Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 4. janúar 1974
Kristján Friðriksson:
„í NAFNI
MÁLFRELSIS"
Síftbúift svar vift blaftagrein
Björns Dagbjartssonar, sem birt-
ist í Morgunblaftinu I. des. s.l.,
þar sem hann gerir athugasemdir
vift erindi mitt Um daginn og veg-
inn 19. nóv. s.l.
Fyrst vil ég nefna, að þetta svar
er svo siöbúið m.a. vegna þess að
ég þurfti að fara i ferðalag
skömmu eftir að grein Björns
birtist.
Er á móti fasisma.
1 upphafi greinar Björns er
helzt á honum að skilja, að hann
sé hneykslaður á þvi, að þjóðfé-
lagsþegnarnir skuli fá tækifæri til
að láta i ljósi óhindrað og órit-
skoðað — skoðanir sinar á mál-
efnum þjóðarinnar. Hann virðist
vera á móti þessu málfrelsi.
Um þetta vil ég segja eftirfar-
andi: Þar sem ég er framsóknar-
maður er ég eindregið meðmælt-
ur málfrelsi, — en andvigur rit-
skoðun og hömlum á þvi að mönn-
um gefist kostur á að birta skoð-
anir sinar. Ég tel hömlur á mál-
frelsi — og þar með frjálsri skoð-
anamyndun — fasistiskar til-
hneigingar. Ég er andvigur öllum
fasisma, hvaða lit, sem hann er
viö kenndur, þ.e. hvort sem hann
er rauður, brúnn eða blár.
Ef ætti að fara að ritskoða er-
indin ,,Um daginn og veginn”, þá
teldi ég það spor i átt til fasisma
— hver sem fyrir þvi stæði.
Einn af merkustu þáttum i
starfsemi Eikisútvarpsins, er að
það heldur opnum mikilvægum
farvegi til frjálsrar skoðana-
myndunar, m.a. með erindaflutn-
ingnum.Um daginn og veginn —
og raunar i ýmsum öðrum þáttum
sinum. Heill sé þvi fyrir þennan
þátt i starfsemi sinni.
Misskilningur
eða rangfærsla.
Björn segir: „Óvinur Kristjáns
no. 1 var BMH og að þvi er virðist
allir þeir, sem hlotið hafa æðri
menntun”.
Þetta er rangt skilið. Ég var aft
ráftast á kröfugcrft BIIM i tilteknu
tilviki— en hvorki félagsskapinn
að öðru leyti né háskólamenntaða
menn.
Þetta gefur tækifæri til að lýsa
yfir, að ég tel, að meðal háskóla-
menntaðra manna séu mjög
margir af beztu og þjóðhollustu
sonum þjóðar okkar. Og meðal
þeirra fjölda af mikilsverðustu
starfskröftum hennar — dugandi
og ósérhlifna, gáfu- og framtaks-
menn á hverra herðum heill og
hamingja þjóðarinnar hvilir að
verulegu leyti.
Og þvi vil ég svo bæta við þetta
— úr þvi tækifæri gefst — að ég tel
að heiftarleiki islenzkra 'em -
bættismanna sé á háu stigi.Þakka
ber það sem vel er. Þessi þáttur i
fari islenzkra embættismanna
verður seint ofmetinn. Þetta á
auðvitað jafnt við um háskóla-
menntaða starfsmenn eins og
aðra.
Skemmtilegt atvik
Einu sinni vildi svo til, þegar ég
var staddur erlendis, að ég heyrði
á tal tveggja útlendinga. Svo stóð
á, að þeir þurftu nauðsynlega að
koma sendingu yfir hafið með is-
lenzku farartæki — en rými ekki
fyrir hendi. Annar segir: „Við
verðum að reyna að múta þeim
náungum, sem hafa vald á þvi,
hvað er tekið með (af flutningn-
um) og hvað látið biða”.
Þá svarar hinn, sem þekkti til á
þessari afgreiðslustöð: „Það er
vonlaust. Þeir eru Islendingar”.
Þetta atvik hefur oft yljað mér i
huga. Sjálfsvirðingin er eitt af
dýrmætum þjóðareinkennum
okkar Islendinga.
Skólarnir:
Það er rétt hjá Birni, að i erindi
minu réðst ég nokkuð á starfsemi
Háskólans, en tók jafnframt
fram, aðég teldi ágalla i háskóla-
starfseminni — a.m.k. ekki alla —
Háskólanum sjálfum að kenna,
heldur að verulegu leyti skorti á
stefnumótun i atvinnumálum, af
hálfu stjórnmálaforystunnar.
Það er einnig rétt hjá Birni, að
ég hef gert mér talsvert far um að
fylgjast með námskrám ýmissa
skóla landsins. Aður fyrr kenndi
ég litilsháttar i gagnfræðaskóla,
hef átt mörg börn i þessum skól-
um og systkinabörn og kynnzt
talsvert vinum og kunningjum
þessa fólks.
Sama er að segja um Háskól-
ann, að þar hef ég haft upplýsing-
ar um starfsemina frá fyrstu
hendi.
Niðurstaða min af þessum
kynnum er sú, að viða sé mjög illa
á málum haldið, bæði að þvi er
snertir val námsefnis — kennslu-
aðferðir — kennsluaðbúnað —
stefnumótun o.s.frv.
En skólastarfsemina i heild tel
ég ótviræða eina af mikilvægustu
starfsemi, sem fram fer i landinu.
An hennar væri nútima þjóðlif ó-
hugsandi — bæði andlega og
efnislega.
1 þessa starfsemi er varið ó-
hemju fjármagni.
Af þessum sökum — er sivak-
andi , opinská, drengileg gagn-
rýni alveg bráðnauðsynleg. Það
er ákveðin sannfæring min, að
misheppnað skólastarf og einkum
of löng skólaseta geti valdiö and-
legum skemmdum, leti og fram-
taksleysi.
Ég vil ekki
missa glæpinn
Björn átelur, að ég hafi „ráðizt
á fólkið i samninganefnd eins
starfshóps og brigzlað þvi um,
óþjóðhollustu, glæpastarfsemi
eyðileggingu gjaldakerfis lands-
ins og óverjandi skemmdarstarf-
semi”.
Það hefur alltaf verið talið vita-
vert að brigzla fólki um, að það
hafi framið „glæpi”, sem það hef-
ur ekki framið — eða ekki gert til-
raun til að fremja.
Eg viðurkenni þvi, að það hefði
verið rangt af mér og siðferðilega
óverjandi framkoma — ef ég
hefði brigzlað fólki um ofan-
greindar vammir að ástæðu-
lausu. En þennan „glæp" vil ég
ekki misssa.
Eins og hvert annað rugl.
Björn Dagbjartss. vitnar i Jón
Sigurðsson, hagrannsóknastjóra
og segir: „Samkvæmt hans
niðurstöðum virftist mega álykta
(leturbreyting K.F.) að kaup-
gjaldið hafi tiltölulega litil áhrif á
visitöluna, heldur sé lögmálið um
framboð og eftirspurn aðalatrið-
ið. Af þvi lögmáli leiði svo yfir-
borganir, yfirvinnu og allskonar
greiðslur undir borðið”.
Ekki veit ég i hvaða „niðurstöð-
ur” hagrannsóknastjóra er þarna
verið að vitna. Hitt veit ég, að
þarna eru ranglega færð rökin.
Og ekki hef ég trú á, að með sann-
indum sé hægt að bera J.S. rang-
færslur á brýn, þeim gáfaða og
ágæta embættismanni. Augljóst
er, að milli 45 til 70% kauphækkun
fjölmenns launþegahóps eins og
BHM sannanlegá hefur farift
fram á og ekki farift dult meft,
mundi auðvitað þýða a.m.k. allt
að þvi tilsvarandi hækkun ann-
arra launastétta i landinu. Og ég
held að sá blindingi sé vandfund-
inn, sem ekki sér, að slik koll-
steypa mundi valda stjórnlausri
verðbólgu.
Sú röksemd B.D. „að kaup-
gjaldið hafi tiltölulega litil áhrif á
visitöluna” — (hvernig sem sú
röksemd er fengin eöa tilkomin)
— fær með engu móti staöizt— og
fer viðs fjarri að svo sé. Kaup-
gjaldið i landinu sem heild er ein-
mitt meginatriöið — já lang
veigamesta atriðið, sem hefur á-
hrif á visitöluna — og þar með allt
verðlag i landinu. Þetta er aug-
ljóst af þeim sökum einum að ná-
lægt 75% þjóðarteknanna er
greiddur út sem laun i einhverri
mynd. Það kann að villa um fyrir
sumum i þessu sambandi, að
kaupgjald hefur ekki strax áhrif á
verð erlendrar vöru en jafnframt
þvi sem ógrundvölluð almenn
kauphækkun leiðir til gengisfell-
ingar gjaldmiðilsins, sem koll-
steypa á borð við þá, sem BHM
fer fram á, mundi strax gera, þá
hækkar einnig verðlag á erl.
vörum. Sama er að segja um all-
an byggingarkostnað — siöan
húsaleigu — landverð o.s.frv.
Ógrundvölluð kauphækkun fer
mjög fljótlega út i allt hagkerfið
til hækkunar alls verðlags.
En hvað er svo „ógrundvölluð”
kauphækkun? Þaö er sú kaup-
hækkun, sem ekki byggist á
framleiðniaukningu — eða al-
mennum bótum á viðskiptakjör-
um út á við.
Viðskiptakjör tslendinga út á
við hafa að visu batnað um 2—3%
s.l. 2 ár og gæti það út af fyrir sig
réttlætt ofurlitla almenna kaup-
hækkun, en þó sizt fram yfir þær
hækkanir, sem núverandi visitala
veldur. Kauphækkanir, sem þar
eru fram yfir, eru ekkert annað
en gengisfellingarkauphækkanir.
Með þeim er verið að safna i enn
eina gengisfellingu og þvi laun-
þegum sist i hag. Þetta vita allir,
sem ekki eru svo andlega latir, að
þeir nenna ekki eða vilja ekki
setja sig inn i þessi málefni. En
háskólamenntuðum manni eins
og B.D. ætti sannarlega ekki að
vera andleg ofraun að setja sig
inn i þetta.
Hvað svo um „glæpina"?
Lamb í staðinn fyrir kú.
Til hvers hefði það leitt, ef orð-
ið hefði verið við kröfum BHM?
Reyndar segir B.D. að löngu sé
búið að endurskoða og lækka
kröfurnar verulega. Hvers vegna
var annars verið að lækka sann-
gjarnar kröfur verulega? Þær
kröfur sem B.D. segir að hafi
hlotið eins lýðræðislega meðferð
og mögulegt var. Það hefur þó
væntanlega ekki sett geig að þeim
frómu herrum, sem ferðinni
réðu? Og nú er aftur búið aö
hækka þessar kröfur i sama far
og áður, eftir þvi sem ég bezt veit.
Og nú eru þær hæstu komnar yfir
200 þús. á mánuði með visitölu.
Hver sem er getur sannfært sig
um, að ef orðið hefði verið við
kröfum BHM, þá hefði það þýtt
raunverulegt verðfall gjaldmið-
ilsins, bæði inn á við og út á við
seni svarar helmingiánæstu miss
erum og meira siðar (þ.e. hlutur,
sem nú kostar 1000 kr. mundi eftir
nokkra mánuði eða misseri kosta
2000 kr.) Þetta mundi þýða, að sá
sem nú á sparifé sitt i banka,
segjum eitt kýrverð, hann getur
að likindum aðeins keypt sér
lamb fyrir andvirðið — eftir
nokkurn tima. Verðmuninum hef
ur með hinni hóflausu kröfugerð
verið „stolið” af honum. Ekkjan
— eða láglaunamaðurinn.sem er
að reyna að spara saman fé til
einhverra nota siðar — eða sér til
öryggis, er sviptur verðmæti þvi,
sem hann lagði inn. Er þetta ekki
nokkurs konar „glæpur”. Óverð-
ugir, þ.e. þeir, sem ekki hafa til
unnið, hafa náð i verðmæti hans.
Og hér er ekki um að ræða að
hnupla 1000 krónum frá einum og
einum manni eins og smáþjófar
gera — heldur er hér verið að
hafa fé af þúsundum saklausra
manna og i mjög mörgum tilvik-
um einmitt af þeim fátækustu.
T.d. er verið að eyðileggja allt
það sparifé, sem verkalýðshreyf-
ingin hefur safnað i lifeyrissjóði
sina, nema — vel að merkja —
ekki sjóði opinberra starfs-
manna, þvi þeir eru verðtryggð-
ir!
Þetta dæmi, sem ég tók er að-
eins eitt atriði af ótal mörgum
sem eyðilegging peningakerfisins
hefur i för með sér.
Lítilsvirðandi
hjal um iðnað.
B.D. lætur sér sæma að tala
litilsvirðandi um iðnaðinn. Eink-
um smáiðnaðinn. Ég get frætt
Björn um það, að verðbólga er
iðnaði ekki hagstæð. Hún gengur
af mörgum greinum hans dauð-
um. Jafnvel fyrirtæki, sem eru
sæmilega rekin, geta ekki staðizt
verðbólguþróunina. Þau geta
ekki samtimis greitt skatta.greitt
niður skuldir — og staðið undir
verðhækkun á unnum og óunnum
birgðum, sérstaklega þegar
bankakerfið offjármagnar sumar
atvinnugreinar, t.d. stofnsjóði
sjávarútvegs og fl„ tekur fullan
þátt i verðbólgunni að þvi er
suma atvinnuvegi varðar, en
neitar aft taka þátt i verftbólgunni
gagnvart iftnaftinum. En hvað
sem þessu liður er sparifjár-
myndun nauðsyn i hverju þjóðfé-
lagi, en hana lamar stórskemmt
eöa hálfónýtt peningakerfi. Inn-
lend sparifjármyndun er nauðsyn
vegna margháttaðrar uppbygg-
ingar og til rekstrarstuðnings við
alla atvinnuvegi. Ef hún er úr
sögunni, þá lamast flestar starfs-
greinar þjóðarinnar. .
Hver er svo sá seki, sá sem ger-
ir kröfur, sem sannanlega mundu
stórskemma peningakerfiö — efta
hinn, sem reynir aö hamla gegn
þeirri skem mdarstarfsemi.
Hvers er glæpurinn?
Kjaradómi er vandi á
höndum.
Eins og áður segir, er ég enginn
óvinur háskólamanna. Ég er
sammála B.D. um það, að nauð-
synlegt er að veita þeim góð k.jör.
Við ákvörðun kaupgjalds til
þeirra verður að hafa i huga bæði
„ævitekjur” sérhæfni o.s.frv.
Einnig það, að sumir þeirra eru
hæfir fyrir a-lþjóðlegan markað,
ef svo má segja. Þjóðinni á að
vera kappsmál að halda i þá og
veita þeim góð vinnuskilyrði. En
hitt er svo lika á að lita, að það
getur- verið mjög viðsjárvert
þjóðhagslega séð, að menn i opin-
berri þjónustu hafi yfirleitt betri
kjör en atvinnuvegirnir (sem að
miklu leyti eru starfræktir af
einkaaðilum) geta boðið.
Einkaframtakið verður helzt að
geta boðið betri kjör en riki og
bæir. (Þetta á þó ekki við um þýð-
ingarmestu „toppstöður”.) Þetta
skal nú rökstutt.
„---------munt þú engu
fyrir týna nema lífinu".
Þannig hljóðuðu ógnar orð i
fornum stil.
Það er þetta, sem hið opinbera
og aðrir segja við fyrirtæki einka-
aðilanna til sjós og lands ogm.a. i
iðnaði — ef ekki tekst að standa i
skilum með skatta og skyldur.
Þetta hefur það i för með sér,
að bráðnauðsynlegt er fyrir fyrir-
tæki einkaaðilanna að geta boðið
heldur betri kjör, en það opinbera
býður. Það opinbera má ekki geta
boðið bezta vinnukraftinn afeinka-
framtakinu.
Fyrirtækin verfta að standa sig.
Annars er þeim slátrað. Opinber
um fyrirtækjum er sjaldan slátr-
að, þó einhver linka sé i starfsemi
þeirra.
Ég skal taka dæmi. Eitt opin-
bert fyrirtæki hefur verið athug-
að. Þar reyndust fjarvistir milli 7
og 8% af heildar dagvinnutima
stofnunarinnar. Sami athugandi
gerði könnun á tilsvarandi fjar-
vistum 30 iðnfyrirtækja. Þar
reyndust tilsvarandi fjarvistir þó
ekki nema um 2,5% — eða um
þrisvar sinnum minni — og þó eru
afköst i islenzkum iðnaði sannan-
lega lakari en viða gerist hjá iðn-
aðarþjóðum. Ekki er vitað um, að
sama gildi um opinbera starfsemi
yfirleitt eins og fram kemur i
fyrrgreindri rannsókn. Sum opin-
ber fyrirtæki eru vel rekin. Onnur
illa og dregur það að sjálfsögðu
niöur tekjur allra þjóðfélags-
þegnanna. Hitt er vist og augljóst,
að svipa dauðans hvin sifellt yfir
höfði einkafyrirtækjanna, en ekki
á sama hátt yfir höfði þeirra opin-
beru.
Einkafyrirtækin verða að vera
fær um aö greiða skatta sina,
m.a. til aö geta borgað fjarvistar-
timana hjá hinu opinbera.
Ég vik ekki að misskilningi
B.D. á tillögum minum um auð-
lindaskattinn, en læt nægja að
visa i blaðaviðtal, sem ég geri ráð
fyrir að birtist um það efni. Óska
ég svo þess að siðustu, að starfs-
menn i BHM fái hæfilega umbun
verka sinna, og að þeim auðnist
að vinna vel og dyggilega fyrir
land og þjóð.