á þessu máli.
Það olli hins vegar mörgum
vonbrigðum, að þeir, sem skipa
meiri hluta hreppsnefndar, svör-
uðu þvi ekki á fundinum, hver
stefna þeirra væri varðandi bygg-
ingu sundlaugar á vegum hrepps-
ins, en samþykktu að visa málinu
til almenns sveitarfundar. Stefna
minni hluta hreppsnefndar er sú,
að hreppurinn byggi 25 m langa
sundlaug úr steinsteypu og hús
fyrir búningsklefa og böð, sem
fyrst um sinn þjóni bæði sundlaug
og iþróttavelli, sem er i byggingu
við Reykjahlið, enda er þar á
staðnum mikið magn af heitu
vatni, eins og áður hefur verið
sagt frá, og hreppnum heimilt til
upphitunar á sundlaug, án þess að
gjald komi fyrir.
Það mun vera alm. skoðun að
engra frekari samþykkta sé þörf
hér heima fyrir, til að hrepp's-
nefndin geti hafið framkvæmdir
við sundiaugarbyggingu i
Reykjahlið. t þeim efnum vitna
menn m.a. til álitsnefndar, sem
skipuð var vorið 1971 á vegum
hreppsnefndár og Ungmenna-
félagsins Mývetnings til að vinna
að áætlun um byggingu iþrótta-
mannvirkja i Skútustaðahreppi.
En hún skilaði störfum 10. marz
1972. Þá vitna menn til samþykkt-
ar á almennum sveitarfundi i
Skjólbrekku 27. marz 1972 og
samþykktar hreppsnefndar 25.
apr. sama ár. Einnig liggja fyrir
ýmsar samþykktir og yfir-
lýsingar frá Iþróttafélaginu Eilifi
og Ungmennafélaginu Mývetn-
ingi, sem hniga að hinu sama.
Meðal annars kemur fram i bók-
un frá fundi, sem hreppsnefndin
hélt með stjórnum félaganna
beggja um sundlaugamál 19.
marz s.l., að i umræðum á siðasta
aðalfundi Mývetnings var skýrt
tekið fram, að sundlaugarfram-
kvæmd félagsins væri ekki ætlað
að koma i veg fyrir, að byggð yrði
varanleg sundlaug i sveitarfélag-
inu.
1 haust var krafan um varan-
lega sundlaug svo áréttuð með
undirskriftarskjali 132 skatt-
greiðenda i hreppnum, svo sem
áður hefur verið skýrt frá. Vilji
alls þorra Mývetninga virðist
þannig vera ljós i þessu máli. A
f j árhagsá æ 11un Skútu-
staðahrepps fyrir 1972 var nokkur
fjárveiting til undirbúnings sund-
laugarbyggingar. Hins vegar
mun enn ekki liggja fyrir fjár-
veiting frá Alþingi til þessara
framkvæmda, en umsókn var
send til f járveitinganefndar vorið
1972. Vonast nú Mývetningar
fastlega eftir þvi, að skútu-
staðahreppur fái nægilega fjár-
veitingu á fjárlögum næsta árs,
til þess að framkvæmdir viö
myndarlegt sundlaugarmann-
virki geti hafizt hér á þjóðhá-
tiðarárinu.
samningsaðilum, enda beri til-
boðið með sér, að fyrirtækin i
prentiðnaðinum telji sér ekki fært
að semja á undan öðrum hlið-
stæðum iðngreinum, heldur sam-
timis þeim. Félag isl. prent-
iðnaðarins er ekki i Vinnuveit-
endasambandi Islands, og hefir
þvi takmarkaða aðstöðu til áhrifa
i þá átt, að samningum verði
hraðað. Hins vegar séu báðir
samningsaðilar i prentiðnaðinum
sammála um, að æskilegt sé að
hraða samningum eins og frekast
sé auðið.
Stefán tekur fram, aö hann telji
æskilegt að kröfur sveinafélag-
anna yrðu birtar, en eðlilegast sé
að sú ósk komi frá sveinafélögun-
um sjálfum.
Bókin um barnið eftir Spock
Biblía allra foreldra á íslenzku
BENJAMÍN Spock er frægasti
barnalæknir veraldarinnar.og rit
hans um börn og meöhöndlun á
þeim eru bibiia foreldra viða um
heim. Nú hcfur bókaútgáfan
Þjóðsaga gefið út Bókina um
barnið eftir Spock, endurskoðaða
og aukna útgáfu, cn hún hefur
jafnan verið metsölubók siðan
skýrslur um þess konar sölumet
hófust.
Bókin um barnið kom fyrst út i
Bandarikjunum, að visu með
nokkuð öðru nafni, árið 1946, og
heldur fátækleg að ytri búnaði.
Hún rauk þegar út,og gefin út
hvað eftir annað. Vandlega end-
urskoðuð og stóraukin var bókin
gefin út 1957 og árið 1968 hafði
höfundurinn enn lokið endurskoð-
un og bætt við miklu nýju efni.
Benjamin Spock hefur gengt
störfum við margar frægustu
heilbrigðisstofnanir og mennta-
stofnanir Bandarikjanna, svo
sem við Barnaheilbrigðisstofnun-
ina i Rochester i Minnesota,
Mayo-spitalann heimsfræga og
háskólana i Minnesota, Pitts-
burgh og Cleveland.
Nú skiptir hann timanum á
milli þess að skrifa um börn og
berjast fyrir friði i heiminum. En
þegar hann fær friðarstund, legg-
ur hann stund á siglingar.
A fremstu siðu bandarisku út-
gáfunnar af Bókinni um barnið
standa þessi orð: „Handbókin,
sem hefur fengið vitækust með-
mæli og slegið öll sölumet þeirra
bóka, sem nokkurn tima hafa
verið gefnar út fyrir foreldra.”
HEKLA hf.
Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.