Fréttablaðið - 10.11.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 10.11.2004, Síða 30
Hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi var 1,2 milljarð- ar króna. Félagið ætlar að stofna þróunareiningu á Indlandi. Hagnaður Actavis var 4,1 millj- arður króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður á þriðja árs- fjórðungi nam fjórtán milljónum evra eða 1,2 milljörðum króna. Af- koman er lítillega undir því sem greiningardeildir bankanna spáðu. Sala félagsins á þriðja ársfjórð- ungi jókst um 36,9 prósent. Stærsti hluti vaxtarins er tilkom- inn vegna ytri vaxtar, en innri vöxtur félagsins á fjórðungnum var 5,8 prósent. Tafir á gildistöku endurgreiðslukerfis lyfja í Búlgaríu leiddu til hægari vaxtar þar í landi. Ef horft er til vaxtar félagsins fyrstu níu mánuði ársins óx salan um tæp 43 prósent. Innri vöxtur félagsins skýrist af mestu af sölu til þriðja aðila. Arðsemi eigin fjár fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins var 29,5 prósent. Meðal þess sem er á döfinni hjá Actavis er að setja á fót þróunar- einingu á Indlandi til ná frekari hagkvæmni. Félagið stefnir að skráningu hlutabréfa í kauphöll í London á næsta ári. - hh Tafir á yfirtöku Breskir fjölmiðlar telja babb komið í bátinn varð- andi yfirtöku Baugs á Big Food Group. Ástæðan mun vera mat á eftirlaunaskuldbindingum fyrirtæk- isins. Þekkt er að stjórnendur slíkra eftirlaunasjóða hafi getað sett fótinn fyrir væntanlega kaupendur í yfirtökur. Þannig var yfirtaka Philip Green á Marks & Spencer hindruð með slíkum aðgerðum. Ekki mun þó neitt slíkt í stöðu Baugs. Baugur gæti keypt fyrirtækið með skuldbindingunum eins og þær liggja fyrir. Þetta mun þó einn þeirra þátta sem Baugur lítur til þegar til- boðsverð er ákveðið. Áreiðanleika- könnun er að mestu lokið, en eftir- launaskuldbindingarnar ásamt fleiri þáttum munu að öllum líkindum tefja yfirtökuna um að minnsta kosti tvær vikur. Einnig er líklegt að yfirtökutilboð verði lægra en þau 110 pens sem búist var við að tilboðið hljóðaði upp á. Ber er hver að baki Tryggvi Guðmundsson knattspyrnukappi mun ekki eiga sjö dagana sæla hjá Gautaborg- arliðinu Örgryte. Þar hefur hann átt í útistöðum við þjálfara liðsins. Eins og venja er um knatt- spyrnulið bera leikmenn merki fyrirtækja á búningum sínum. Helstu stuðningsaðiliar Örgryte eru Föreningsparban- ken og ferjufyrirtækið Stena Line. Tryggvi ber þó einn liðsmanna borða á bakinu sem á stendur Kaupthing bank. Bankinn styrkir Tryggva einan liðsmanna og sannast þá að ber er hver að baki nema sér banka eigi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.871 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 400 Velta: 3.509 milljónir -0,38% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Verð á hlutabréfum í Marel tók kipp upp á við í gær. Félagið skilaði afkomutölum fyrir þriðja ársfjórð- ung sem sýndi fram á methagnað. Bréfin hækkuðu um 6,65 prósent í gær. Skráð hlutafé í Kögun var í gær hækkað um eina milljón króna. Er það nú 133 milljónir króna og er gengi bréfanna 54,5. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, jók hlut sinn í Straumi í gær. Hann keypti 27 milljón hluti á rúmlega 240 milljónir króna. Gengi á bréfum í breska bank- anum Singer & Friedlander er nú 281 pens á hlut og lækkaði lítillega í gær. Íslendingar eiga stóran hlut í bankanum. KB banki á um fimmt- ung og Burðarás um tíu prósent. 22 10. nóvember 2004 MIÐVIUDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Hugbúnaðarfyrir- tæki horfa til þess að færa út kví- arnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjón- ustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusam- bandsins um áramót. Símafyrir- tækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á sam- keppni auk þess að ógna veldi far- símanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-sím- kerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að end- urskilgreina fyrirtækið sem síma- félag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. „Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu,“ sagði hann og bætti við að flutn- ingur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. „Það gæti samt verið einhver virðis- aukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu,“ sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starf- semi fyrirtækisins. „Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar.“ Í kynningarriti Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) um talsíma- þjónustu með IP-tækni er sagt lík- legt að kvaðir verði lagðar á fyrir- tæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númera- flutning, samband við neyðarþjón- ustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefna- stjóri á fjarskipta- og póstþjón- ustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé út- spils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskipta- stofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjón- ustu. „Síðan er búist við Evrópu- sambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit f j a r s k i p t a s t o f n a n a Evrópu.“ Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar síma- þjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. „Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskipta- netið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað,“ segir hann og bendir um leið á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, „svo sem síma, gagna- flutningi og sjónvarpi“. olikr@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 45,70 -0,87% ... Bakkavör 25,10 - ... Burðarás 12,80 +0,79% ... Atorka 5,35 - ... HB Grandi 8,10 +1,25% ... Íslandsbanki 11,10 -0,89% KB banki 464,00 - ... Landsbankinn 12,10 -1,63% ... Marel 54,50 +6,65% ... Medcare 6,05 - ... Og fjarskipti 3,46 +0,29% ... Opin kerfi 27,70 +0,73% ... Samherji 13,20 +1,15% ... Straumur 9,15 +0,55% ... Össur 84,00 -1,18% Nettækni færir síma- fyrirtækjum samkeppni Marel 6.65% Síf 3.70% Tryggingamiðst. 2.33% Líftæknisjóðurinn -4,00% Hampiðjan -3,33% Kögun -2,59% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Marel hagnaðist um 1,4 milljón- ir evra, eða 122 milljónir króna, á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins var 5,2 milljónir evra eða um 450 millj- ónir króna. Hagnaður Marels hefur aldrei verið jafn mikill á þriðja ársfjórðungi. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að þriðji ársfjórðungur sé sögulega slakur. Vöxtur er á öll- um sviðum fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins. „Gengið vinnur á móti okkur, þannig að á föstu gengi er vöxturinn á bilinu fjórtán til fimmtán prósent,“ Uppgjör Marels er í takt við spá KB banka en talsvert hærra en greiningardeildir Íslands- banka og Landsbankans gerðu ráð fyrir. - hh SPÁR UM HAGNAÐ MAREL Íslandsbanki 0,4 milljónir evra KB banki 1,6 milljónir evra Landsbankinn 0,7 milljónir evra Niðurstaða 1,4 milljónir evra Methagnaður hjá Marel Góður vöxtur er í starfsemi Marels þrátt fyrir að sterkt gengi krónu vinni á móti fyrirtækinu. SPÁR UM HAGNAÐ ACTAVIS Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI. Íslandsbanki 14,6 milljónir evra KB banki 16,8 milljónir evra Landsbankinn 15,4 milljónir evra Niðurstaða 14,0 milljónir evra ÁRSÆLL BALDURSSON, VERKEFNASTJÓRI HJÁ PFS Ársæll segir ólík viðhorf í Bandaríkjunum og Evrópu til reglna um símaþjónustu yfir netið. „Bandaríkjamenn eru fyrst og fremst að hugsa um sín fyrirtæki svo þau komist inn á Evrópumarkað, svo sem SKYPE, en kæra sig lítið um að uppfylla skilyrði um gæðastaðla, eða staðsetningarupplýs- ingar vegna neyðarnúmera.“ Upplýsingatæknigeirinn horfir til símaþjónustu yfir internetið sem sóknarfæris. Nú hillir undir reglur um IP-símaþjónustu sem ýtt gæti undir samkeppni við hefðbundin fjarskiptafyrir- tæki. IP-símar gætu jafnvel ógnað farsímum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Actavis með fjóra milljarða MIKILL YTRI VÖXUR Actavis vex hratt undir forystu Róberts Wessmann. 30-31 (22-23) Viðskipti 9.11.2004 22:21 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.