Tíminn - 29.11.1973, Síða 16
16
TÍMINN
Fimmtudagur 29. nóvember 1973.
1
Ætluðu Haukarn-
ir sér íslands-
meistaratitilinn
handknattleik ?
MIKIL óánægja ríkir nú hjá handknattleiksmönnum úr
Haukum I Hafnarfiröi. óánægjan er vegna þess aO HaukaliOiö
er ekki f 1. sæti I 1. deildarkeppninni og vilja stjórnarmenn
Hauka kenna Kristjáni Stefánssyni um þaö, aö liaukar hafa
„aöeins” hlotiö fjögur stig út úr fjórum leikjum I 1. deildar-
keppninni. Málin hafa þróazt þannig, aö 3 af stjórnarmönnum
Hauka hafa rekiö Kristján Stefánsson þjálfara frá störfum,
án þess aö hafa samráö viö tvo af stjórnarmönnunum, sem
hafa nú sagt sig úr stjórninni, vegna þessa atburöar.
leikmenn, sem komast ekki i
liö hjá Viöari, hætti að æfa.
Vill það ekki alltaf verða svo,
að þeir leikmenn, sem eru
ekki nógu góðir og komast
lið, verða óánægðir og
hætta. Þess vegna er það
spurningin: HVERJIR
HÆTTA NÆST HJA HAUK-
UM? — SOS.
!'
Þrir stjórnarmenn ráku Kristján Stefánsson, þjálfara, vegna þess að Haukar
^ hafa ,,aðeins" fengið fjögur stig i 1. deildinni, — Viðar tekur við Haukum.
_ Hverjir hætta næst hjá Haukum? það má búast víö, að þeir ekki íiíí
I
I
1
I
Þeir ætluöu Haukum stóra
hluti i vetur, þessir þrir
stjórnarmenn, sem ráku
Kristján. Eftir að Haukar
komu á óvart i byrjun Is-
landsmótsins, fór þessa
menn að dreyma um, að Is-
landsmeistaratitillinn myndi
lenda hjá Haukum. Nú þegar
þeir eru farnir aö sjá, að úr
þvi getur ekki orðið, skella
þeir skuldinni á þjálfara
liðsins og reka hann, eins og
stóru félögin i Englandi
gera, þegar knattspyrnulið-
um þeirra gengur ekki allt of
vel. Þeir bera þvi við, að
leikmenn Hauka væru hættir
að mæta á æfingar og væru
óánægðir með Kristján. Þvi
til sönnunar nefnir Guð-
mundur Fr. Sigurösson,
varaformaður handknatt-
leiksdeildar Hauka, tvo leik-
menn, i viðtali við Morgun-
blaðið i gær. Maður gat ekki
annað en brosað.þegar
maður sá nöfnin, þvi aö þaö
voru leikmenn, sem litil
afrek hafa sýnt á handknatt-
leiksferli sinum.
Stjórnarmenn Hauka
verða að sætta sig við það, að
Hauka-liðið er ekki sterkt
handknattleikslið og þeir
mega vera ánægöir með
þessi fjögur stig
deildinni, þvi að það er stað-
reynd, aö þrjú af þeim eru
heppnisstig, — stigið, sem
þeir fengu gegn Fram og
stigin, sem þeir fengu gegn
Armanni.
Viöar Simonarson hand-
knattleiksmaður úr FH,
hefur nú tekið við
Haukaliðinu, a.m.k. til að
byrja með. Guö’mundur
sagöi i viötalinu, að það hefði
verið vel mætt á æfingu, sem
Viðar stjórnaði á þriðjudag-
inn. Og enn fremur sagði
hann: „Við munum sækja
fast að fá Viöar sem þjálf-
ara, og vonumst einnig auð-
vitað eftir þvi, að hann komi
aftur i raðir Haukanna á
næsta keppnistimabili.
Guðmundur er búinn að
gleyma því, að fyrir þetta
keppnistimabil var haldinn
fundur með leikmönnum
Hauka og á þeim fundi,
spurði Hafsteinn Geirsson,
leikmenn Hauka, hvernig
þeir mundu bregðast við, ef
Viðar kæmi aftur yfir i
Hauka. Svörin, sem hann
fékk þá, voru: Þá erum við
hættir, sögöu nokkrir beztu
leikmenn liðsins og lömdu
hnefanum i borðið.
Það veröur gaman að
fylgjast með æfingum hjá
1
VIDAR SIMONARSON....hefur tekiö viö þjálfun 1. deildar liös
Haukar hafa fengið i 1. Haukum á næstunni, þvi að Hauka i handknattleik til bráðabirgöa. (Tímamynd Róbert)
kmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
VERÐUR HANDKNATT-
LEIKUR EKKI Á ÓL
í MONTREAL 1974?
Kanadamenn hafa meiri áhuga á golfi en handknattleik
HÁVÆRAR raddir eru
uppi um það í Kanada,
að handknattleikur
verði ekki leikinn á
ólympíuleikunum i
Montreal 1976. Mikið
hefur verið um það rætt
i kanadísku dagblöð-
unum og bent á, að
handknattleikur sé ekki
vinsæl iþrótt i Kanada.
Þá væri mikill auka-
kostnaður því samfara
að hafa handknattleik á
ÓL ; , þar sem reisa
þyrfti íþróttahús, sem
hægt væri að leika hand-
knattleik i. Handknatt-
leikur var leikinn á
óly mpíuleikunum i
Múnchen 1972, og þótti
hann ekki hafa tekizt vel
þar, því að hann dró fáa
áhorfenduraðsér. Og er
þó mun meiri áhugi á
handknattleik í Evrópu
en i Kanada.
Allt bendir til að Kanada-
menn taki frekar upp golf á
Ölympiuleikunum i Montreal.
Það yrði mun ódýrarar fyrir
Kanadamenn, þvi að i Kanada
eru margir góðir golf-vellir,
og meiri áhugi er á golfi en
handknattleik. Golfið myndi
einnig draga að fleiri Banda-
rikjamenn en handknattleik-
ur, enda er golf að verða vin-
sælasta iþróttagreinin i heim-
inum.
Handknattleikur hefur
tvisvar sinnum verið tekinn
upp sem ÓL grein, fyrst i
Þýzkalandi 1936 á Ólympiu-
leikunum i Berlin, og siðan á
ÓL i Munchen 1972. I bæði
skiptin hefur handknattleiks-
keppnin misheppnazt og
dregið að sér mjög fáa áhorf-
endur. Fólkið vill frekar horfa
á körfuknattleik og blak.
—SOS
Leeds
nálgast
metið...
BILLY Breraner og félagar
hans úr Leeds United, hafa
örugga forustu i ensku 1.
deildarkeppninni. Leeds er
eina liðið, sem ekki hefur
tapaö leik, er ósgrað eftir 17
leiki. Allt bendir til að Leeds
nái því, að slá út met Liver-
pools-liðsins, sem tapaði ekki
19 leikjum I röð i deildinni
1949. Leeds hefur leikið átta
leiki á heimavelli sinum
Elland Road, unnið sex, en
gert jafntefli i tveimur —
skoraö 19 mörk gegn fjórum.
Liðið hefur leikið niu leiki á
útivöllum, unniö sex, en gert
jafntefli i þremur — skoraö
þréttán mörk gegn fjórum.
Staðan er nú þessi i 1. deild-
inni:
Leeds 17 12 5 0 32:8 29
Newcastle 17 c ) 4 4 28:18 22
Burnley 17 8 6 3 24:16 22
Everton 17 8 6 3 22:15 22
Liverpool 17 9 4 4 22:15 22
Ipswich 17 8 5 4 29:25 21
Q.P.R. 17 6 7 4 28:22 19
Derby 18 7 5 6 19:19 19
Southampt.17 6 6 5 22:25 18
Leicesteh 17 5 7 5 17:18 17
Arsenal 17 7 3 7 19:21 17
Coventry 18 7 3 8 17:21 17
Chelsea 17 6 4 7 28:22 16
Sheff.Utd. 17 6 4 7 22:22 16
Man.City 17 6 4 7 18:20 16
Tottenham 17 5 5 7 20:24 15
Stoke 17 4 6 7 22:21 14
Man.Utd. 17 4 5 8 15:20 13
Wolves 17 4 4 9 18:27 12
Norwich 17 2 7 8 12:25 11
West Ham 17 1 7 9 15:29 9
Birmingham 17 2 5 10 17: 33
Bill Shankly, framkvæmda-
stjóri ensku meistaranna,
Liverpool, likar örugglega
ekki lifið núna. Þvi að hann
hefur sagt, að honum liði alltaf
betur, þegar hann litur á
stöðuna í deildinni og sér
Everton, hitt liðið frá hafnar-
borginni Liverpool, fyrir
neðan Liverpool. En Shankly
litur alltaf á stöðuna eftir
hvern leik Liverpool-liðsins,
til að sjá^i hvaða sæti Everton
er i.
Um næstu helgi má búast
viö aö Bill Shankly andi
léttar. En þá hefur Liverpool
góöa möguleika á að skjótast
upp fyrir Everton. Liverpool
leikur þá gegn West Ham á
heimavelli sinum Anfield
Road, og eru leikmenn liösins
ekki vanir að tapa fyrir West
Ham á heimavelli. Everton
leikur gegn Southampton á
heimavelli Dýrlinganna, The
Dell, i hafnarborginni frægu á
suðurströnd Englands.
West Ham er eina liðið i 1.
deild, sem hefur ekki unnið
leik á heimavelli sinum^Upton
Park, á keppnistimabilinu.
Liðið hefur aðeins unnið einn
leik i 1. deild. Birmingham,
Norwich, Stoke og Manchester
United eru þau lið, sem hafa
ekki unnið leiki á útivelli.
Leikmönnum Derby gengur
illa að skora mörk á úti-
völlum, þeim hefur aðeins
tvisvar sinnum tekizt að skora
á útivelli.