Tíminn - 20.11.1973, Side 11
Þriðjudagur 20. nóvember 1973.
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaöaprent h.f.
L '
Mikil aukning kaupmáttar
Björn Jónsson, félagsmálaráðherra, svaraði
á Alþingi i fyrri viku fyrirspurn um styttingu
vinnuvikunnar. í svari ráðherrans kom m.a.
fram, að frá 1. nóv. 1971 til 1. sept. 1973 hefur
kaupmáttur timakaupstaxta verkamanna auk-
izt um 27% miðað við visitölu framfærslu-
kostnaðar,en um 20% miðað við visitölu vöru og
þjónustu.
Miðað við að verkamaður hafi eingöngu
unnið dagvinnu og notið styttingar vinnuviku
að fullu i styttri vinnutima og þar með lengri
fritima, er kaupmáttur atvinnutekna hans alls
nú 14% hærri en haustið 1971 miðað við visitölu
framfærslukostnaðar.
Sé miðað við óbreytta yfirvinnu eins og hún
var að meðaltali árið 1971 er kaupmáttar-
aukningin 18% miðað við visitölu framfærslu-
kostnaðar.
Ef hins vegar er miðað við stytting vinnu-
vikunnar, sem ákveðin var með lögum 1971
hafi að hálfu komið fram i fækkun vinnustunda
i heild og að hálfu i fjölgun yfirvinnustunda,
hefur kaupmáttur tekna verkafólks aukizt að
meðaltali um 23-24% miðað við framfærslu-
visitölu. úrtaksrannsóknir benda til að áhrif
styttingar vinnuvikunnar hafi haft nokkurn
veginn þessi áhrif.
Samkvæmt úrtaksrannsókn, sem gerð var á
vegum kjararannsóknanefndar á vinnutima
verkamanna i Reykjavik hefur dagvinna stytzt
um 7.5%, eftirvinna aukizt um 1.1% og
næturvinna aukizt um 27.2%. Meðalvinnutima-
stytting hjá verkamönnum i Reykjavik hefur
þannig orðið um 3.65%. Kemur þetta heim og
saman við þær ágizkanir, sem gerðar voru um
fyrstu áhrif lagasetningarinnar um styttingu
vinnuvikunnar, þ.e. að hún myndi að hálfu
koma fram i styttri vinnutima og að hálfu i
aukinni yfirvinnu.
Olíuverðið hækkar
Oliustrið Arabarikjanna gegn þeim þjóðum,
sem þau telja að veiti ísrael beinan eða óbein-
an stuðning i deilumálunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, getur haft viðtæk áhrif á mannlif
og efnahagsþróun i Vestur-Evrópu og Banda-
rikjunum. Orkuskortur gerir nú þegar vart við
sig og verð á olium og benzini fer ört hækkandi
á heimsmarkaði.
Fyrstir til að gera ráðstafanir til að draga úr
ónauðsynlegri eyðslu eldsneytis urðu Hol-
lendingar. Belgir og Vestur-Þjóðverjar
munu fara að fordæmi Hollendinga og Bretar
undirbúa skömmtun á eldsneyti.
Sem betur fer þurfum við íslendingar ekki að
hafa áhyggjur af skorti á olium og benzini
á næstunni. Með samningum við Sovétrikin
höfum við tryggt okkur nægt eldsneyti til árs-
loka 1975."Hins vegar er oliuverðið i samning-
unum við Sovétrikin bundið heimsmarkaðs-
verði með ákveðnum hætti og koma þvi allar
hækkanir á heimsmarkaðsverði smám saman
inn i verð á olium og benzini hér á landi. Og það
eru engar smáræðis hækkanir, sem orðið hafa
og enn meiri verðhækkanir geta verið fram
undan. Þótt við getum hrósað happi yfir þvi að
þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á
eldsneyti munu þessar miklu verðhækkanir
reynast þungar búsifjar i islenzku efnahags- og
atvinnulifi. — TK
Anders Tandrup, Kristeligt Dagblad:
Aftökur og morð
í Bangla - Desh
Sjórnin kennir „öfgasinnum" um óróann í landinu
PÖLITISK morð og vopna-
viðskipti eru orðin daglegur
viðburður i Bangla Desh.
Innanrikisráöuneytið segir
5000 manns hafa verið tekna af
llfi síöan landiö varð sjálfstætt
i desember 1971. Sumir segja
mannfallið nema 14000 manns.
Mismunurinn nemur nokkurn
veginn þeim 10 þús. moröum,
sem stjórnarandstæðingar
segja rikisstjórnina og fylgis-
menn hennar hafa framið.
„Andstæðingum ” þjóð-
félagsins og „öfgasinnum”
er kennt um árásir á lögreglu-
stöðvar og varðstöðvar viðs
vegar um landið. Mujibur
Rahman fursti hefir hvað eftir
annað lýst yfir, að ekki væri
um teljandi andstöðu að ræða
gegn stjórn hans, and-
stæöingar hans i stjórnmálum
væru einskis megnugir, en
allur órói stafaði frá glæpa-
flokkum, sem vildu reyna að
notfæra sér erfitt ástand.
ENGIN ástæöa virðist til að
gera litið úr erfiðleikunum.
Beiting vopna getur verið upp-
haf borgarastyrjaldar og
fjarri fer, að andstaða vinstri-
manna gegn rikisstjórninni
„skipti engu”, enda þótt þeir
séu klofnir i nokkra hópa, sem
oft takast á innbyrðis. Einnig
hefir komið i ljós með
timanum, að Awami Liga,
flokkur Mujiburs fursta, getur
hvorki talizt sérlega vinsæll
meðal ibúanna né einhuga
stjórnmálasamtök, þrátt fyrir
stórsigra i kosningum.
Aukin gremja almennings
stafar af þvi, að sjálfstæðið
hefir ekki breytt miklu gagn-
vart almenningi öðru en þvi,
að fylgismenn Awami Liga
hafa tekið við ágengninni af
Pakistönum. Sumir stjórnar-
andstæðinga segja stjórnar-
sinna enn tillitslausari en
Pakistana.
Almenningur virðist bera
mikla virðingu fyrir Mujibur
fursta og hann sýnist saklaus.
Þaö verður hins vegar ekki
sagt um suma samherja hans
og nána frændur, en þeir eru
sakaðir um spillingu og vald-
nfðslu. Mujibur fursti virðist
annaö hvort ekki vilja kveða
spillinguna niður eða ekki
hafa afl til þess. Þetta hlýtur
aö draga úr viröingu hans
þegar frá liöur.
MUJIBUR fursti hefir að
visu lýst yfir, að þeim, sem
spilltir eru, veröi „ekki hlift,
jafnvel þó að þeir séu i flokkn-
um”. Rikisstjórnin hefir
nokkrum sinnum snúizt gegn
flokksfélögum, en það hefir
ekki gerzt nægilega oft til þess
að útrýma spillingunni i
augum almennings.
t flokkshernum, Rakhi
Bahini, eru 30 þúsund manns
og hann hefir vissulega ráðizt
gegn þeim, sem safnað haf^
matvælum, og meðal þeirra
hafa verið háttsettir menn I
Awami Liga. Yfirmaður
Rakhi Bahini er náfrændi
Mujibur fursta, og hann litur á
stjórn hersins sem fyrsta
skref á framabraut i stjórn-
málum. Ekki verður þvertekið
fyrir, að lita megi á ráð-
stafanir gegn hömstrurum
sem lið i valdabaráttunni inn-
byrðis i Awami Liga.
Spillingin virðist hafa gegn-
sýrt flokkinn og stjórnkerfið. t
höfuðborginni Decca er
kvartað undan skorti á nauð-
synjum, meðal annars hris-
grjónum. Ríkisstjórnin kennir
þurrkunum i fyrra um, en hitt
hefir einnig sitt að segja, að
miklu af uppskerunni var
smyglað til Indlands og verðið
Mujibur Rahman
rann i vasa allmargra
embættismanna.
Aöstoð erlendis frá hefir
verið misnotuð. Birgðir hafa
bæöi veriö seldar á svörtum
markaði og dreift meðal
fylgismanna Awami Liga.
Forustumenn i flokknum hafa
tekið undir sig eignir Paki-
stana, sem átt hefði að
þjóðnýta.
ÞETTA verður að hafa i
huga þegar meta skal sann-
leiksgildi sagnanna um morð
þúsunda manna af stjórn-
málaástæðum. Abdul Malik
Ukil innanrikisráöherra sagði
fyrir skömmu, að 2853
fulltrúar Awami Liga hefðu
verið „myrtir meö köldu
blóöi”. Andstæðingum
stjórnarinnar til vinstri
verður varla kennt um öll
þessi morð, þar sem lengi
hefir verið á orði haft, aö Ibúar
ýmissa þorpa hafi tekið lögin i
sinar hendur og gert hina
hötuðu haröstjóra höfðinu
styttri.
Þessi manndráp eru að þvi
leyti sama eðlis og morð
byltingarsinnaðra hópa „með
köldu blóði”, aö þau benda til
byltingarumleitana, sem
rikisstjórnin i Decca virðist
varla fær um aö ráöa viö.
Mujibur fursti gerir fyrsta
axarskaft sitt þegar hann
segir fyrst og fremst um að
ræða vandkvæöi á að halda
uppi lögum og reglu.
Lögreglan hefir hvaö eftir
annað veriö send á stúfana til
að „hreinsa til”, þarsem óróa
hefir orðið vart. Hún hefir náð
á sitt vald töluverðu af
vopnum og tekið höndum
marga uppreisnarforingja,
meðal annarra Tippu Biswas,
sem var með dugiegustu
skæruliðaforingjum i bar-
áttunni við Pakistana. En
þessar aögerðir var ekki unnt
aö framkvæma nema kveðja
til lögreglusveitir frá öðrum
stöðum, sem þá voru óvarðir á
meðan.
RIKISSTJÓRNIN hefir yfir
að ráða 50 þúsund manna
lögreglu, 30 þús. manna liði i
flokkshernum Rakhi Bahini
og 20 þús. manns i rfkis-
hernum. Samtals eru þetta 100
þús. manns, sem eiga að halda
uppi lögum og reglu meðal 75
milljóna þjóðar, en æ fleiri
þegnar virðast i hæsta máta
vantrúaöir á „lög og reglu”
hersins og lögreglunnar.
Rikisstjórnin á um tvær
leiðir að velja. Hún getur
haldið „hreinsunum” áfram i
þeirri von, að unnt verði meö
þvi móti aö koma i veg fyrir,
að uppreisnarmönnum takist
að skipuleggja uppreisn meðal
bænda. Hætt er þó við, að til
beggja vona bregðist um
árangur af þeirri viðleitni. Hin
leiöin er að koma upp neti
varðstöðva i héruðunum. í
Skæruliðar hafa þó sýnt, að
þeir hafa i fullu tré við
fámennar varðstöövar. Rikis-
stjórnin játar, að siðan 1971
hafi tvær lögreglustöðvar og í
17 varðstöðvar lotið i lægra '
haldi, 70 lögregluþjónar failið
og 160 særzt.
Litlar likur virðast á stjórn-
málalausn, eða að takast megi
aö uppræta óánægjuefni al-
mennings. Barátta skæruliða
stafar einmitt af þvi, að
Mujibur fursti hefir ekki viljað
viöurkenna tilveru orsakanna.
Margir þeirra, sem standa að
Framhald á bls. 23
mJ