Tíminn - 04.01.1974, Síða 5
Föstudagur 4. janúar 1974
TÍMINN
5
dagana 3. — 5. ágúst
LISTAH ATÍÐ, hin þriðja i
röðinni, verður haidin i Reykja-
vík dagana 7.-21. júni 1974. Eins
og úður munu margir kunnir inn-
lendir og erlendir listamenn
koma fram á hátfðinni að þcssu
sinni. i báðum leikhúsunum i
borginni verða sýnd fslenzk leik-
rit, flutt verður tSLENZK
ÓPERA og efnt verður tii sýning-
ar á islenzkri list i aldanna rás.
Píanóleikarinn Vladimir Ash-
kenazy hefur unnið að undirbún-
ingi hátiðarinnar ásamt listahá-
tiðarnefnd og leikur hann sjálfur
á hljómleikum, sem verða á dag-
skrá hátiðarinnar.
Af þátttöku erlendra lista-
manna, sem þegar er ákveðin,
má nefna Sinfóniuhljómsveit
Lundúna, undir stjórn Andró
Previn, ennfremur hljómleika
óperusöngkonunnar Renata
Tebaldi, pianóleikarans Daniel
Barenboim, fiðluleikarans
Zuckerman og bassasöngvarans
Tavela frá Finnlandi. Fluttur
verður jazzkonsert með þátttöku
Bandarikjamannsins John Dank-
worth og ballettflokkurinn Tanz
Forum frá Köln heldur sýningu.
Þá eru og væntanlegir margir
aðrir listamenn frá Norðurlönd-
unum.
Áherzla á þátt æskunnar
DAGSKRÁ þjóðhátiðardagsins
17. júni hefst með hefðbundnum
hætti i Reykjavik kl. 10:00 aö
morgni, en hálfri klukkustund
siðar hefst athöfn á Austurvelli,
þar sem minnzt verður 20 ára af-
mælis islenzka lýðveldisins. t
öðrum atriðum hátiðarinnar
verður áherzla lögð á þátt æsk-
unnar. tþróttahátið fer fram á
Laugardalsvellinum með skrúö-
göngum, fimleikasýningum og
öðrum iþróttum. Þátttakendur
verða á aldrinum 10-18 ára úr
skólum og iþróttafólögum borg-
arinnar.
Þjóðhátíðin 1974:
Sýningar á
verkefnum
Þjóðhátíðin í Reykjavík
ALÞJÓÐAHÁTIÐARHÖLDIN i
Reykjavik 1974 fara fram dagana
3., 4. og 5. ágúst, á Arnarhóli,
Lækjartorgi, i Laugardal og viðar
um borgina.
Barnaskemmtanir verða
haldnar á 9 stöðum i borginni.
Þrir skrautbúnir vagnar fara
með skemmtikrafta á milli stað-
anna. Lltill lúðraflokkur úr skól-
um borgarinnar, leikflokkur og
nokkrir aðrir skemmtikraftar
koma fram.
Á Arnarhóli hefst aðalhátiðin
kl. 14.00. Við setningarathöfnina
kemur boðhlaupari með blys inn
á hátiðarsvæðið og kveikir lang-
elda að loknu boðhlaupi, sem
hefst tveimur sólarhringum áður
við Ingólfshöfða.
Meðai dagskráratriða verður
frumflutningur Filharmóniukórs-
ins og Sinfóniuhljómsveitarinnar
á nýju tónverki eftir Jón Þórar-
insson, tónskáld. Flutt verður
samfelld söguleg dagskrá, sem
Bergsteinn Jónsson, cand. mag.
hefur tekið saman, en i henni
verða raktir helztu þættir úr sögu
Reykjavikur.
Kvöldskemmtanir:
Skemmtikvöldvaka hefst á
Arnarhóli kl. 20.00 en dans verður
slðan stiginn úti i hverfum borg-
arinnar fram yfir miðnætti.
Sunnudagur 4. ágúst:
tþróttir verða meginstofn ann-
ars dags hátiðarhaldanna.
LA frumsýnir Hanann
háttprúða David Scott leikstýrir
HANINN háttprúði, eftir Irská
rithöfundinn Sean O’Casey, verð-
ur frumsýndur hjá Leikfélagi
Akureyrar á þrettándanum.
Höfundur taldi sjálfur, að þetta
væri bezta leikverk sitt, en marg-
ir munu kannast við önnur, til
dæmis Júnó og páfuglinn og Plóg
og stjörnur.
Þorleifur Hauksson þýddi Han-
ann háttprúða fyrir L.A. Leik-
stjóri er Skotinn David Scott, en
eiginkona hans, Jónina Ölafsdótt-
ir, leikur gestaleik i verkinu.
Annars búa þau hjón og starfa i
London.
Leikmynd gerir Magnús Páls-
son.en með helztu hlutverk fara:
Arnar Jónsson, Þráinn Karlsson,
Jón Kristinsson, Aðalsteinn Berg-
dal, Guðmundur Ólafsson, Saga
Jónsdóttir og Þórhildur Þorleifs-
dóttir. Alls koma um 20 manns
fram i leiknum.
—SB.
SIÐDEGISSTUNDIN hjá Leikfélagi Reykjavikur, sem i desember var
jólagaman fyrir börnin, verður endurtekin i dag og á morgun kl. 17.00.
og svo á sunnudaginn á þrettándanum kl. 15.
Þarna er á feröinni leikhússkemmtun fyrir krakka á öllum aldri, með
skemmtilegu fólki og jólasveinum, og fá börnin aö taka þátt i að skapa
leikinn.
Guðrún Asmundsdóttir er höfundur að þessu jólagamni og jafnframt
leikstjóri. Mikið er um söng og kátinu, og hefur Jón Hjartarson samið
texta, en Magnús Pétursson er við pianóið. Hér sjáum við Viðar
Eggertsson, Margréti Helgu Jóhannssdóttur og Guðrúnu Stephensen I
leiknum.
skólabarna
NÆSTA vor verða haldnar sýn-
ingar I skólum Reykjavikur á
teikningum, munum úr handa-
vinnu drengja og stúlkna og
öðrum verkefnum tengdum
námsgreinum og iþróttum, sem
sérstaklega hafa verið stundaðar
i tilefni þjóðhátiðarársins. Við-
fangsefnin verða einkanlega
byggð á fræðslu um landnám ts-
lands. A vissum timum verður
dagskrá, þar sem nemendur
koma fram og flytja efni úr sögu
lands og þjóðar. úrval úr þessum
vorsýningum verður tekið til upp-
byggingar á skólasýningu, sem
opin verður þjóðhátiðardagana.
Viðamikil íþrótta-
hótíð í 4
f SAMVINNU við lþróttabanda-
lag Reykjavíkur efnir þjóðhátíð-
arnefnd til fjögurra daga íþrótta-
hátiðar i Reykjavik dagana 30.
júni til 3. júli 1974. Keppt verður i
hinum ýmsu greinum Iþrótta, svo
sem knattspyrnu, sundi, júdó,
lyftingum, frjálsum íþróttum,
badminton, tennis, handknatt-
leik, siglingum og róðri. Þá verða
daga
einnig sýndir fimleikar. úrvalsiið
frá Norðurlöndum, að Færeyjum
meðtöldum, ætla að sækja Reyk-
vfkinga heim á iþróttahátiðinni,
og taka þátt I henni. lþrótta-
hátíðin fer fram i iþróttamann-
virkjum i Laugardal, nema sigl-
ingarog róður, sem keppt verður
i á Skerjafirði.
Listahdtíð hin þriðja
tþróttamót hefst á Laugardals-
velli kl. 14.00 en einnig fer fram
iþróttasýning og keppni i Laugar-
dalshöllinni og Sundlaugunum i
Laugardal. Milli iþróttaatriða
verður teflt með lifandi taflmönn-
um. klæddum fornmannabúning-
um og munu kunnir skákmenn
stjórna ferð þeirra.
Kvölddagskrá:
Knattspyrnuleikur milli úrvals-
liðs Kaupmannahafnar og
Reykjavikur, verður háður á
Laugardalsvellinum þetta sunnu-
dagskvöld.
Mánudagur 5. ágúst:
Enn á ný verða haldnar barna-
skemmtanir úti i borgarhverfun-
um með sama hætti og að morgni
laugardagsins. Samfelld dagskrá
hefst á Arnarhóli ki. 14.00. Þar
fara fram ræðuhöld og þjóð-
dansasýning, fluttir verða þættir
úr gömlum revium og Pólýfón-
kórinn syngur.
Kvölddagskrá:
Kvöldvaka hefst á Arnarhóli kl.
20.00, og verða þá flutt ýmis
tónlistaratriði. Filharmóniukór-
inn syngur og Sinfóniuhljómsveit-
in leikur. Undir lok hátiðarinnar
verður dansað á Lækjartorgi en
hátiðinni verður slitið með flug-(
eldasýningu við Arnarhól
skömmu eftir miðnætti.
Þessi mynd minnir okkur á landnámið fyrir 1100 árum, sem
minnzt er á þessu ári, en myndin er eftir Jóhann Briem listmálara og
nefnist „Landnám Ingólfs".
Svart verður bjart með OSRAM