Tíminn - 23.12.1973, Side 39

Tíminn - 23.12.1973, Side 39
Sumiudagur 23. desember 1973. TÍMINN 39 STAÐA FRAMSÓKNARFLOKKSINS i UM STÖÐU Framsóknarflokks- ins i islenzkum stjórnmálum hefur a& undanförnu nokkuð verið fjallað i blöðum og í viðræðum manna á milli. Virðist þar stundum gæta undarlegs tviskiln- ings, aö ég ekki segir margskiln- ings. Þetta kemur mér. gömlum flokksmanni. spánskt fyrir. Ég veit ekki betur en flokkurinn hafi frá öndverðu verið frjálslyndur umbótaflokkur, vinstri flokkur, eigi óskyldur Alþýðuflokknum, meðan sá flokkur var og hét, enda sami maður með vissum hætti sköpuður beggja — og um leið sá, er einn mestur áhrifamaður var i íslenzkum stjórnmálum fyrr og síðar. Flokkurinn var stofnaður til mótvægis gegn ihaldi og harð snúnu peningavaldi, hann var stofaður til þess að berjast fyrir hugsjón samvinnu og jafnréttis í viðskiptum og rétt- læti i samskiptum manna — hann var stofnaður til þess að standa vörð um hagsmuni sveitanna og hinna dreifðu byggða, heyja þar baráttu til sóknar og varnar. „Rækun lýðs og lands” eru að visu útþvæld orð. Þó eru það sann indi, sem eigi verða hrakin, að höfuðbaráttumál Framsóknar- flokksins hafa jafnan verið tákn þeirrar hugsjónar, er i þessum oröum felst. Slikur flokkur, sem Framsóknarflokkurinn var og hefur alltaf verið, hlýtur sam- kvæmt eðli sinu og allri baráttu að teljast vinstri flokkur. Menn geta dundað við að reyna að sanna það sjálfum sér og öðr- um, ef þeim er fróun i, aö Fram- sóknarflokkurinn sé eiginlega ekki vinstri flokkur, hann sé mið- flokkur, hinn eini og sanni mið- flokkur. Jú — vist er hann mið- flokkur i þeim skilningi, aö hann stendur milli öfganna til beggja handa. En flokkurinn veröur, að óbreyttri stefnu, aldrei negldur niður á miðjum bekk. Menn geta reynt að marka i huga sér hinn pólitiska leikvöll, mælt út miðju vallarins, rekið þar niður einn heljarmikinn staur, og látiö flokkinn vega salt á staurnum. En þess konar „gymnastik” kemur fyrir litið. þegar veru- leikinn tekur við. Flokkurinn myndi springa og brotin hrökkva sum til hægri, önnur til vinstri. Tækifærismennska veður að visu uppi i islenzkri pólitik, en fer ekki bezt á þvi, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi þar forystuna — hér eftir sem hingað til? Miðlinupólitik er ekki ný af nálinni. Fyrir 40 árum þótti sum- um framsóknarmönnum sem flokkur þeirra hneigðist um of til vinstri. Þeir stofnuðu Bænda- flokkinn. Hann skyldi standa á miðjum velli. En flokkurinn varð skammlifur. hann liðaðist brátt i sundur. Sumir hrukku til hægri og hurfu i opinn faðm ihaldsins, sem lukti þá feginsörmum. Aðrir snéru aftur til sins gamal gamla flokks, Framsóknarflokksins, er þeim varð Ijóst hvert stendi. II Sjálfstæðisflokkurinn er hægri flokkur, enda þótt hann taki hliðarstökk til allra átta, er honum býður svo við að horfa, svo sem löngum er háttur tækifæris- sinna. Framsóknarflokkurinn er vinstri flokkur. Hann hefur aldrei dansað á neinni imyndaðri miðlinu — og mun ekki gera, meðan hann er löngu markaðri stefnu sinni trúr. Ég hef haft nokkur persónuleg kynni af helztu forystumönnum flokksins allt frá öndverðu. Þeir hafa allir litið á málin likt og Tryggvi : ,,AUt er betra en Ihaldið”. Þeir hafa allir verið vinstri menn, viðsýnir og frjálslyndir. Fyrir bragðið hafa á þeim dunið ómældar svivirðingar I ihaldsblöðunum: I þeim hefur eigi veriö ærleg taug, ekki nokkur vitglóra. Eitt sinn hafði Ihaldið uppi fulla tilburði til þess aö fá um það læknisdóm, aö ráð- herra Framsóknarflokksins væri vitskertur. Arin liöa. En Sjálf- stæöisflokkurinn er samur við sig. Og Morgunblaöið er kjörinn áttaviti. Þá væri ástæða til að óttast áttavillu. ef blaðið léti af árásum sinum og endalausum svívirðingum um ráðamenn Framsóknarflokksins og færi að hæla þeim i staðinn. Vist má ætla, að fleiri en mér yrði þá flökurt. III Tvær eru höfuðstefnur i isl. þjóðmálum. önnur veit til hægri. Hún er mótuð af meiri og minni þröngsýni og ihaldi, jafnvel aftur- haldssemi á stundum, eins og þegar einn af meiri háttar lög- fræðingum Sjálfstæðisflokksins taldi einsætt, að hætta bæri öllum verzlunarviðskiptum við Sovét- rikin, og skrifaði um það mikla grein i Moggann. Hinn stefnan er mótuð af umbótavilja, viðsýni og frjálslyndi Sjállst.fl., hægri flokkurinn, er stærstur islenzkra stjórnmálaflokka. Framsóknar- flokkurinn, vinstri flokkurinn er næststærstur. Hann einn er fær um að veita hægri flokknum öflugt viðnám. Það er dómur reynslunnar. Þessir tveir stjórn- málaflokkar, hægri og vinstri, hafa verið höfuðandstæðingar i islenzkum þjóðmálum alla stund frá þvi er þeir voru stofnaðir — og eru enn. Milli þeirra hefur staðiö að kalla látlaus barátta. Það er segin saga, að hvar sem borið er niður i islenzkum þjóð- málum siöustu 50 árin, hvort heldurer á sviði atvinnumála-og framleiðslu til lands og sjávar, á sviði samgöngumála, skóla- og menningarmála, félagsmála margvislegra, réttarfarsmála o.s.frv., þá hefur veður breytzt og birt I lofti, þegar Framsóknar- flokkurinn hélt um stjórnar- tauma. Eða hvað tákna ártölin 1927, 1934, 1951, 1956, 1971? Halda menn að ihaldið heföi fært land- helgina út i 12 milur 1958 og i 50 milur 1972? Mennirnir, sem hreyföu hvorki hönd né fót til út- færslu landhelginnar á 12 ára stjórnarferli, mennirnir, sem endilega vildu biða og kölluðu það pólitiskt siðleysi aö færa landhelgina út með einhliöa ákvörðun. IV 1 stórum stjórnmálaflokki hlýtur alltaf að koma upp nokkur ágreiningur um ýmis mál. Annaö væri óhugsandi. Slikt á og eigi neinum vandræðum að valda. Þá fyrst er hætta á að púkinn á fjós- bitanum fitni, ef dregur til átta- skila, stefnuhvarfa. I ávarpi flokksþings Fram- sóknarflokksins 1934 segir svo m.a.: ,,Næstu alþingiskosningar munu vafalaust verða örlaga- rikari fyrir Islenzku þjóðina en flestar eða allar kosningar, er áður hafa farið hér fram. Baráttanum frelsiog velgengni al- mennings i landinu er orðin ákveðnari og harðari en fyrr... Eftir þvi, sem þcim fjölgar, sem byggja framtið sina á erfiði ann arra, verður meiri sókn á hendur framleiðslu- og vinnustéttum landsins, i þvi skyni að gea þær skattskyldar þeim, sem vilja eignast og eyða, en ekki skapa verðmæti fyrir þjóðarheildina”. ,,Ef iðju- og umbótamenn landsins fylkja. sér um merki Framsóknarflokksins i kjör- dæmunum, verða sigurvonir ihaldsins að engu. Framsóknar- menn hafa alltaf haft forystuna hér á landi i baráttunni við Ihaldið, og i þessum kosningum tekur flokkurinn enn sem fyrr forystuna..Hann mun enn sem fyrr halda áfram aö vera alhliða umbótaflokkur, vinna aö þvi að bæta kjör almennings i landinu”. Þessar ivitnanir i ávarp flokks- þings fyrir 40 árum eru enn i fullu gildi. Þarna er áréttuð áöur mörkuð stefna Framsóknar- flokksins og staða hans sem vinstri flokks. Flokkurinn vann mikinn sigur i kosningunum 1934. Þurfti eigi i grafgötur að fara um stefnuhans. Mun og vegur flokks- ins jafnan verða I fullu samræmi viö frjálslyndi hans og viðsýni. 4/12 1972 Gisli Magnússon Klukkan 9 á morgnana opnar auglýsingastofa Tímans, Aðalstræti 7. Tekið er á móti auglýsing- um, sem birtast eiga næsta dag, til klukkan 4 siðdegis. Auglýsingar í sunnudags- blöð þurfa að berast fyrir klukkan 4 á föstudögum. Þeir auglýsendur, er óska aöstoðar við gerð aug- lýsinga, eru beðnir að skila handritum tveim sólar- hringum fyrir birtingar- dag. Símanúmer okkar eru 1-95-23 & 26-500 Við sendum öllum viðskiptavinum og starfsfólki beztu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf á árinu, sem er að líða Kaupfélag Þingeyinga HÚSAVÍK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.