Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 10
10 10. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR KREFJAST HÆRRI STYRKJA Indverskir bændur efndu til mótmæla nærri indverska þinginu í Nýju Delí. Þeir kröfðust þess að stuðningur við bómullar- framleiðslu yrði tvöfaldaður. HEILBRIGÐISMÁL Umfang ofbeldis gegn börnum hér á landi er vafa- lítið vanmetið, að áliti Geirs Gunnlaugssonar, barnalæknis og forstöðumanns Miðstöðvar heilsu- verndar barna. Hann telur gróft líkamlegt ofbeldi þó heldur á und- anhaldi, en ekki gegni endilega sama máli um andlegt ofbeldi, því erfitt sé að meta umfang þess og eðli. „En ég tel að allir myndu skrifa undir að þetta ofbeldi sé vanmetið,“ sagði hann. Á málþingi sem haldið var und- ir stjórn rektors Háskóla Íslands og Umboðsmanns barna á föstu- dag var fjallað um rannsóknir á högum og háttum íslenskra barna. Geir, sem flutti erindi á ráð- stefnunni, lagði mikla áherslu á að auka skilning á fyrsta stigi for- varna gegn ofbeldi á börnum. „Þær eru notaðar til að koma í veg fyrir að ofbeldi eigi sér stað,“ sagði hann. „Í heilsugæslunni get- ur verið um fræðslu um uppeldis- mál að ræða, hvernig hægt er að bregðast við ákveðnum aðstæðum sem geta komið upp og hvernig foreldrar geta tamið sér önnur viðbrögð en þau sem eru undan- fari ofbeldis, til dæmis við óværð og gráti barna. Þá þarf barnalög- gjöfin að vera styðjandi.“ - jss ÍRAK, AFP/AP Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stór- sóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borg- inni. Bandaríkjaher beitir skrið- drekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á and- stæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á her- sveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardög- um. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hend- ur íraskra hermanna á mánudag. „Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti,“ sagði Hachem al-Is- sawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borg- arinnar á sitt vald í gær. Víga- menn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borg- inni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórn- valda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdads. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér. ■ LEIKSKÓLAR Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leik- skólaráðs um að hækka leikskóla- gjöld í Reykjavík um 42% á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi, að því er segir í til- kynningu frá stjórn UJR. UJR minna á að samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir um það bil ári að stefna bæri að því að afnema leikskóla- gjöld í áföngum og byrja á niður- fellingu þeirra vegna 5 ára barna. Bent er á að í stefnuskrá R-listans í leikskólamálum segir að fella eigi niður leikskólagjöld fyrir 5 ára nemendur. Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík finnst að tillaga leik- skólaráðs um mikla hækkun leikskólagjalda á suma foreldra sé ekki í anda þessarar stefnu og telja að hún sé skref aftur á bak. ■ Geir Gunnlaugsson barnalæknir: Ofbeldi gegn börnum vafalítið vanmetið MIÐSTÖÐ HEILSUVERNDAR BARNA Geir Gunnlaugsson leggur ríka áherslu á fyrsta stig forvarna gegn ofbeldi á börnum. Ungir jafnaðarmenn um leikskólagjöld: Harma hækkun Berjast hús úr húsi Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur vald- ið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. GERT AÐ SÁRUM BARNS Læknar Bandaríkjahers gerðu að sárum fjögurra ára pilts frá Falluja sem fékk sprengjubrot í höfuðið. Læknadeild í Bagdad er undir það búin að taka við miklum fjölda hermanna og almennings sem særist í bardögum um Falluja. 10-11 9.11.2004 20:59 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.