Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2004, Blaðsíða 22
Þegar þú gerir verkefni heima, farðu þá yfir það með penna og lagaðu allt sem betur mætti fara áður en þú skilar því inn. Það er mjög mikilvægt að fara yfir allt sem unnið er í skólanum og skiptir miklu máli. Kennaraverkfallið raskar ekki aðeins námi grunnskólanem- enda heldur líka útskriftarnem- enda Kennaraháskóla Íslands sem undir venjulegum kringum- stæðum ættu að vera að búa sig undir framtíðarstarfið með æf- ingakennslu í skólunum. Einn þeirra er Ingimar Bjarnason. „Við áttum að byrja í starfs- þjálfun fyrir þremur vikum en það færist allt til og við fáum enga kennslu í staðinn,“ segir hann en kveðst nota tímann í verkefnavinnu eins og margir aðrir. Aðspurður hefur hann engar sérstakar áhyggjur af því að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að sækja bætt kjör með verkföllum. Hann fór í kennara- námið af áhuga fyrir starfinu en því hafði hann kynnst er hann sinnti afleysingastarfi við Set- bergsskóla í Hafnarfirði í tvo vetur og að sjálfsögðu styður hann kennara í baráttunni. „Ég hef hærri laun í malbikinu á sumrin. Kennarastarfið er hins vegar skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. En ég kem ekkert síður þreyttur heim eftir dag í kennslu en dag í malbiki.“ ■ Ingimar fær ekki starfsþjálfun í kennslunni meðan á verkfallinu stendur. Kennaranemi: Hærri laun í malbikinu Svanborg Sigurðardóttir, aðstoð- arverslunarstjóri í Pennanum Eymundssyni, selur málaskóla á bók og bandi á öllum heimsins málum: „Við erum með öll heims- ins mál, allt frá ensku upp í zulu. Enn fremur erum við með ágætis úrval af málaskólum á tölvutæku formi, og svo þrjár gerðir á dvd, ensku, frönsku og spænsku, en það er nýtt hjá okkur. Svo má ekki gleyma „Teach yourself“ bókun- um með kassettu eða geisladiski en þar er mjög breitt úrval af tungumálum. Einnig erum við með íslenskunámskeið fyrir út- lendinga sem rjúka út eins og heitar lummur.“ Svanborg segir sölu málanámskeiða á bók alltaf að aukast. „Mér finnst salan vera jöfn yfir árið og fólk er ekkert endilega að kaupa þetta bara fyrir sumarfríin. Það selst alltaf mest af spænskunámskeiðum en svo hef ég á tilfinningunni að enskan komi næst, þá franskan, þýskan og ítalskan og svo bara ótrúlegustu tungumál. Svo erum við með fjöldann allan af frasa- bókum sem fólk kaupir mikið fyr- ir stuttar ferðir,“ segir Svanborg. Íslendingum finnst greinilega ekkert mál að læra ný mál – allt árið. ■ Íslendingar vilja ólmir læra erlend mál af bókum og öðrum hjálpartækjum. Málakennsla með bók og hljóði: Ekkert mál að læra tungumál FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborg- inni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálf- stæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúk- dóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemend- ur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. „Þetta er stökk- pallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust,“ segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. „Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar náms- greinar bæst við,“ segir hún bros- andi og bætir við að tölvukennsl- an sé þó enn vinsælasta námsefn- ið á staðnum og auk þess séu tölv- urnar notaðar sem sjálfsögð verk- færi í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hring- laga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærð- fræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. „Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir.“ Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. „Það ætti að fá orður. Án gríns,“ segir einn. „Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur,“ segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni. gun@frettabladid.is Nemendur í Hringsjá: Getum meira en við héldum Guðlaug Erlendsdóttir einn nemendanna og Guðrún skólastjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 22-23 (02-03) Allt nám 9.11.2004 21:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.