Tíminn - 20.11.1973, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Þriðjudagur 20. nóvember 1973.
t „taranlella'.’
„BRÚÐUHEIMIH"
Fyrst á íslandi 1905 — síðast 1952
Þjóðleikhúsið frumsýnir
fimmtudag
22. nóvember
Krogstad kom á aðfangadag meösvolitla „jólagjöf” handa Nóru.
BROÐUHEIMILI
eftir
Henrik Ibsen
Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir — Leik-
myndir og búningateikningar: Sigurjón
Jóhannsson — Þýðing: Sveinn Einars-
son.
Leikendur:
Guðrún Ásmundsdóttir — Nóra
Erlingur Gislason — Helmer
Rúrik Haraldsson — Dr. Rank
Baldvin Halldórsson — Krogstad
Þóra Friðriksdóttir — Kristin
Guðbjörg Þorbjarnardóttir — Anna Maria
Steinunn Jóhannesdóttir — Helena
Þrjú börn — börn Helmers og Nóru
Norska skáldjöfurinn Henrik
Ibsen (1828-1906) þarf vart að
kynna lesendum. Hann hefur not-
ið mikilla vinsælda hér á landi,
þ.e.a.s. verk hans um áratuga
skeið, en alls hafa 10 leikrit eftir
hann verið sýnd. Verk Ibsens
hafa verið sýnd um allan heim, og
löngum við góðar undirtektir.
„Brúðuheimili” („Et Dukke-
hjem) var fyrsta verk Ibsens i
flokki „leikrita úr raunveruleik-
anum”, sem lauk með „Nár vi
döde vágncr”,er út kom 1899 og
var sýnt strax árið eftir, 1900, af
aðalleikhúsunum á Norðurlönd-
um og i Þýzkalandi. Þetta verk
var eins konar „epilog” fyrr-
nefndra verka, sem þar höfðu
myndað heild.
„Brúðuheimili” var frumsýnt á
jólunum 1879 og kom af stað feiki-
legum æsingi og umræðum á
norskum heimilum svo sem
vænta mátti, þar sem i leikritinu
var staða konunnar i þjóðfélaginu
tekin til meðferðar. Slikt efni var
nánast einsdæmi á þeim tima.
Verkið sjálft var þannig upp
byggt, að það hlaut að ná vinsæld-
um, enda varð það mesti leikhús-
sigur 19. aldarinnar, og af leikrit-
um alvarlegs eðlis hefur ekkert
Frá vinstri: Dr. Rank (Rúrik), vinkona Nóru, Kristfn (Þóra), Helmer (Erlingur) og loks Nóra sjálf
(Guðrún).