Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973. Fimmtudagur 29. nóvember 1973. TÍMINN 11 Söngur og dans: Þáttur í þjóðlífi Súkúmafólksins í Tanzaníu ,,I)ANS minn gleður alla” — þannig liefst einn af söngvum Súkúmafólksins i Tanzaniu. Og siðan segir: „Fólkið gleðst, hvar sem ég birtist”. Þannig hljóðaði að minnsta kosti söngur þrjátiu og tveggja manna söngflokks Súkúmafólks, sem var á ferð á Norðurlöndum fyrir skömmu til þess að kynna einn þátt þjóð- menningar i Tanzaniu. Það er um dans Súkúma- fólksins að segja, að hann er ekki list, sem aðeins fáir tileinka sér. Hann er þáttur daglegs lifs, sem iðkaður er seint og snemma af al- menningi, sem hrifst af lifi og sál af söng sinum og dansi. Hljóm- fallið er meira að segja svo sam- gróið þessu fólki, að það stundar vinnu sina i hópum, ef þess er nokkur kostur, og þá eru bumbur barðar og sungið. Eigi til dæmis að erja nýjan akur með hökum, stýrir verk- stjórinn vinnuhraðanum með bumbuslætti og söng, og hreyfingar allra fylgja hljóm- fallinu. Söngur, dans og vinna hefur kynslóð eftir kynslóð verið nátengt hvað öðru meðal þessa fólks. Það eitt hefur breytzt, að nýir söngvar verða sifellt til, og sumir hverjir þessara nýju söngva túlka ný lifsviðhorf og þjóðfélagssjónarmið. Þar er það nýi timinn, sem kallar i gömlu formi. Dæmi um það getur verið söngur, sem hefst á þessa leið: „Stöndum saman og hjálpum okkur sjálf — við Tanzaniumenn verðum að standa á eigin fótum”. Þetta er æskulýðssöngur, sem á seinni árum hefur borizt byggð úr byggð, og er það sjálfstæði lands- ins og framtiðarvonir fólksins, sem hér skjóta upp kollinum. Súkúmamennirnir þrjátiu og tveir, sem komu til Norðurlanda i haust, voru ekki menn, sem hafa söng og dans að atvinnu. Þeir voru úr röðum ósköp venjulegs fólks, sem komnir voru til þess að bregða upp myndum úr lifi þjóðarinnar eins og það gengur og gerist. Aðallega voru þetta sveitamenn, sem eiga heima i litlum þorpum, en söngurinn og dansinn er runninn þeim svo i merg og blóð, að þeir hefðu getað stigið fram á hvaða leiksvið sem er. Og hvar sem þeir komu fram, þessir Súkúmamenn, var hver einasti aðgöngumiði seldur, svo að ekki þurftu þeir að kvarta yfir þvi, að þeir hefðu erindisleysu langa leið. Koma Súkúmamannanna var undirbúin af nefnd, sem starfar að málum svokallaðra þróunar- landa, og einkum er tengd rikis- menntaskólanum i Árósum, þó með hjálp ýmissa aðila annarra. AAikil og merk félags- og byggðarsaga Eyfirðinga Ármann Dalmannsson: Byggðir Eyjafjarðar útgefandi Búnaðarsam- band Eyjafjarðar Mikill skriður er nú kominn á alls konar héraðsútgáfur i land- inu. Þar eru ekki aðeins að verki átthagafélög og sögufélög heimamanna og brottfluttra, heldur einnig búnaðarfélög og búnaðarsambönd. Nú hefur Búnaðarsamband Eyjafjarðar sent frá sér yfirlits- verk i tveim bindum um byggðir Eyjafjarðar, og hefur Ármann Dalmannsson mest að þvi unn- ið. Þetta er hið vandaðasta út- gáfuverk að öllum frágangi, pappir þykkur og þungur, band traust og prófarkir vellesnar, enda hafa um þær fjallað glögg- ir islenzkumenn, aðallega Árni Kristjánsson, mennaskólakenn- ari. Prentverk Odds Björnsson- ar á Akureyri hefur annazt alla gerð bókanna. t ritnefnd telst stjórn sambandsins, en i henni eru, auk Ármanns, Eggert Daviðsson og Sveinn Jónsson Bæði bindin eru rúmar 900 blaðsiður að stærð. Ármann segir i formála, að á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1966 hafi verið samþykkt tillaga um könnun möguleika á útgáfu byggðar- sögu, og stjórnin siðan falið Ár- manni söfnun heimilda. Hefur slikt verið mikið eljuverk, einkum vegna þess, hve vand- lega var að unnið, og byggöar- fólki sendar allar bæjarlýsingar til leiðréttingar. Fyrra bindið hefur að geyma félagsmálasögu Eyfirðinga, þá er búskap og sveitalif varðar, einnig kaupstaöalýsingar og hreppa. Eru þarna saman komnar miklar upplýsingar um þessi mál með ýmissi töl- fræði og ljósmyndum. Siðast i þvi bindi eru til að mynda skýrslúr frá aldamótum til 1970 um ibúafjölda sveitar- félaga i sýslunni, heyfeng, kartöfluuppskeru, búpenings- eign o.fl. Loks er þar nafnaskrá. Raunar er svo i báðum bindun-' um, hvoru fyrir sig, og er það til hagræðis. Loks fylgir þessu fyrr bindi vandað landabréf af Eyjafjarðarsýslu og nágrenni hennar. t siðara bindinu eru bæjarlýs- ingarnar, og er þar farin boðleið um hreppa sýslunnar, lagt af stað i Siglufirði og haidið inn með firði að vestan til innstu dala og siðan norður austan ár, og endað á Grimsey. Hver bær færeina blaðsiðu til umráða, og fylgir lýsingunni mynd af býli og ábúendum. I lýsingunni er fyrst getið heimilisfólks, siðan lýst byggingum, töðufeng, áhöfn býlis, iandsháttum og loks drep- iðá eyðibýli, er i landareigninni eru. Þá er og getið fasteigna- mats árið 1970. Samanburður áhafna á bæjum er tekinn úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vidalins. Ármann Dalmannsson Þegar þessari bók er flett, opnast mikil nútiðarsaga i héraði, þar sem ef til vill er bezt búið á landinu, að minnsta kosti mjög vel búið. Það vekur at- hygli, hve húsakostur er yfir- leitt reisulegur og ræktun mikil. Þá sést einnig, að ábúendur eru i langflestum tilvikum eigendur jarða sinna. Annað er raunar undantekning. Slikar byggðasögur sem þessi eru hin beztu uppsláttarrit fyrir þá, sem vilja kynnast lifinu i landinu, og siðari timum verða þau ómetanlegar heimidlir. Þau eru ekki aðeins gagnleg eign heimamönnum, heldur ekki sið- ur þeim, sem búa annars staðar á landinu og vilja fylgjast með þvi, sem gerist utan heipiahaga. Mest er þó um vert, þegar slik rit eru unnin af vandvirkni og kröfuhörku um sannindi efnis og allan frágang, svo sem er um þessar bækur. Liklega fást þessar bækur i mörgum bókabúðum, en þær má einnig panta beint frá skrifstofu Búnaöarsambands Eyjafjarðar á Akureyri, eftir þvi, sem aðal- forvigismaður verksins, Ár- mann Dalmannsson, segir. Kaupfélag Eyfirðinga hefur styrkt þessa útgáfu myndarlega með riflegu fjármagni, og er sá stuöningur veittur i minningu Bernharðs Stefánssonar, fyrr- verandi alþingismanns, sem sat lengi i stjórn Kaupfélags Eý- firðinga, og var lengi þingmað- ur og skeleggur fulltrúi héraðs- ins i margvislegum framfara- málum, ekki sizt búnaðarmál- um. Sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu hefur einnig styrkt þessa útgáfu. — AK. 1 einum vinnudansinum sýnir stúlka leirkerasmlöi, og fylgjast tónar og hreyfingar að. Vinnudansar voru meðal þess, sem mikla athygli vakti. Hér sjást menn, sem eru að kveikja eld. Hárgreiðsla — móðir og dóttir syngja á meöan. Söngurinn er á þessa leið: „Haltu áfram aö dansa faliega, yndislega barn. Ég er hrifin af fegurð þinni. Ég þrái þig allar stundir — meðan ég matast og meðan ég vinn. Þannig er mér farið”. . Dóttirin aö greiðslunni. lokinni hár- Súkúmafóikið malar hirsi I steinkvörnum, margir saman. Ungu stúlkurnar eru ekki fyrr komnar að kvörnunum en piltarnir bætast i hópinn, og þá er vixlsöngur sunginn og dansspor stigin við vinnuna. Piltarnir syngja: „Hvers vegna ættum viö ekki aö kvænast?” Stúlkurnar svara: „Æ, þiö eruð svo leiðin- legir, við viljum ykkur ekki”. Kannski fylgir ekki hugur máli hjá kvenfóikinu, enda virðist myndin benda til þess, að ekki eigi að taka þessi orð of bókstaflega. Lokaþáttur I vinnudansi, er allir hópast saman sigri hrósandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.