Tíminn - 20.11.1973, Side 24
fyrir yóöan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
Nú verður dimmt
og kalt hjá Dönum
— bannað að kveikja á jólatrjám
NTB—Kaupmannahöfn. —
Danska stjórnin hefur nú sam-
þykkt ýmsar aðgerðir til að spara
ollu. Allur bifreiðaakstur verður
bannaður á sunnudögum frá 24.
nóvember til Þorláksmessu.
Þá verður afgreiðsla á
kyndingaroliu takmörkuð, og
veröa viðskiptavinir að geta
sannað með skjölum, hver eðlileg
neyzla þeirra hefur verið
undanfarið. A grundvelli þessa
mun afgreitt magn kyndingaroliu
verða minnkað um ein 25%, og
olia verður aðeins afgreidd til
minna en mánaðar i senn.
Þá verður rafmagn sparað,
þannig að ljósaauglýsingar og
flóðlýsingar verða bannaðar, svo
og lýsing búðarglugga og verzl-
ana eftir venjulegan vinnutima.
Undantekningar frá þessari reglu
eru úra- og skartgripaverzlanir,
bankar og pósthús, og er það til að
koma i veg fyrir innbrot.
Ekki verða leyfðar lýsingar á
jólaksreytingum gatna eða jóla-
trjám. Þá verður reynt að tak-
marka vega- og götuljósanotkun
eins og hægt er. Bflstjórar hafa að
mestu farið að hinum nýju hraða-
reglum, og á einni viku hafa að-
eins 100 brot a hraðatakmörkun-
um verið tilkynnt i landinu.
Verðbólga í S-Vietnam
Suður-Vietnam á við mikla fjár-
hagsörðugleika að striða, og
verðbólga þjakar landið. Þess
vegna greip Saigonstjornin til
þess ráðs fyrir skömmu að fella
gengi piastrans, og er það sjötta
gengisfellingin það sem af er
þessu ári.
Margir handtekn
ir í Aþenu í gær
NTB—Aþcnu. — Margir vinstri
sinnaðir stjórnmálamenn og
rektor tækniháskólans i Aþenu
voru handteknir i gær, er öryggis-
lögregla borgarinnar héit áfram
aðgerðum sinum eftir götubar-
daganna milli stúdenta og hers i
fyrriviku. Ekki var gefið upp, hve
margir voru handteknir, en talið
er, að þeir skipti hundruðum.
Talsmaður stjórnarinnar sagði
i gær, að 910 manns hefðu veriö
handteknir um helgina, en 294
þeirra væru enn i haldi.
Tækniháskólinn var miðdepill
bardaganna i siðustu viku.
Rektorinn, prófessor Konstantin
Konofagos, sagði i yfirlýsingu til
rikisstjórnarinnar á fimmtudag,
aö lögreglan skyldi ekki reyna að
dreifa þeim þúsundum stúdenta
sem safnazt höfðu, saman ý
skólalóöinni.
Skriðdrekar og hermenn meö
stálhjálma voru á verði á götum
Aþenu i gær, og vörður var um
skrifstofur Papadopoulosar for-
seta og Markezinis forsætisráö-
herra. Hvergi kom til meiri hátt-
ar afbrota.
Tilræði við Lon Nol
— en hann slapp ómeiddur
NTB—Phnom Penh — Lon Nol,
forseti Kambódiu, slapp i gær i
annað sinn á niu mánuðum
ómeiddur úr sprengjuárás á for-
setahöllina. Orrustuflugvél af
gerðinni T 28 flaug yfir höllina
tvisvar sinnum og sleppti þar
fjórum sprengjum, samtals 500
kílóa þungum. Ein þeirra kom
niður aðeins 100 metra frá
forsetanum. Þrir létu lifið og tiu
slösuðust i árásinni.
Samkvæmt upplýsingum
stjórnarinnar stóð yfir rikisráðs-
fundur i forsetahöllinni, þegar
árásin var gerð. Enginn ráðherra
mun þó hafa slasazt.
Sjónarvottarsegja, aö flugvélin
hafi flogið tvo hringi yfir höllinni
og að loftvarnarbyssa á torginu
framan við húsið hafi ekki verið i
lagi, að þvi er virtist. Flugvélin
slapp og lenti siðan á svæöi
uppreisnarmanna, aö sögn
stjórnarinnar.
Ben Gurion þungt haldinn
NTB—Tel Aviv. — David Ben
Gurion, fyrrum forsætisráðherra
Israels, fékk heilablóðfall á
sunnudaginn, og er hann talinnn
vera i lifshættu. Læknir hans seg-
ir þó, að miklar likur séu til að
hann nái heilsu á ný.
Ben Gurion er 87 ára. Hann var
forsætisráðherra Israels i 12 ár,
en dró sig i hlé árið 1963, og hefur
siðan búið i þorpi einu i Negev-
eyðimörkinni.
Mið-Austurlönd:
Herforingjar þinga
NTB—Kairó og Tel Aviv.
Egypzkir og israelskir herfor-
ingjar hittust á ný i gær við þjóð-
veginn milli Kairó og Súez.
Talsmaður SÞ sagði, að þeir
hefðu átt þar óformlegar viðræð-
ur um framkvæmd vopnahlés-
sáttmálans milli landanna. Ekki
vildi talsmaðurinn segja neitt um
árangur fundarins.
Herforingjarnir ákváðu að hitt-
ast enn á ný á fimmtudaginn, og
þá mun Siiasvos yfirmaður
friðargæzlusveita SÞ, verða
viðstaddur. Hann var það ekki i
gær.
Eftir fundinn i gær afhentu
egypzku fulitrúarnir lik tveggja
israelskra hermanna, sem fallið
hafa eftir að vopnahléð gekk i
gildi. 1 dag munu Egyptar af-
henda 25 lik til viðbótar.
Norðmaðurinn var ekki iengi að fletta biinum I sundur. Timamynd: Gunnar.
Bílbrjótur - undratól
til bjargar mannslífum
Slys gerast nú óhugnanlega tið,
og er þess skemmst að minnast,
að íyrir fáum dögum varð 98.
dauðasiysið á þessu ári. Það cr
þess vegna mikilsvert, að
björgunarmenn allir séu vel
þjálfaðir og búnir góðum tækjum.
Undanfarna daga hcfur staðið
yfir i Reykjavik ráðstcfna og
námskeið, þar sein fjallað hefur
vcrið uin sjúkrafiutninga.
A blaðamannafundi i ráð-
stefnulok i gær, benti Ragnheiður
Guðmundsdóttir læknir, for-
maður Reykjavikurdeildar
Rauða kross Islands, á nauðsyn
þess að samræma aðgerðir i þess-
um efnum.
Hún afhenti einnig Hjálparsveit
skáta, Flugbjörgunarsveitinni,
Slysavarnarfélaginu, Almanna-
vörnum rikisins, lögreglunni og
slökkviliöinu að gjöf tæki, sem
kemur að margvislegum notum
við björgun, einkum til að losa
menn, sem kelmmzt hafa fastir i
bilum.
Tækið er hannað af sænskum
manni, en framleitt af norsku
fyrirtæki, sem framleiðir einkum
björgunarútbúnað af ýmsu tagi.
Tækið er mjög létt, aðeins um
fjögur kiló, og fyrirferðarlitið,
þannig að hægt er að bera það á
baki sér, ef ekki er hægt að
komast á bil á slysstað. Erfitt er
að lýsa búnaði þessum i stuttu
máli og þeim notum öllum, sem
af honum má hafa. Það er fyrst
og fremst ætlað til notkunar, þar
sem ekki er hægt að koma stór-
virkum tækjum við, og með þvi
má á skömmum tima brjóta sér
leið inn til fólks, sem situr fast
ibilum, eins og oft vill verða eftir
árekstur. Hægt er að taka það i
sundur og setja saman á ýmsan
hátt, allt eftir þvi til hvers
ætlunin er að nota það, og þvi
fylgir burðaról, sem einnig kem-
ur að margvislegu gagni. Hana
má t.d. nota, ef þannig hagar til á
slysstað, að láta þarf sjúkling eða
slasaðan mann siga.
Norskur maður, fulltrúi fram-
leiðenda, sýndi þátttakendum á
ráðstefnunni og fréttamönnum
hvernig tækið er notað til þess að
brjóta upp bila, til þess að ná út
slösuðu fólki, en það hefur oft
reynzt tafsamt vegna þess að
skort hefur hentug tæki. Það tók
ekki nema 1-2 minútur að brjóta
sér leið inn i bilinn með þessu
tæki.
Sem fyrr segir er eftitt að lýsa
þessu tæki i fáum orðum, og hér
hefur aðeins verið drepið á hluta
þess, sem vinna má með þvi, en
ekki er vali á þvi, að það getur
komið að góðum notum og
bjargað lifi manna, og er þvi full
ástæða til þess að hvetja alla þá,
sem björgunarstörfum sinna til
þess að afla sér þessa undratóls,
enda kostar það ekki nema um
það bil 20 þús. krónur islenzkar.
HHJ.
Þyrlur koma abgóðu gagni við björgunarstörf.
— Tlmamynd Róbert.