Tíminn - 04.01.1974, Page 6
6
TÍMINN
Föstudagur 4. janúar 1974
Kjarvalsmyndir á
Kjarvalsstöðum
Portrettin á Kjarvalssyning-
unni draga ekki aö sér athygli
manns fyrir þá sök, að afgangur-
inn af myndunum standi þeim
ekki alveg á sporöi og portrettin
eru heldur ekki merkari þáttur
sýningarinnar i eiginlegum skiln-
ingi. Sýningin sem slik er hins
vegar mestan part sett saman af
portrettum, þó ekki i meiri mæli
en það, að hún verkar i og með
sem landslagsmyndasýning i þvi
sniði, sem mun þrykkt inn i vit-
und flestra Islendinga. Jóhannes
S. Kjarval þessi oddviti klungurs
og öræfa i isl. myndlist hefur
er allt kom til alls, ekki gleymt
sér I hljóðskrafi við iðandi grúa
vætta og trölla handan landa-
merkja raunveruleikans. Þvert á
móti virðist hann einmitt flestum
hnútum kunnugur á markaðs-
torgi hins hversdagslega mann-
lffs, þar sem ófresk listamanna-
sjón afburöamannsins dregur inn
I hvern sálarafkimann á fætur
öðrum. Viöáttur öræfanna lyfta
huganum, en nakið andlit og
mannleg geymd, sem fléttast lát-
lausum, einlægum pennadrætti
eöa pensilstriki gerir hvern
„göfug-sælli”, svo notuð séu orð
Stephans G. Stephanssonar.
Þannig og aðeins þannig telur
undirritaður að megin listarinnar
verði ávallt numið, burt séð frá
allri flokkun. Kjarval er barn sins
tima. Þess vegna leggur hann
engar hömlur á túlkun hins upp-
hafna á viðari reynslu sinni og
skynjun. Við skulum bera niður i
plasseringu l'yrirmyndanna á
grunninum. Stundum finnst
manni eyðan vera helzt til um of.
Við þreifum okkur ósjálfrátt
áfram, og i huganum förum við
að klippa af. Arangurinn er lik-
astur þvi að reka sig á steinvegg.
Slatti af myndinni gufar strax
upp fyrir hugskotssjónum okkar,
karakter verksins er fokinn ofan
af þvi. Eftir svona tilraun fikrum
við okkur íáðþrota að næstu
mynd. Þar megum við svo vænta
þess, aö jöðrunum sé þjappað svo
að fyrirmyndinni, að okkur finn-
ist I fyrstu, að henni hljóti að vera
andþröng. Við ráðum fram úr
vandanum á þá lund aö beita
Imyndunaraflinu, (til að vikka
myndgrunninn. Nu bregður svo
við, að þótt öll strikin og fletirnir
verði eftir á sinum stað, vantar
skyndilega slagkraftinn, sem við
vorum að dást að. Mynd no. 49 er
til marks um fyrra dæmið. Sum
portrett Kjarvals, sem auðkenn-
ast meö þessu móti, eru gáta, sem
er hreint ekki svo auöhlaupiö aö
þvi að ráöa, þvi aö um tildur er
ekki að ræða. Annars er
fjölbreytni portrettanna mjög
mikil. Einstaka mynd er þó undir
núlli.
En það er svo sem meö
sanni nógu torvelt að dotta aldrei
I jafnlangri vöku og þessi sýning
ein er vitnisburður um. Vart mun
nokkur kapituli i islenzkri mynd-
list glæddur jafn áköfum, kvik-
andi stil og portrettasafn Kjar-
vals, án þess þó að kjölfestan
rýrni i nokkru. Stundum er maður
kominn á flugstig með að grýta
tiltekinni mynd i óæðra minn-
ingasafn hugskotsins. En svo
rankarðu þannig við þér, að þú
hélzt að þú værir löngu búinn að
færa þig að næstu mynd. Sá grun-
ur laumast að manni, að Kjarval
hafi blátt áfram sett hugann i
grinstellingar, er hann hófst
handa við portrett.
Óhjákvæmileg afleiðing þessar-
ar skoðunaraðferðar utangarðs-
mannsins er sú niðurstaða, að
listamanninum sjálfum hafi verið
áskapaður tragiskur skilningur á
viöfangsefninu.svo þungur kross
sem slikt getur annars verið. Það
þarf engan vitring til að sjá, að
maðurinn, sem lagði inn þessa
drætti og linur, hefur oftar en einu
sinni haft lágspil á hendi i spila-
vitinu mikla. A sinn sérstaka hátt
vinnur hann samt hvern slaginn
á fætur öðrum.
Það var mikiö verk aö draga innrásarprammann frá NATO upp i slippinn hjá Stálsmiöjunni á dögunum.
Þar veröa geröar gagngeröar breytingar á honum næstu mánuöi, en næst þegar hann fer á flot, veröur
hann oröinnn Islenzkt sanddæluskip. (Tlmamynd G.E)
Innrásarprammi
keyptur til landsins
SKÖMMU fyrir áramótin var
heldur óvenjulegt skip dregiö upp
I slipp hjá Stáismiöjunni i
Reykjavik. Var þarna um aö
ræöa heljarmikinn innrásar-
pramma, sem Björgun h.f. keypti
til landsins I haust og ætlar aö
láta breyta.
Kristinn Guðbrandsson fram-
kvæmdastjóri hjá Björgun, sagði
okkur, að þennan pramma hefði
fyrirtækið keypt á s.l. sumri frá
Bretlandi og hefði hann kostað
um sex milljónir króna.
Hann hafi verið litiö notaður
nema til æfinga á vegum NATO,
enda hefði litið sézt á honum
nema örfáar dældir á siðunum.
— Hann var dreginn hingað
heim af Goðanum i september s.l.
og hefur verið inni I Sundahöfn
siðan, sagði Kristinn. En við ætl-
um að láta breyta honum i sand-
dæluskip, enda er hann vel til
þess fallinn.
Það á að lengja hann um eina
tiu metra og siöan á að setja á
hann stóran krana ásamt öðrum
verkfærum til dýpkunar og sand-
öflunar. Við vonumst til að þess-
um framkvæmdum verði lokið
um mitt næsta sumar, og þá verð-
ur hann strax settur i vinnu, enda
eru nóg verkefni sem biða hans.
— -klp—
Lítil leiðrétting að bók Hilmars Jónssonar:
FÓLK ÁN FATA
Ég þakka Hilmari Jónssyni
góðlátleg ummæli um eiginmann
minn látinn og mig, en vil leyfa
mér að lagfæra nokkur smáatriði
(á bls. 67):
1. ) Sjúkrahús Keflavikur hóf
starfsemi ekki 1953, heldur 1954.
2. ) Bjarni Sigurðsson var ekki
ættaður af Barðaströnd, heldur
aðeins fæddur þar og alinn upp.
3. ) Maður minn myndi aldrei
hafa tekið svo djúpt i árinni að
kalla sig „þýzkmenntaðan”, þótt
honum kynni að hafa þótt upphefð
I þvi að heyra sig nefndan á þann
hátt. Hann menntaðist að öliu
leyti á tslandi og var orðinn
héraðslæknir i afskekktu héraði,
þegar hann fór utan til frekari
náms. Menntunin, sem hann sótti
til Þýzkalands, takmarkast af
viðurkenningu hans sem sérfræð-
ings i skurðlækningum af hálfu
þýzkra heilbrigðisyfirvalda.
4. ) Þegar hann kom til tslands,
fór hann ekki fyrst til tsafjarðar,
heldur til Búðardals.
5. ) Ég vildi að satt væri sem
Hilmar segir, að Bjarni væri orð-
Veggskjöldur úr postulíni
inn fullorðinn maður og hefði
fengið að deyja eðlilegum dauða,
saddur lifdaga. Maðurinn minn
varð bráðkvaddur á miðjum aldri
eins og fleiri læknar á þessu tima-
bili takmarkalausrar rányrkju á
starfskröftum lækna. Bjarni
Sigurðsson var49ára, þegar hann
kom til Keflavikur 1954, og 53ja,
þegar hann lézt.
Ég get vel skilið, að Hilmari
virtust „dagar hans hafa lit sin-
um glatað”, eins og hann kemst
svo skáldlega að orði, þvi Bjarni
var orðinn yfir sig þreyttur þenn-
an siðasta vetur, og Hilmar mun
varla hafa komið auga á hann
fyrr. En frekar gæti ég trúað, að
litið gaman hafi Hilmari þótt að
manni, sem gekk alveg upp i
starfi sinu og lét sig engu skipta
dægurþras og málaferli, og hefði
sannarlega betur farið, fyrst
Hilmar þurfti endilega að tala um
hann, ef hann hefði nefnt-, að á
dögum Bjarna var vinnufriður i
Keflavik og samvinnan óað-
finnanleg, bæði meðal læknanna
og með öðrum starfshópum. Er
mér með öllu óskiljanlegt af
hverju Hilmar, sem hefur frá svo
mörgu að segja, skuli þurfa að
eyða orðum á mann, sem kemur
söguþræðinum ekkert við og sem
sannarlega tilheyrir ekki „fólk-
inu án fata”. Hefði i alla staði
sómt sér betur að láta sér nægja
að segja: „Eftir lát Bjarna
Sigurðssonar, fyrsta sjúkrahúss-
læknisins, sóttu allmargir um
stöðuna”.
6.) Að endingu vil ég segja um
mig, að ég er ekki ættfræðingur,
þótt ég hafi skrifað nokkrar ætt-
fræðigreinar i Faxa. Ég er sagn-
fræðingur og hef verið kennari i
sögu við þýzka menntaskóla, svo
það gefur auga leið, að ég varð að
sökkva mér niður i islenzka ætt-
fræði, ef ég á annað borö vildi
kynnast tslendingum og sögu
þeirra.
En þó að ofsagt sé um mig, að
ég sé ættfræðingur, mætti mér
þykja heiður i þessari nafngift, ef
Hilmar ekki á öðrum stað (á bls.
141) segðist hafa hálfgerðan
Imugust á ættfræði. En ættfræði
er sem undirgrein sagnfræðinnar
meira en tómstundagaman. Hún
er visindagrein, sem á siðustu ár-
um er farin að vaxa svo mikið upp
úr barnsskónum, að ekki er leng-
ur hægt að afgreiða hana með
„imugust”.
Reykjavik, 30. desember 1973.
Friða Sigurðsson.
Dr. phil.
A vegum Þjóðhátiðaniefndar
Reykjavikur er nú unnið að gerð
vcggskjaldar úr postulini i tilefni
af Þjóöhátiðarhaldinu I Reykja-
vik. Skjöldurinn er framleiddur
hjá Bing & Gröndahl i Kaup-
LAUGARDAGINN 5. janúar, kl.
3, munu Hafliði Magnús Hall-
grimsson cellóleikari og Robert
Bottone pianóleikari halda tón-
leika i Austurbæjarbiói á vegum
Tónlistarfélagsins i Reykjavik.
Hafliði og Robert munu að þessu
sinni einnig leika fyrir Tónlistar-
félag Akureyrar, og verða þeir
tónleikar á sunnudaginn. A efnis-
skrá tónleikanna eru verk eftir
Britten, Debussy, og islenzk þjóð-
lög i útsetningu Hafliða. Eru
þetta fjórðu tónleikar fyrir
styrktarfélaga félagsins starfs-
veturinn 1973-’74
Hafliða Magnús Hafliðason
þarf vart að kynna. Hann lærði á
sinum tima cellóleik i Róm, og
siðar i Lundúnum, við Konung-
legu tónlistarakademiuna, þar
maunahöfn og verður kominn á
markað I vor.
Halldór Pétursson, listmálari,
hefur unnið að skreytingu
skjaldarins, en á efri hluta hans
er teikning af útsýni yfir Reykja-
sem hann hlaut heiðurspening
hennar fyrir einleik og hin virtu
og eftirsóttu Guilhermina Suggia-
verðlaun. Hafliði hefur oft leikið
hér á landi, en á siðasta ári fór
hann m.a. i hnattferð með enskri
kammerhljómsveit, sem hlaut
mikið lof i för sinni. Robert
Bottone er kunnur enskur pianó-
leikari. Héldu þeir Hafliði tón-
leika i Purcellsalnum i Lundún-
um við mikið lof, og aftur á sama
stað I nóvember s.l. Þar komst
gagnrýnandi Daily Telegraph svo
aö orði, að hinn ungi, islenzki
cellóleikari hefði staðfest það álit,
sem hann hefði áður áunnið sér
fyrir frábæra tækni, öryggi, hrif-
andi hljómblæ og tilþrifamikla
túlkun.
—Step
vikurhöfn með Esjuna i baksýn,
en á neðri hlutanum er útsýn i
norður yfir tjörnina með bygging-
ar og Vonarstræti i baksýn. Ekki
hefur verið ákveðið verð á
skildinum.
Ennfremur hefur Halldór gert
tillögu að minnispeningi fyrir
nefndina. Hann sýnir styttu
Ingólfs Arnarsonar á framhlið
með áletruninni „Reykjavik 874-
1974” en á bakhlið verður merki
þjóðhátiðar i Reykjavik. Pen-
ingurinn verður sleginn i eir og
silfur. Hann verður 7 sm i þver-
mál.
Til kynningar á þjóðhátiðar-
haldinu i Rvk. lætur nefndin gera
veggspjald, sem Halldór Péturs-
son hefur teiknað. Það er prentað
I fjórum litum, og er ætlað til
kynningar i gluggum verzlana, i
skólum, hjá ferðaskrifstofum og
viðar.
Formaður Þjóðhátiðarnefndar
Reykjavikur 1974 er Gisli Hall-
dórsson, forseti borgarstjórnar. I
framkvæmdanefnd eiga sæti.
Gisli Halldórsson, Markús Orn
Antonsson, Stefán Kristjánsson
og Klemens Jónsson. Fram-
kvæmdastjóri er Stefán
Kristjánsson.
kr—
Hafliði og Bottone
leika á laugardaginn
Veggskjöldur Halldórs Péturssonar listmálara