Tíminn - 23.12.1973, Page 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 23. desember 1973.
Prófessor Erik Skinhöj: — Stærsta vandamál læknavfsindanna er hættan á þvl, aö sjúklingarnir séu
meöhöndlaöir scm vélar, en ckki sem manneskjur.
1 FYRSTA skipti i sögu Dan-
merkur verður starfandi læknir
skipaður prófessor, og nýju fagi
hefur verið bætt við læknisfræöi-
námið: Almenn læknisfræði.
Verður þessari breytingu komið á
eftir nokkra daga. Meginorsökin
fyrir þessu er sú, að lækna-
stúdentarnir eiga að fá betri
innsýn i aðstöðu sjúklingsins.
Margir læknar — ekki sizt
sjúkrahúslæknar — einangra sig i
einhverjum filabeinsturni og
gleyma þvi að sjúklingarnir eru
manneskjur. Eins og t.d. eftirfar-
andi dæmi sýnir:
Miðaldra maður átti fyrir
skömmu að fara i röntgenmynda-
töku á spitala i Kaupmannahöfn,
vegna þess að hann var með of
þröngar æðar i fótunum. Hann
fékk að vita með viku fyrirvara
að hann ætti að leggjast inn i þrjá
daga af þessum ástæðum. Þaö
sem eftir var vikunnar, var hann
mjög taugaóstyrkur vegna þess-
arar rannsóknar. Það hlaut að
vera eitthvað hræöilegt að, fyrst
það þurfti að leggja hann inn.
Þaö var fyrst þegar hann kom á
sjúkrahúsið að hann fékk að vita,
að það átti aðeins að sprauta hann
i æðarnar með mótefni og siðan
að ganga úr skugga um, hvort
sárið eftir nálarstunguna gréri
vel...
Margra daga áhyggjum hefði
verið aflétt, ef læknirinn hefði að-
eins gert sér það ómak, að segja
sjúklingnum hvað til stóö. En þvi
geta sjúkrahússjúklingar i Kaup-
mannahöfn ekki búizt við.
Þetta dæmi er nefnilega mjög
algengt, og fái sjúklingurinn ekki
fullnægjandi upplýsingar getur
það oft leitt til þess að læknismeð-
ferðin verður áhrifaminni en
skyldi.
Það munu sjálfsagt margir
kannast við þetta dæmi. — 30 ára
maður segir frá:
— Fyrir skömmu fékk ég
gyllinæö, sem olli mér miklum
kvölum. Heimilislæknirinn minn
sendi mig þegar i stað i rannsókn
á sjúkrahús i Kaupmannahöfn.
Hann úrskurðaði þegar að upp-
skurður væri nauðsynlegur. Ég
var með sjálfstæðan atvinnu-
rekstur og afkoma min var al-
gjörlega undir þvi komin, hvað ég
vann mikið sjálfur, svo ég lét það
eftir mér að spyrja hvenær ég
yrði lagður inn.
— Þegar það losnar pláss, seg-
ir yfirlæknirinn stuttaralega.
— Hvað á ég að gera, á meðan
ég bið? Eru það einhver ákveðin
matvæli sem ég á að forðast, eða
eitthvað annað sem ég á að var-
ast?
— Nei.
— Ég hélt kannski að mataræð-
ið gæti verið orsökin. Stundum
tek ég út hreinar kvalir. Ég get
hvorki setið, staðið eða legið fyrir
kvöluiru Hvað get ég gert við
þessu?
— Kalt vatn. Verið þér sælir.
Þessar upplýsingar varð mað-
urinn að láta sér nægja. Nokkrir
dagar liðu og hann kveiö fyrir
uppskurðinum. Svo fékk hann að
vita hjá vini sinum, að gyllinæð
gæti orsakast af áhyggjum.
— Um þetta leyti hafði ég
einmitt verið mjög áhyggjufullur,
segir maðurinn, og um tima hafði
ég átt i mjög miklum erfiðleikum
i minu einkalifi, og af þeirri
ástæðu jafnvel vanrækt mina
vinnu. Ég ákvað að gera eitthvað
i þessu og næstu daga vann ég
eins og óður maður. Eftir tæpa
viku var gyllinæðin algerlega
horfin. Yfirlæknirinn varð
móðgaður þegar ég hringdi i hann
og sagði honum þetta.
Þessi saga endaði alla vega vel,
en það var heldur ekki lækninum
að þakka. Eftir þeirri framkomu
að dæma, sem • hann sýndi
sjúklingnum, var það i raun og
veru áhætta að framkvæma
uppskurðinn undir þeim kring-
umstæðum, sem voru fyrir hendi.
Sambandið milli sjúklings og
læknis hefur oft úrslitaáhrif á
það, hvernig aðgerð heppnast. Ef
sjúklingurinn er taugaóstyrkur
eðajiöruggur, vegna þess að hann
er ekki nægilega upplýstur um
það, sem i vændum er, eru meiri
likur en ella á þvi að aðgerðin
heppnist ekki.
— Ef sjúklingurinn er hræddur