Tíminn - 23.12.1973, Qupperneq 32

Tíminn - 23.12.1973, Qupperneq 32
32 TÍMINN Sunnudagur 2:t. descmber 197:!. Sagan Frikka um frosk — FARÐU burtu, ljóta norn, sagði Frikki frosk- ur, sem var allra froska friðastur. Þú þarft ekk- ert að koma nálægt vatnaliljunni minni, þótt þú sért að safna stráum. Nikkólina norn hafði verið að safna stráum i töfrasóp, sem hún ætlaði að fljúga á til tunglsins. Hún hætti að tina stráin, hallaði sér fram á kræklótta stafinn sinn og starði á Frikka frosk. Hún hafði heyrt marga tala um það, hvað Frikki væri frekur og montinn. Allir i þorpinu töluðu um það. í hvert sinn sem einhver nefndi Frikka, hristu allir höfuðið og tautuðu: Dramb er falli næst. — Ósköp ertu geð- vondur, sagði Nikkó- lina. Þú talar ekki einu sinni við nágranna þina, af þvi að þú litur niður á þá og heldur, að þú sért eitthvað betri en þeir. Og þú vilt ekkisjá Friðu frosk, sem er svo lagleg og elskar þig af öllu hjarta. — Iss, hreytti Frikki froskur út úr sér. Ég er alltof fallegur og gáfað- ur til að umgangast heimskingjana hér i Vatnaliljuþorpi. Og úr þvi að ég er á annað borð að tala um útlit, þá get ég sagt þér það, að þú ert það ljótasta, sem ég hef á ævi minni séð. — Við sjáum nú til, sagði Nikkólina, og þótt hún væri mesta indælis norn, gat hún ekki annað en hugsað með sér, að Frikki ætti skilið að fá ráðningu fyrir frekjuna og dónaskapinn. — Akra-Ka-Dabra, tautaði hún hægt og virðulega. Þetta var töfraþula, sem enginn skildi nema hún sjálf. Littu nú á sjálfan þig, sagði hún svo. Frikki leit á spegil- mynd sina i vatninu og varð skelfingu lostinn. Hann var orðinn hræði- lega ljótur. — Bannsett nornin þin, æpti hann. Þú hefur gert mig helmingi ljót- ari en þú ert sjálf. — Það ætti að kenna þér að haga þér sóma- sámlega, sagði Nikkó- lina, um leið og hún gekk i burtu með stráin sin. Frikki varð ákaflega óhamingjusamur. Allir froskarnir, sem áður dáðust að honum, skelli- hlógu nú, þegar þeir sáu hann. — Bara að ég gæti orðið vinur þeirra, sagði Frikki við sjálfan sig. En hinir froskarnir voru ekki búnir að gleyma þvi, hvað Frikki hafði alltaf verið mont- inn og andstyggilegur. — Það er mál til komið að hann finni, hvernig það er að láta hlæja að sér, sögðu þeir hver við annan. Og hvernig sem Frikki reyndi að vera vingjarnlegur og elsku- legur, létu þeir sem þeir sæju hann ekki, eða sögðu: — Þú ert svo ljót- ur og leiðinlegur, að við viljum ekki hafa þig nálægt okkur. Farðu burt! Svo að aumingja Frikki varð að sitja al- einn og óhamingjusam- ur á vatnaliljunni sinni. Nú hafði hann nógan tima til að hugsa um það, hve vondur hann hafði verið, og fljótlega skildist honum, að þetta var allt honum sjálfum að kenna. Svona leið timinn, og Frikki var alveg að sál- ast úr leiðindum. Dag nokkurn heyrði hann skyndilega lága og hræðslulega rödd, sem ávarpaði hann. Það var svo langt siðan nokkur hafði talað við hann, að honum dauð brá. Hann horfði i kringum sig og sá þá Sigga litla hornsili, hágrátandi og vesældar- legan. — Geturðu ekki hjálp- að mér, Frikki minn? Ég rata ekki heim, sagði DAN BARRY Ég sé enga hvallÉg heyri eitthvað báta hérna, en þú Iþarna handan Q King Featurea Syndiotc, Inc., 1973. World right« rc^ervcd. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.