Tíminn - 04.01.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 04.01.1974, Qupperneq 8
8 ÍTÍMINN Föstudagur 4. janúar 1974 Jónas Jónsson: JARÐLAGAFRUMVARPIÐ Að meta rétt auðlindir landsins Oft er slegið fram þeim full- yrðingum, að islenzkt efnahags- lif byggist á fiskveiðum einuni «g eingöngu, að fiskimiöin séu cina auölindlands okkar o.s.frv. Þessa hefur lengi gætt, en gætir jafnvel enn meira nú en áður i sambandi við það þegar við er- um að útmála fyrir öðrum mikilvægi auðlindanna yfir- landgrunninu og sannfæra aðr- ar þjóðir um þá lifshagsmuni okkar að vernda þær. Ekki vil ég á neinn hátt draga úr þvi, að landgrunnið og fiski- miðin séu okkur mikilvæg — og að þau séu e.t.v. mestu verð- mæti lands okkar — en við verð- um að geta metið þau að verð- leikum án þess að vanmeta önn- ur af gæðum lands okkar. Ef teknar væru bókstaflega þessar fullyrðingar, gætu ó- kunnugir ætlað að við ættum hér ekkert land, sem væri verðmætt til eins eða neins. Hér væri svo lélegt land til landbúnaðar, að þaö teldist ekki til auðlinda. Hessu fer þó svo viðs fjarri að það er þjóðinni beinlinis hættu- legt, hvað margir trúa þessum einhliða fullyrðingum, sem einn tekur upp eftir öðrum, að öll okkar auðæfi séu bundin við sjó- inn. t>að er vandi að lofa svo einn að lasta ekki annan. Meiri þekking á landinu og raunhæft mat á möguleikum þess mundi bæta hér úr. Hér skal ekki farið út i nánari rökstuðning, en látið nægja að benda á, aö landiö sjálft, island, er stórkostleg auölind, og þaö sem land- búnaöarland. Það er einber blekking ef menn trúa öðru og vonandi verður það ekki að alls- herjar þjóðarþekkingu eins og orðið gæti, ef haldið er áfram að klifa á þessu með sjóinn sem okkar einu auðlind. ' Hað varðar þjóðina, efnahag hennar og íramtiðarvelferð mjög miklu, að vel sé með land- ið farið, að það haldist i eðlileg- um einingum til búskapar, að á það sé ekki gengið að óþörfu og þvi ekki sóað til annarra hluta. Ræktun er eina sanna verð- mætasköpun okkar hér á jörð, allt annað er öflun eða umbreyt- ing eins efnis i annað. Með þvi að rækta landið sem bezt og fara þannigmeð villtan gróður þess, að hann aukist og dafni, — auk- um við verðmæti landsins veru- lega. Áður hef ég á það bent, að heppilegast sé að jarðirnar séu sem allra mest i eigu bændanna sjálfra, sem á þeim búa en að öðru leyti i eigu sveitarfélag- anna eða rikisins. Enginn, sem hefur velferð landbúnaðarins og þjóðarinnar i huga, mun treysta sér til að mæla þvi bót, að jaröir verði i vaxandi mæli i eigu ein- staklinga sem ekki búa á þeim eða félaga, sem ekki bera bú- skap fyrir brjósti. Frumvarp var samiö sam- kvæmt ályktun Kúnaöarþings. Með frumvarpi til jarðalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að setja löggjöf, sem stuölar að æskilegri þróun i þessu efni. Lögin eiga að ná til alls lands og landsgæða utan skipulagðra þéttbýlissvæða, þar sem 100 i- búar eða fleiri hafa fasta bú- setu. Nefndin, sem samdi,þetta frumvarp, var skipuð af núver- andi landbúnaðarráðherra 18. ágúst 1971. 1 henni áttu sæti þeir Asgeir Bjarnason, formaður Búnaöarfélags Islands, Árni Jónasson erindreki Stéttasam- bands bænda, og Sveinbjörn Dagfinnsson nú ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytinu. Búnaðarþing 1971 samþykkti ályktun um, að Búnaðarfélagið hlutaðist til um við landbún- aðarráðherra, að lög er varða kaup-, eignar- og ábúðarrétt á jörðum yrðu endurskoðuð og voru tilnefndir 4 gildandi laga- bálkar. I stað þeirra leggur nefndin fram tvö frumvörp til „jarðalaga” og „ábúðarlaga”, sem liggja bæði fyrir Alþingi nú. Stefnumörkun I erindisbréfi nefndarinnar stóð, að þess skyldi m.a. gætt að „aöstaöa sveitarfélaga og ein- staklinga búscttra innan þeirra. viö aö ná og lialda eignar- og umráöarétti á landi innan viö- komandi sveitar, yrði tryggö sem bez.t". Um tilgang jarðalaganna seg- ir i frumvarpinu, að hann sé „að tryggja, aö nýting á landinu sé eðlileg og hagkvæm frá þjóð- hagslegu sjónarmiöi og að cignarráö á landi og búseta á jöröum sé i samræmi viö hags- muni sveitarfélaga og þeirra, er landbúnaö stunda." Segja má með öðrum orðum að i fvrsta lagi að tryggja eigi bændum og þeim, sem vilja setjast að i sveitum til að stunda búskap, sem bezta aöstöðu til að eignast jarðir „sinar” og halda þeim, og þvi landi og landsnytj- um, sem eðlilegt er, að þeim fýlgi i öðru lagi að sveitarfélögun- um verði auðveldað að ná og halda eignarhaldi á þeim jörð- um og landi, sem einstakir bændur þurfa ekki eða ráða ekki við að kaupa til búskapar, sem eðlilegast er talið, að sé i sam- eign ibúa sveitarfélagsins. Að einstökum bændum eða bændaefnum frágengnum yrðu jarðirnar i eigu sveitarfélags- ins. i þriöja lagikomi svo rikið til sem kaupandi að landinu að hinum tveimur frágengnum, til að forða þvi, að landið lendi i annarra höndum en þeirra, sem vilja nýta það á eðlilegan og þjóðinni hagkvæmastan máta. Leiöir frumvarpsins til aö ná þessuni niarkniiöum. Byggöaráö eiga að starfa i hverri sýslu eða búnaðarsam- bandssvæði. Þau eiga að fylgj- ast með allri ráöstöfun á landi og hagnytjum, hvort sem er með gjöfum, skiptum, lani, leigu eða öðru móti. Allt slikt er skylt að tilkynna byggðaráðum og er háð samþykki þeirra, að þvi einu undanteknu, þegar jarðir ganga á milli aðila innan sömu fjölskyldu, þ.e. á milli hjóna, foreldra og barna og kjör- eða fósturbarna, á milli systkina eða til barnabarna. begar rikið ráðstafar jarðeign- um og er banki eða önnur opin- ber lánastofnun, sem hafa veð á fasteigninni, kaupa hana eöa fá útlagða, er það einnig undan- þegið samþykkt byggöaráðs. Byggöaráð. Byggðaráöin yröu skipuð þremur mönnum, sinum mann- JónasJónsson inum tilnefndum af hvoru bún- aðarsambandi og sýslunefnd og þeim þriðja af ráðherra. Þau ákveði samastað sinn i samráði við sýslunefnd og búnaöarsam- band og hafi eftir þvi sem betur hentar skrifstofu sameiginlega með öðrum hvorum aðilanum. Byggðaráð kæmu i stað nýbýla- nefnda en fá viðtækara verk- svið. Þau eiga eins og að framan er getið að fylgjast með og sam- þykki þeirra þarf fyrir öllum kaupum eða ráðstöfun á landi. t 8. gr. írumvarpsinssegir að byggöaráð skuli ekki veita leyfi til ráðstöfunar á fasteign, ef um óeðlilega ráðstöfun cr að ræða miðaö viö almennar viöskipta- venjur, ef ætla má aö ráðstöfun- in sé gerö til að hafa af henni sérstakan f já rli agslega n ávinning eöa til að ráðstaf eigninni eða hluta af henni fljót- lega aftur i hagnaðarskyni.” Þetta mundi þýða að byggða- ráð gætu stöövað eða komið i veg fyrir allt augljóst landa- brask, og óeðlilegar sölur jarða eða jarðarhluta. Ef land eða jarðarverð. sem upp væri gefið þætti óeðlilega hátt, svo að grunur gæti leikið á að með þvi væri verið að fæla forkaupsrétt- arhafa frá kaupum, með fölsk- um tilboðum, væri hægt að synja um sölu, af þeim sökum aðum „óeðlilega ráöstöfun væri að ræöa miðað við almennar viðskiptavenjur". Undir þetta gætu einnig flokk- ast landakaup einstaklinga eða félaga,sem greinilega væru á- formuð vegna annars en bú- skapargildis landsins og æski- legra nytja þess. Þessi ákvæði ættu þvi að hindra óeðlilega og óæskilega verðhækkun á landi, og óeðlileg- an kaupskap með land. Landhúnuöarlandiö verndaö. 13. gr. frumvarpsins segir að land,sem við gildistöku laganna er notaö til landbúnaðar, megi ekki taka til annarra nota, nema með heimild i lögum að öðrum kosti þurfi heimild ráðherra, og samþykki byggðaráðs og Bún- aðarfélags lslands að koma til. Þá þarf einnig samþykki byggðaráðs og Búnaðarfélags Islands, til að skipta landi jarða og til að sameina jarðir. Sam- þykki sömu aðila þarf til stofn- unar nýbýla og þurfa þau að hljóta staðfestingu landbún- aðarráðuneytisins. Kemur það i stað samþykkis Landnáms rik- isins, sem reiknað er með að leggist niður sem sjálfstæð stofnun. 1 10 gr. frumvarpsins eru ákvæði þess efnis að ef byggða- ráð neitar að samþykkja sölu fasteignar og ráðuneytið stað- festir synjunina, sé hægt að krefjast þess að rikissjóður kaupi eignina, náist ekki sam- komulag um verð, á mat dóm- kvaddra manna að ráða. Með þessu ætti aö vera tryggt að enginn þurfi að gjalda þess óeðlilega ef byggðaráð getur ekki fallist á sölu. Jaröir má ekki niða niður. Akvæði eru i 13. gr. frum- varpsins.sem á að vera hægt að beita til þess að koma i veg fyrir að jarðir séu niddar niður og látnar ónytjaðar á meðan þörf er fyrir landið til bættrar að- stöðu til búrekstrar i byggðar- laginu. Við slikar aðstæður get- ur landbúnaðarráðuneytið heimilað sveitarstjórn eignar- nám á jörðum, ef búnaðarfélag íslands og byggðaráð hafa mælt með þvi. Um forkaupsrétt. 1 þriðja kafla frumvarpsins eru ákvæði um forkaupsrétt, þau eru nokkuð breytt frá gild- andi lögum á þann veg að að- staða sveitarfélaga er verulega bætt til að notfæra sér forkaups- rétt að jörðum. Þá er ákvæði þess efnis að sé söluverð eignar óeðlilega hátt miðað við liklegt raunverð að áliti byggðaráðs getur sveitar- félag sem forkaupsrétthafi krafizt mats dómkvaddra manna og gildir það þá sem söluverð á eigninni. Þetta ætti að koma i veg fyrir það að sveitarfélögum sé skákað frá þvi að nota forkaupsrétt, með þvi að bjóða hátt i eignirnar, jafnvel hærra á yfirborðinu en hugsað er að að greiða. Leiguliði fær ekki forkaups- rétt að jörð sinni fyrr en eftir 10 ára búsetu, eftir gildandi lögum eftir 3ja ára búsetu. vel getur verið eölilegt að lengja þetta mark, til aö skapa meiri festu. Noti hann þá forkaupsrétt er hann skyldur að taka jörðina til ábúðar. t 28. gr. eru ákvæði um að for- kaupsréttur sveitarfélags komi ekki til þegar jarðeigandi af- hendir jörð sina nánu skyld- menni eða venzlamanni — þetta gildir þó þvi aðeins að viðtak- andi taki jöröina til ábúöar og fullra nytja. Um jarðasjóð. Með frumvarpinu er lagt til að jarðasjóður verði efldur og að hann fái aukið hlutverk. Hlutverk jarðasjóðs er „að aöstoöa sveitarfélög og bændur viö eigcndaskipti að jörðum og aö stuðla að þvi með lánum og framlögum að búseta á jörö- um og nýting lands verði f sem mestu samræmi við hagsmuni viökomandi sveitarfélags. Er- indi, sem Jarðasjóði berast varðandi kaup og sölu jarða eða lánveitingar skulu send til um- sagnar Búnaðarfélags tslands og Stéttasambands bænda. Heimildir Jarðasjóðs til að kaupa jarðir eru allviðtækar. Hann má kaupa: Jarðir, sem ekki seljast með eðlilegum hætti eða ef þær þykja ekki nógu góð- ar til sjá.lfstæðs búskapar, eru afskekktar. Jarðir, sem eigend- ur hafa ekki tök á að sitja vegna erfiðs efnahags. Jarðir, sem hreppsnefndir treysta sér ekki til að kaupa má sjóðurinn kaupa ef þær eru þýðingarmiklar fyrir sveitarfélögin til að koma á skipulegri byggð. Þá má sjóðurinn einnig kaupa jarðir, sem eru taldar heppileg- ar til útilifsafnota. Nú hafa verið rakin helztu at- riði frumvarpsins, sem miða eiga að því að trýggja framan- greind markmið, að landbúnað- ar-landið haldist i eigu þeirra einstaklinga.sem stunda búskap og fólksins, sem vill búa i sveit- unum. Þetta er fyrsta tilraun hér til að setja um þessi efni heildar- löggjöf. 1 nágrannalöndum okk- ar hafa verið mjög mikið strangari ákvæði um ráðstafan- ir jarðeigna um langan aldur. Hér er tæplega gengið eins langt og gert var fyrir löngu hjá þeim. 1 Noregi hefur það verið háð leyfum landbúnaðarráðuneytis- ins allt siðan á öðrum tug aldar- innar, ef eigendaskipti verða á landi. Hægt er að neita um sölu á landi og eru þess mörg dæmi að norska landbúnaðarráðuneytið hafi neitað um eigendaskipti á landi, þar sem að verðið var að mati þess of hátt. Norska rikið er ekki skyldugt að kaupa slikt land. Þar eru ákvæði i lögum um að engri jörð megi skipta eða leggja niður og taka landið til annars en landbúnaðar, nema með samþykki landbún aðarstjórnar viðkomandi hér- aðs. Það hefur lengi verið skylda að menn rækju búskap á jörðum og geta menn ekki feng- ið keypta jörð nema með þvi að skuldbinda sig að reka þar bú- skap. 1 löggjöf sem var i undir- búningi á s.l. sumri var ætlunin að gera þetta enn strangara og gera mönnum skylt bæði að reka búskap og hafa fasta búsetu á jörðinni (,,bu og bruksplikt”). Svipað ákvæði áforma Danir að setja i lög, og samkvæmt dönskum lögum er skylt að reka bú á bújörðum. Svipuð ákvæði eru i sænskum lögum og bæði i Sviþjóð, Noregi og Danmörku eru kaup á landi ekki leyfð ef ástæða er til að ætla að þau séu fyrirhuguð i hagnaðarskyni á þann hátt að selja landið fljótlega aftur. Nágrannar okkar hafa löngu á undan okkur gert sér ljóst hvað landið er mikils virði og hve nauösynlegt er að hafa góða lög- gjöf sem tryggir að nýting þess og meðferð sé eðlileg og hag- kvæm frá þjóðhagslegu sjónar- miði, og frá sjónarmiði sveitar- félaganna og þess fólks, sem vill lifa af þvi að nýta gæði landsins. Þvi er mál að við bætum okkar löggjöf um þessi efni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.