Tíminn - 23.12.1973, Side 3
Sunnudagur 23. desember 1973.
TÍMINN
3
140 KM TIL MIÐBORGARINN-
AR, stendur á skilti við borgar-
mörk borgarinnar Kiruna i Norð-
ur-Sviþjóð. Þannig er viðkomandi
minntur á það, á óbeinan hátt, að
hann er að aka inn i „stærstu borg
heimsins”. Slagorðið styðst að-
eins við hálfan sannleikann. Um-
dæmi Kiruna nær að visu yfir
mjög viðfeðmt svæði, eða álika
stórt og Skánn og Bleking saman-
lagt, en byggð svæði eru hverf-
andi litill hluti umdæmisins.
21.000 af 29.000 ibúum búa i
Kiruna C, en svo kallast svæðið
milli Fjallanna Kirunavaara og
Luossavaara. Þaueru orsök þess,
að þarna er yfir höfuð nokkur
byggð. I báðum fjöllunum finnast
málmar, og i Kirunavaara er, að
IMIÍIÍ!!**!
■i »i!i i!í“í"S"!“i'ii»íI1i"*”""
»111 1 l.»a I »| I li |,!j
* I « * 1 Hl II I f„
>■!»*■> * >1111
■ { >>*> >11 ?> »1
11» * 1 *f * ^ **MI íít
***! tii ..... . . *
Mikilvægasta bygging Kiruna : stjórnarskrifstofa námuféiagsins. t baksýn sést Kiruna C og máimfjallið Luossaraara mcð djúpum rákum
eftir námugröftinn. Myndin er tekin ofan af Kirunavaara, sem er ennþá ríkara af máimi.
sögn Svia, stærsta samfellda
málmlag i jörðu, sem fundizt hef-
ur. Það er fjórir kflómetrar að
lengd, 100 m að breidd og minnst
einn km að dýpt.
Þetta rikidæmi er ekki aðeins
grundvöllurinn að byggð á þessu
svæði. Það hefur mikla þýðingu
fyrir alla Sviþjóð og er gjaid-
eyrisuppspretta, sem hefur flýtt
mjög fyrir þróun iðnaðar i Svi-
þjóð, og þar með átt rikan þátt i
myndun hins sænska velferðar-
þjóðfélags.
Frá þvi byrjað var að vinna
málminn i Kiruna, skömmu fyrir
aldamót, hafa Sviar verið meðal
mestu járnútflytjendum heimsins
f.ýr-st og fremst aðalfrámleiðend-
ur fýrir Krupp og önnur þýzk risa-
iðnfyrirtæki i járn- og stálfram-
leiðslu. Málmurinn i norðri hafði
úrslitaáhrif á striðsvopnafram-
leiðslu Þjóðverja, og þegar Hitler
ákvað að hertaka Noreg og Dan-
mörku árið 1940 var það fyrst og
fremst til að koma i veg fyrir
stöðvun Breta á málmskipalest-
um suður með vesturströnd
Noregs. Eftir það gátu flutn-
ingarnir farið fram næstum
óhindrað til striðsloka, og hin
hlutlausa Sviþjóð notfærði sér það
á viðskiptalegum grundvelli, að
þýzka striðsvélin gat ekki án Svi-
þjóðar verið.
Núna er framleiðslan i Kiruna
meiri en nokkru sinni fyrr.
Námufélagið, sem rikið yfirtók
fyrir tuttugu árum, skilaði árið
1968 yfir 25 milljónum tonna af
málmi. Hagnaður af hverju tonni
fer minnkandi, bæði vegna þess,
að það þarf að sækja málminn
dýpra niður, svo úrvinnslan verð-
ur dýrari, og einnig vegna þess að
nýopnaðar járnnámur i þróunar-
löndunum eru farnar að hafá
áhrif á markaðinn. Stöðugt finn-
ast nýjar námur i Kiruna, og það
járnmagn, sem þegar hefur fund-
izt, er miklu meira en reiknað var
með, þegar byrjað var að vinna
málminn fyrir rúmum 70 árum.
Ferðamenn fá tækifæri til að
skoða Kiruna-námurnar. A sumr-
in eru farnar ferðir um svæðið
daglega. Maður þarf bara að gera
sér ljóst, að það er aðeins ein
ákveðin leið, sem farin er.
runa liggur 140 km fyrir norðan noröurheimsskautsbaug, og borgarbúar njóta þvi miönætursólar frá
. mai til 14. júli. A þeim tima er ennþá snjór i hæstu fjöliunum, þvi er ágætt aö fara á skiöi I miönætur-
sól um mitt sumar.
Ef ferðamaðurinn vill raun-
verulega fá innsýn i lif námu-
verkamannanna, væri viturlegt
af honum að auka við útskýringar
leiðsögumannsins með þvi að lesa
bók Söru Lidman, þar sem fram
koma algjörlega ný viðhorf. Hún
hefur talað við fjölda verka-
manna i Kiruna^og leggur út af
þvi, sem þeir segja um sitt dag-
lega lif, um likamlega og andlega
kúgun og um aðferðir námu-
félagsins til að halda hraðanum
uppi og mótmælunum niðri. Ein-
falt dæmi:
Verkfræðingur uppgötvaði, að
það voru tveir bekkir i skúrnum,
þar sem bilstjórarnir fengu fyrir-
mæli um, hvert þeir ættu að aka.
Bekkirnir voru fjarlægðir, svó að
mennirnir freistuðust ekki til að
fá sér hvild á þeim.
Við eftirlit kom i Ijós, að bil-
stjórarnir hölluðu sér nú upp aö
veggnum, meðan þeir biðu eftir
fyrirmælum. Þvi var brugðið á
það ráð að reka nagla i veggina i
axlarhæð!
Bók Söru Lidman opnaði augu
margra fyrir þvi, að ekki væri allt
i sómanum i Kiruna. Hinir
borgaralegu Sviar höfðu alltaf lit-
ið á Kiruna sem fyrirmyndar-
samfélag — fy rir utan það, að þar
var helzta vigi kommúnismans. 1
borgarráði (þar sem eru alls 40
fulltrúar) sitja 10 kommúnistar,
sem er met, bæði i Sviþjóð Dan-
mörku og Noregi.
Það eru þó önnur atriði, sem
ferðamannaáróður Kiruna bein-
ist aðallega að, og þá fyrst og
fremst náttúrufegurð staðarins.
Bæjarfélagið er svo. stórt, að það
er ekkert einsdæmi, að vel stönd-
ugt fólk taki leiguflugvél á
ákvörðunarstað, jafnvel þótt
hann liggi innan bæjarmarkanna.
Aðalhluti svæðisins er næstum
óræktað land. Það er hægt að
ganga dögum saman án þess að
hitta sálu, klifa hæsta fjall Svi-
þjóðar, Kebnekasje, og fylgjast
má með árstiðarbundu flakki
hreindýrahjarðar — allt án þess
að fara nokkru sinni út fyrir
borgamörk Kiruna.
Möguleikarnir til gönguferða,
veiðiferða og skiðaiðkana i þessu
stórkostlega umhverfi, heillar
stöðugt fleiri ferðamen. Náttúru-
fegurðin getur aftur á móti ekki
haldið I ibúana. Þeir flýja i stöð-
ugt rikara mæli til borgarinnar,
og jafnvel meðal Samanna finn-
ast fleiri námuverkamenn en
hreindýrahieðar.
(þýtt —kr—)
y * •«> Pjj*M IraÍfK: ■ 1,
N ^ # r * | r J&foSÍ fefe:
Eitt af nýju ibúöarhverfunum I Kiruna. Þaö eru aöeins 70 ár síöan
myndun borgar hófst þarna, og aöeins 20 ár síöan Kiruna fékk borgar-
réttindi.