Tíminn - 20.11.1973, Side 12

Tíminn - 20.11.1973, Side 12
\7 TÍMINN Þriðjudagur 20. nóvember 1973. (Naf nlaus bréf, ógnanir um barnsrán og sprengjuárásir á Jackie, auk alls konar kryddaöra greina heims- blaðanna, hafa ekki gert Jackie Kennedy lífið auð- veldara eftir að hún gekk að eiga Ari Onassis. Hann verndar hana eftir beztu getu, en það er erfitt, því að hjónin dveljast oft á sitt hvorum jarðarhelmingn- um. En Jackie veit sínu viti. Hún leyf ir Onassis meira að segja að heimsækja Maríu Callas, þótt henni veitist það erfitt..) Hlýjar regnskúrir l'alla á litinn sýprislund á grisku eynni Skorpi- os. John F. Kennedy, forseti Bandarikjanna, var myrtur i Dallas, Texas, fyrir fjórum árum og ellefu mánuðum. Aristotle Onassis hafði séð um, að engum væri leyft að koma til Skorpios og „einka”her hans varnaði öllum óviökomandi landgöngu. Þetta var nú einu sinni „brúðkaup aldarinnar” og það var ekki auð- velt að fá blaðamenn til að snúa sér að meira aðkallandi málum. Allir blaðamenn heimsins svifu eins og engisprettur umhverfis Skorpios. Jackie Kennedy gerði sitt ýtrasta til að þeir fengu sinn málsverð, en hann var ef til vill ekki ætur.. — Við vitum, að þið skiljið, að þær stundir renna upp i lifi hvers manns, að hann vill vera i friði. Við barnsfæðingu, giftingu og lát. Gerið svo vel aö láta okkur vera! En þessi tilmæli eggjuðu blaða- mennina aðeins, þvi að enginn þeirra dirfðist aö snúa tómhentur heim. Fréttir á að afhenda, þótt ekkert fréttnæmt sé. Þá er bara að „búa þær til”. Sami gamli söngurinn. Fjöldinn allur hafði lagt eitthvað af mörkum til að fá staðreyndir og „réttar” fregnir og nú fengu þeir aðeins leifarnar af borði rika mannsins. Fáeinir blaðamenn lentu i höndunum á „slagsmálahund- um” Onassis og sumir hlutu ljót, en þó óveruleg meiðsli. Ljós- myndari fékk vænt kjaftshögg og grýtt var steinum. Caroline, dóttir Jackies, sem var augasteinn föður sins^fannst vist leitt að eignast annan föður. Hún var ósköp litið hrifin af þess- um litla og dökkleita manni, en John stóö með stjúpföður sinum. Onassis leyfði honum að leika sér að vild og John litli ók um eyjuna Skorpios i hestvagni, sem eigin- lega átti aðeins að nota á golf- vellinum. Foringi af Christinasat við hlið hans og hélt i taumana. Alexander, sonur Onassis, ræddi stuttlega viö blaðamenn: — Ég þarfnast ekki stjúp- móður, en pabbi þarf að eignast konu, sagði hann. Unnt er að leyna ýmsu með sólgleraugum Jacqueline Kennedy, fædd Bouvier, var sett i dýrustu skóla Bandarikjanna og var eitt ár viö nám i Sorbonne i Paris. Siðar vann hún sem blaðaljósmyndari við dagblað i Washington (þar kynntist hún öldungarþingmann- inum Kennedy!) og siðar breytti hún allri innréttingu Hvita húss- ins i smekk hinnar nýju yfirstétt- ár. t Hvita húsinu gat hvarvetna aö lita málverk og ljósmyndir af Jackie. Almenningur minntist hennar sem glæsilegrar fyrir- myndar. Nú birtist hún i stuttum, filabeinslitum pilsum. Ofan pils- ins bar hún eins konar peysu, þakta pifum og blúndum. Valen- tino i Róm var sköpuðurinn. Brúður og brúðgumi héldu á appelsinublómstrum. Otal kerta- ljós loguðu i kapellunni Panayitsa (Jómfrúin litla) og þar rikti leyndardómsfullt andrúmsloft. Allt til þeirrar stundu hafði Jackie ekki skapað slikt leiftur umhverfis sjálfa sig. t þetta skipti bar Jackie ekki dökk sólgleraugu (sem henta vel breiðleitu andliti hennar og nefi), né huldi Ari sig að baki slikra hluta, en hann felur sig gjarnan að baki dökkra glerauga til að hlifa sjóninni, eftir þvi sem hann segir. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að hann notar þau af göml- um vana — eða vegna þess, að augnaráðið gæti komið upp um hann, þegar hann er á mikilvæg- um ráðstefnum! Það er einnig einkennandi, að Jackie skuli nota sólgleraugu, þvi að hún vill fela sig fyrir um- heiminum. Mörgum finnst þeir öruggir að baki sólgleraugna. Ari—„Dvergurinn illi” Viku eftir brúðkaupið skrifuöu heimsblöðin meira eða minna ill- girnislega um þetta fræga brúð- kaup. — Þegar Nixon stóð i kosninga- baráttunni hafði hann griskan blaöafulltrúa, sagði gaman- leikarinn Bob Hope. — Nú vilja allir hafa það eins! Einn af fyrrverandi aðstoðar- mönnum Kennedys sagði fýlu- lega: — Hún hvarf frá töfra- prinsinum til Kalibans! (Sá siðarnefndi er eins og allir vita ljótur og illgjarn dvergur i leikrit- inu „Ofviðrið” eftir Shakes- peare). í Le Monde i Paris stóð: — Jacqueline Kennedy sýndi að- dáunarvert þrek, þegar Kennedy forseti var grafinn. Nú hneykslar hún heiminn með þvi að giftast manni, sem gæti verið faðir hennar! (Onassis er 23 árum eldri en Jackie!) Og blaðið segir enn fremur: — Ferill Onassis brýtur i bága við allar þær hugsjónir, sem hinn frjálslyndi forseti barðist fyrir! Það voru ekki allir jafn beiskir. Elizabeth Taylor sagði hrifin: — Það er stórkostlegt, aö þau skyldu rugla reitunum saman! Talið ekki illa um Ari. Hann er töfrandi, en það vita engir nema þeir, sem þekkja hann! Já, hún Liz Taylor „þekkti” Ari... Óperusöngkonan Maria Callas stundi, þegar hún frétti að elsk- huginn fyrrverandi hvildi nú i faðmi eftirsóttustu ekkju heims- ins. — Fyrst léttistég um mörg kiló, svo missti ég röddina og nú hef ég misst Onassis i ofanálag! kvein- aði hún. Fyrri kona Onassis — Tina, margreifaynja af Blandford — skaut perluhæns á landareign ut- an við Madrid. Sá hún laglegt brúöuhöfuö Jackies i skotfæri, þegar hún miðaði? Jackie óttaðist sjálf ekki álit umheimsins. — Ég get gert allt sem mig lyst- ir, er sagt, að hún hafi sagt við eina vinkonu sina. — Ég gæti gert allt, nema strokið með Eddie Fisher! (Fisher var frægur um stund, meðan hann var kvæntur Elizabeth Taylor). Goðsögninni eytt! Það litu allir gagnrýnandi á Jackiejeftir að hún gekk að eiga Ari. Otbreitt bandariskt vikublað kallaði Onassis „0 pabba” og það breiddist út. Siðar tók rit- höfundurinn John Davis til máls. Hann var af Bouvier-ættinni og fannst Jackie „hafa tekið niður fyrir sig”. Hann er sérfróður um ættfr.æði Bouvier-ættarinnar og frændi Jackies, svo að allir biöu eftir orðum hans, sem ekki var langt að biða. — Hún er hætt að heilsa mér, vegna þess að ég skrifaði bók um hana og þennan mann hennar, sagði Davies argur. — Mér, sem sleppti öllu þvi „hættulega” og „sauruga”. Jackie ætti að vera mér þakklát fyrir allt það, sem ég hef gert fyrir hana og ættarsögu hennar! Mary Barelli Gallagher var einkaritari Jackies árin 1957-1964 og hagnaðist á útgáfu bókar sinn- ar „Lif mitt hjá Jacqueline Kennedy”. Sú bók var framhalds- saga i timaritinu McCalls.Að áliti skáldkonunnar hafði hún beðiö lengi með að birta langt mál, sem að hennar áliti þurfti að birta. Hún bar ekki sérlega hlýjan hug til fyrrverandi vinnuveitanda slns, en hún kunni mætavel við Robert Kennedy. Þess vegna beið hún með útgáfu bókarinnar, unz hann var látinn. En henni fannst hún geta lagt spilin á borðið, þeg- ar Jackie gifti sig aftur. Jackie létti mikið, þegar önnur skáldkona, Liz Smith, ákvað að leggja skáldverk sitt á hilluna, þegar Robert Kennedy var skot- inn til bana. ógnanir og nafnlaus bréf Það er ekki Jackie og Ari að kenna, hvað blaðamenn hafa skrifað illa og rangt um þau eftir giftinguna, en þau hafa heldur ekki gert neitt til að leyna þvi óhófs- og letilifi, sem þau lifa. Vitanlega er hægt að benda á það, að Onassis vann sér inn auðævi sin með mikilli vinnu og að hann á þvl peningana og ræður sjálfur, hvernig hann notar þá. En viðs vegar I veröldinni rlkir sultur og neyð og því er óhófslif ekki vin- sælt. Hjónin hafa fengið mikið af hótunarbréfum og saklaus börn Kennedys fengu sinn skerf af þeim. JACKIE hennar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.