Tíminn - 04.01.1974, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 4. janúar 1974
Hversdags-
og sparigift-
ingarhringir
Sagt er að konur, sem þykjast
vera finar frúr i Bandarikjun-
um, eigi að minnsta kosti tvo
giftingarhringi. Annar er þá
venjulegur gullhringur, og er
hann notaður á daginn, en svo ef
þær hafa meira við, eða fara út
á kvöldin i samkvæmi eða leik-
hús, þá nota þær hring úr hvita-
gulli með gimsteinum, — annað
þykir ófært. bað er sagt að karl-
mennirnir láti sér yfirleitt
nægja einn giftingarhring (i
einu), sem þeir noti á daginn, en
ef einhver tilbreyting er hjá
þeim, þá er það helzt það, að
þeir stinga hringnum i vestis-
vasann á kvöldin!
★
Aftur ástfangin
— tveim ára-
tugum og tveim
hjónaböndum
seinna!
en fjórum árum seinna slitu þau
samvistum. Nokkru seinna gift-
ist Natalie brezkum leikstjóra
Richard Gregson og þau eignuð-
ust dóttur, Natashu, — Robert
kvæntist einnig. Kona hans hét
Marian Donen. Honum gekk
ekki nógu vel i kvikmyndum um
þessar mundir, svo að hann
sneri sér að sjónvarpsmynda-
gerð. Hann eignaðist einnig
dóttur með konu sinni, og var
hún skirð Katarine. Robert og
Marian Donen skildu árið 1970.
bá var Robert Wagner aftur
oröið þekkt nafn i kvikmyndum
og gekk honum vel á frama-
brautinni, en heimilislifið varð
útundan hjá honum og þvi end-
aði hjónaband þeirra Marians
meðskilnaöi. Nokkrum mánuð-
um seinna hafði Natalia einnig
fengið skilnað frá Richard
Gregson. Nú voru þau bæði,
Robert og Natalie, laus og liðug
aftur og slúðurdálkahöfundar
höfðu nóg að gera við að trúlofa
þau og ráðgera giftingu þeirra
— út á viö, — en aldrei varð úr
neinum af þeirra spádómum og
áætlunum i þá átt. Allt i einu
fóru að heyrast ótrúlegar sögur
um að þau hefðu sézt saman á
skemmtistöðum, eða að þau
hefðu farið i ferðalag saman.
Vinir þeirra fylgdust með fram-
vindu mála af spenningi, og það
kom á daginn, þegar skilnaður
Nataliu og Gregsons hafði tekiö
gildi, þá giftu þau sig i annað
sinn, Robert og hún. Nú hafa
þau verið gift á annað ár ( i
annað sinn) og eiga von á barni
og segjast þau vera yfirmáta
hamingjusöm, og a.m.k. eru
þau reynslunni rikari! Hér
sjáum við mynd af Nat. sem
barnastjörnu, svo er önnur
mynd af hjónakornunum
nýgiftum, þar sem þau eru ,,fin i
tauinu” og uppstillt fyrir ljós-
myndarann, en á hinni mynd-
inni, sem tekin var af þeim ný-
lega (eða i seinna lifinu — eins
og þau segja) eru þau glaðleg á
svipinn og eðlilegri. Vonandi
endist ánægjan hjá þeim lengi,
lengi.
Natalie Wood og Robert Wagner
ljóma af hamingju þessa dag-
ana. bau eru nýgift i annað sinn.
Robert er 43 ára og Natalie 35,
en hún hefur verið fræg leikkona
i meira en tvo áratugi, þvi að
Natalie Wood er ein af þeim fáu,
sem urðu frægir leikarar sem
börn en héldu frægð og vinsæld-
um eftir að þau þroskuðust.
Yfirleitt gekk barnastjörnum
ekki vel að halda frægðarljóm-
anum á fullorðinsárum (sbr.
Shirley Temple). begar Natalie
var 17 ára var hún þekkt fegurð-
ardis og eftirsótt leikkona. Um
svipað leyti byrjaði Robert
Wagner að leika, eða 24 ára^
Hann lék son Spencers Trazy í
myndinni „Fjallið”. Allar ung-
ar stúlkur urðu hrifnar af
Robert og þar á meðal Natalie
og þau giftust stuttu seinna. bau
léku bæði i kvikmyndum áfram
og ævi þeirra var viöburðarrik,