Tíminn - 04.01.1974, Síða 9

Tíminn - 04.01.1974, Síða 9
Föstudagur 4. janúar 1974 TÍMINN 9 16500 vinningar falla á 65000 miöa í happdrætti SÍBS.Wí Lægstu vinningar 5000 krón- ur. Óskabifreiðin Dodge Dart í aukavinning. Verð miða 200 krónur á mánuði.# Dregið 10. januar. Happdrætti SÍBS. pW Vinningur margra, ávinningur allra. Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda 8—10% framleiðsluaukn- ing í iðnaðinum '73 Aætlaö er aö laun og launa- tengd gjöld i iönaöi á árinu hafi nuniö um 10 þúsund milljónum, og er þá byggingarstarfsemi og fiskiönaður ekki talinn með. Þessi gjöld hafa hækkað um nálægt 50 prósent frá árinu áður, fyrst og fremst vegna hækkunar kaupgjaldsvisitölu. Til saman- burðar má geta þess, að sams- konar gjöld i fiskiðnaði.á liðnu ári, eru áætluö um 2.800 milljónir og I heildverzlun 1.1300 milljónir króna. Ég held að óhætt sé að fullyrða að nýja árið muni færa okkur mörg vandamál, bæöi af innlend- um og erl. toga spunnin, og muni reyna á alla þá, sem að iðnaði starfa, að foröa iðnaðinum frá skakkaföllum. Þar sem fleiri landsmenn hafa framfæri sitt af iönaði en nokkurri annarri framleiðslu veltur mikið á að vel takist til. Ef við litum til baka yfir árið.hefur gengið á ýmsu i iðnað- inum. Gert er ráð fyrir að aukning á framleiðslumagni i iðnaði, á liðnu ári, muni nema 8- 10 prósentum, sem er meiri aukning en árið þar á undan, en það ár var aukningin 6-8 prósent. Ekki nær það þó hinni miklu aukningu, sem varð árið 1971 og nam 12-15 prósentum. Hér er þó um myndarlega framleiðslu- aukningu að ræða og má fyrst og fremst þakka hana kaupgetu al- mennings og þar af leiðandi mikilli eftirspurn eftir vörum. Þá er gert ráð fyrir verulegri aukningu á útflutningi iðnaðar- vara en þó minni en vonazt haföi verið eftir. Aukningin er áætluð tæp 40 prósent að magni og mun- ar þar mest um aukningu á út- flutningi á áli. Verðlagsþróunin varð iðnaðin- um á ýmsan hátt erfið á árinu. Þegar i byrjun árs fór að gæta hækkana, bæði á innlendum og erlendum hráefnum. Eftir þvi sem á leið árið urðu þessar hækkanir meiri og gæta fór skorts á ýmsum tegundum hrá- efna, svo sem plasti og efnum úr þvi, ýmsum kemiskum efnum, stáli.timbri, pappír og vefnaðar- vörum. Nú siöustu mánuði bætist við skortur á flestum þeim mörgu hráefnum, sem unnin eru úr oliu. Ymis efni eru orðin eða að verða ófáanleg og þegar þau fást eru þau á tvöföldu til fjórfeldu verði. Þá höfðu hinar tiðu gengis- breytingar á árinu mjög afdrifa- rik áhrif á útflutning iðnaðarvara og má meðal annars rekja minni aukningu útflutnings til þeirra. Mjög óveruleg aukning mann- afla varð i iðnaðinum á árinu og hvergi nærri sem svarar auknu framleiðslumagni. Hefur þvi orðið um verulega framleiðnis- aukningu að ræða. Erum fluttir úr Álftamýri 9 i Síðumúla 23 3. hæð, óbreytt simanúmer. Arkitektastofan S/F Ormar Þór Guðmundsson örnólfur Hall.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.